Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. desember 2018 07:00 Frá árinu 2006 hefur Íslandspóstur fært sig meir og meir inn á flutningamarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Árin 2016 og 2017 nýtti Íslandspóstur (ÍSP) umtalsverðan hagnað af bréfum innan einkaréttar til að niðurgreiða tap sem hlaust af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Lögum samkvæmt er óheimilt að niðurgreiða þjónustugjöld í alþjónustu með einkaréttartekjum nema sýnt sé fram á að slíkt sé nauðsynlegt vegna alþjónustukvaða. Fyrrgreind tvö ár hagnaðist ÍSP samtals um tæplega 868 milljónir vegna bréfa í einkarétti þó að bréfsendingum fækkaði á tímabilinu. Árið 2015 var afkoman jákvæð um 13 milljónir og því talsvert stórt stökk milli ára. Hagnaður ársins 2016 var í raun svo mikill að í fyrra íhugaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að afturkalla ákvörðun sína um gjaldskrárhækkun innan einkaréttar. Á sama tíma var afkoman af samkeppnisrekstri innan alþjónustu neikvæð um tæplega 1,5 milljarða. Stærstan hluta þess, tæplega 1,1 milljarð, má rekja til svokallaðra „Kínasendinga“ sem ekki fást að fullu greiddar vegna alþjóðlegra endastöðvasamninga. Afgangstapið, um 400 milljónir króna, er vegna annarrar samkeppni innanlands. Svar ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins um sundurliðun tapsins eftir uppruna sendinga var á þann veg að þessar upplýsingar væru ekki teknar saman.Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSONÍ opinberum gögnum frá PFS kemur fram að viðvarandi tap hefur verið á ákveðnum samkeppnisrekstrarliðum innanlands en hve mikið það er hefur verið máð úr þeim vegna trúnaðar. ÍSP svaraði ekki fyrirspurn um hve mikið tapið hefði verið síðastliðin fimm ár. Yfir gjaldskrám þessa sviðs rekstrar síns hefur ÍSP fullt vald og þarf ekki samþykki frá PFS. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Lög um póstþjónustu kveða á um að gjaldskrá skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustu að viðbættum hæfilegum hagnaði. Sá hluti hagnaðarins er færður „undir strik“ í yfirliti yfir bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og samkeppnisréttar og frá honum dregin söluafkoma eigna, afkoma dótturfélaga og aðrir liðir. Sundurliðun á afkomu hvers hluta fyrir sig hefur aðeins einu sinni verið birt. Það var gert í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Willums Þórs Þórssonar og sýndi afkomuna fyrir árið 2014. Sé gert ráð fyrir að hlutfallsskiptingin milli starfsþátta nú sé svipuð og þá eykst hagnaðurinn innan einkaréttar um á annað hundrað milljónir að minnsta kosti. Tapið af samkeppni innan alþjónustu dregst að sama skapi saman um minnst tæpar 400 milljónir. Það liggur fyrir að ÍSP hefur nýtt fjármuni úr einkaréttinum til að mæta tapi innan samkeppni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samkeppnisaðilar ÍSP bent bæði PFS og Samkeppniseftirlitinu (SKE) á að þeir telji niðurgreiðsluna fara út fyrir þá heimild sem póstþjónustulögin veita. Bæði sé um háar upphæðir að ræða og þá liggi fyrir að tap sé á einstökum liðum í samkeppnisrekstri innanlands. Það sem af er ári hafa PFS og SKE bent hvort á annað vegna þessa. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Árin 2016 og 2017 nýtti Íslandspóstur (ÍSP) umtalsverðan hagnað af bréfum innan einkaréttar til að niðurgreiða tap sem hlaust af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Lögum samkvæmt er óheimilt að niðurgreiða þjónustugjöld í alþjónustu með einkaréttartekjum nema sýnt sé fram á að slíkt sé nauðsynlegt vegna alþjónustukvaða. Fyrrgreind tvö ár hagnaðist ÍSP samtals um tæplega 868 milljónir vegna bréfa í einkarétti þó að bréfsendingum fækkaði á tímabilinu. Árið 2015 var afkoman jákvæð um 13 milljónir og því talsvert stórt stökk milli ára. Hagnaður ársins 2016 var í raun svo mikill að í fyrra íhugaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að afturkalla ákvörðun sína um gjaldskrárhækkun innan einkaréttar. Á sama tíma var afkoman af samkeppnisrekstri innan alþjónustu neikvæð um tæplega 1,5 milljarða. Stærstan hluta þess, tæplega 1,1 milljarð, má rekja til svokallaðra „Kínasendinga“ sem ekki fást að fullu greiddar vegna alþjóðlegra endastöðvasamninga. Afgangstapið, um 400 milljónir króna, er vegna annarrar samkeppni innanlands. Svar ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins um sundurliðun tapsins eftir uppruna sendinga var á þann veg að þessar upplýsingar væru ekki teknar saman.Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSONÍ opinberum gögnum frá PFS kemur fram að viðvarandi tap hefur verið á ákveðnum samkeppnisrekstrarliðum innanlands en hve mikið það er hefur verið máð úr þeim vegna trúnaðar. ÍSP svaraði ekki fyrirspurn um hve mikið tapið hefði verið síðastliðin fimm ár. Yfir gjaldskrám þessa sviðs rekstrar síns hefur ÍSP fullt vald og þarf ekki samþykki frá PFS. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Lög um póstþjónustu kveða á um að gjaldskrá skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustu að viðbættum hæfilegum hagnaði. Sá hluti hagnaðarins er færður „undir strik“ í yfirliti yfir bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og samkeppnisréttar og frá honum dregin söluafkoma eigna, afkoma dótturfélaga og aðrir liðir. Sundurliðun á afkomu hvers hluta fyrir sig hefur aðeins einu sinni verið birt. Það var gert í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Willums Þórs Þórssonar og sýndi afkomuna fyrir árið 2014. Sé gert ráð fyrir að hlutfallsskiptingin milli starfsþátta nú sé svipuð og þá eykst hagnaðurinn innan einkaréttar um á annað hundrað milljónir að minnsta kosti. Tapið af samkeppni innan alþjónustu dregst að sama skapi saman um minnst tæpar 400 milljónir. Það liggur fyrir að ÍSP hefur nýtt fjármuni úr einkaréttinum til að mæta tapi innan samkeppni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samkeppnisaðilar ÍSP bent bæði PFS og Samkeppniseftirlitinu (SKE) á að þeir telji niðurgreiðsluna fara út fyrir þá heimild sem póstþjónustulögin veita. Bæði sé um háar upphæðir að ræða og þá liggi fyrir að tap sé á einstökum liðum í samkeppnisrekstri innanlands. Það sem af er ári hafa PFS og SKE bent hvort á annað vegna þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15