Það sem þjóðin vill ekki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. desember 2018 07:00 Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrrandi klikkuð kunta“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmannanna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að svívirðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórnmálamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnarráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamaður. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merkilegur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrrandi klikkuð kunta“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmannanna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að svívirðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórnmálamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnarráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamaður. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merkilegur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun