Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir.
Formenn dómnefndanna þriggja sem valið hafa tilnefningarnar munu svo koma saman ásamt formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 verða afhent um mánaðamótin janúar og febrúar á næsta ári en Guðni Th. Jóhannesson veitir verðlaunin. Verðlaunahafar hljóta eina milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.
Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989 og er þetta því í 30. sinn sem verðlaunin verða veitt.
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir
Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla
Útgefandi: Mál og menning
Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Flóra Íslands. Blómplöntur og birkningar
Útgefandi: Vaka-Helgafell
Ragnar Helgi Ólafsson
Bókasafn föður míns
Útgefandi: Bjartur
Sverrir Jakobsson Kristur.
Saga hugmyndar
Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
Skúli fógeti - faðir Reykjavíkur
Útgefandi: JPV útgáfa
Dómnefnd skipuðu: Knútur Hafsteinsson, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Þórunn Sigurðardóttir, formaður nefndar.
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:
Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring
Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins
Útgefandi: Angústúra
Hildur Knútsdóttir
Ljónið
Útgefandi: JPV útgáfa
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
Rotturnar
Útgefandi: Vaka-Helgafell
Sigrún Eldjárn
Silfurlykillinn
Mál og menning
Arnar Már Arngrímsson
Sölvasaga Daníelssonar
Útgefandi: Sögur útgáfa
Dómnefnd skipuðu:Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, formaður nefndar, Jórunn Sigurðardóttir og Þórlindur Kjartansson.
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:
Auður Ava Ólafsdóttir
Ungfrú Ísland
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa
Bergsveinn Birgisson
Lifandilífslækur
Útgefandi: Bjartur
Gerður Kristný
Sálumessa
Útgefandi: Mál og menning
Hallgrímur Helgason
Sextíu kíló af sólskini
Útgefandi: JPV útgáfa
Hannes Pétursson
Haustaugu
Bókaútgáfan Opna
Dómnefnd skipuðu: Bergsteinn Sigurðsson, Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson, formaður nefndar
