Fótbolti

Dortmund og Bayern Munchen bæði með sigra

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Liðsmenn Bayern Munchen höfðu ástæðu til að fagna í dag
Liðsmenn Bayern Munchen höfðu ástæðu til að fagna í dag vísir/getty
Toppliðin Dortmund og Bayern Munchen fögnuðu bæði sigri í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahóp Augsburg vegna meiðsla en liðið tapaði gegn Stuttgart.



Topplið Dortmund fékk Freiburg í heimsókn. Marco Reus kom Dortmund yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu. Paco Alcacer innsiglaði svo sigur Dortmund með marki í uppbótartíma.



Dortmund heldur toppsæti sínu en liðið hefur verið að spila frábærlega í vetur.



Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen gerðu góða ferð til Bremen þar sem Werder Bremen beið þeirra. Gengi Munchen hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er vetri en þeir komust yfir með marki Serge Gnabry á 20. mínútu.



Yuya Osako jafnaði hins vegar leikinn á 33. mínútu en í upphafi seinni hálfleiks var Gnabry aftur á ferðinni og kom Munchen aftur yfir. Reyndust það vera lokatölur og er Bayern nú í þriðja sæti deildarinnar, níu stigum á eftir Dortmund.



Það var enginn Alfreð Finnbogason í liði Augsburg en hann hefur verið að glíma við meiðsli.



Augsburg heimsótti Stuttgart en mátti þola 1-0 tap. Þá gerðu Hertha Berlin góða ferð til Hannover þar sem liðið vann 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×