Kaldar kveðjur frá Alþýðusambandinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2018 08:30 Bjarg gerði samkomulag við IKEA um innréttingar í íbúðir sínar. Fréttablaðið/Ernir Það eru skrýtin skilaboð frá félagi í eigu ASÍ að útiloka fyrirfram innlenda framleiðendur frá þátttöku í að smíða innréttingar fyrir Bjarg íbúðafélag. Þetta er mat stjórnar Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Bjarg hefur áður þurft að svara gagnrýni fyrir að flytja inn einingahús frá Lettlandi í stað þess að notast við innlenda framleiðslu og verkafólk. Bjarg, sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB, gerði í byrjun nóvember samkomulag við IKEA um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu felst að Bjarg mun „leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma,“ eins og segir í tilkynningu Bjargs. Félagið er með 223 íbúðir í byggingu í Reykjavík og á Akranesi og mörg hundruð íbúðir í undirbúningi víðar.Eyjólfur Eyjólfsson.Innlendir framleiðendur líta hins vegar svo á að í þessu samkomulagi felist ákveðið vantraust á þá, auk þess sem verið sé að flytja út vinnu að óþörfu. „Líklega gefa þeir hjá Bjargi sér að þeir fái innréttingarnar ódýrari í IKEA en vörur þeirra eru að mestum hluta framleiddar í láglaunalöndum í Austur-Evrópu og Asíu,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda og framkvæmdastjóri Axis húsgagna. Málið veki áleitnar spurningar fyrir komandi kjaraviðræður og áhrif launakostnaðar á Íslandi. „Þetta eru skrýtin skilaboð frá ASÍ.“ Fréttablaðið og Ríkisútvarpið fjölluðu í síðustu viku um gagnrýni á að fyrirhuguð uppbygging á Akranesi væri öll unnin með innfluttum einingahúsum frá Lettlandi. Þar var spurt hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að hún þyrfti að flytja viðskipti sín til útlanda. Í Fréttablaðinu í síðustu viku vörðu Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, viðskiptin með einingahúsin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Það eru skrýtin skilaboð frá félagi í eigu ASÍ að útiloka fyrirfram innlenda framleiðendur frá þátttöku í að smíða innréttingar fyrir Bjarg íbúðafélag. Þetta er mat stjórnar Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Bjarg hefur áður þurft að svara gagnrýni fyrir að flytja inn einingahús frá Lettlandi í stað þess að notast við innlenda framleiðslu og verkafólk. Bjarg, sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB, gerði í byrjun nóvember samkomulag við IKEA um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu felst að Bjarg mun „leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma,“ eins og segir í tilkynningu Bjargs. Félagið er með 223 íbúðir í byggingu í Reykjavík og á Akranesi og mörg hundruð íbúðir í undirbúningi víðar.Eyjólfur Eyjólfsson.Innlendir framleiðendur líta hins vegar svo á að í þessu samkomulagi felist ákveðið vantraust á þá, auk þess sem verið sé að flytja út vinnu að óþörfu. „Líklega gefa þeir hjá Bjargi sér að þeir fái innréttingarnar ódýrari í IKEA en vörur þeirra eru að mestum hluta framleiddar í láglaunalöndum í Austur-Evrópu og Asíu,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda og framkvæmdastjóri Axis húsgagna. Málið veki áleitnar spurningar fyrir komandi kjaraviðræður og áhrif launakostnaðar á Íslandi. „Þetta eru skrýtin skilaboð frá ASÍ.“ Fréttablaðið og Ríkisútvarpið fjölluðu í síðustu viku um gagnrýni á að fyrirhuguð uppbygging á Akranesi væri öll unnin með innfluttum einingahúsum frá Lettlandi. Þar var spurt hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að hún þyrfti að flytja viðskipti sín til útlanda. Í Fréttablaðinu í síðustu viku vörðu Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, viðskiptin með einingahúsin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira