Orri Freyr velur plötur ársins 2018 Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2018 15:30 Orri þekkir tónlist mjög vel en hann starfaði lengi vel á X-977. mynd/Atli Þór Einarsson Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Útvarpsmaðurinn Orri Freyr Rúnarsson hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Auður - AfsakanirÓttaðist að verða fyrir vonbrigðum með þessa plötu þar sem allir töluðu svo vel um hana og væntingarnar því miklar. En þetta er einfaldlega besta plata ársins á Íslandi. Frábærar lagsmíðar og textarnir ekki síðri. Bravó!2. Prins Póló - Þriðja kryddiðPrins Póló heldur áfram að dæla út partýplötum. Þessi plata inniheldur allt sem góð Prins Póló plata á að innihalda. Ef ég ætti að velja einn listamann til að semja plötu um líf mitt yrði það Prins Póló, er sá eini sem gæti gert það áhugavert og skondið.3. Valdimar - Sitt sýnist hverjumFull af plötum sem eiga skilið að vera á þessum lista, t.d. JóiP & Króli, GDRN o.fl. En mér finnst þetta vera svo mikil “comeback” plata hjá Valdimar. Það skemmir ekki fyrir að söngvari sveitarinnar er það góður að ég myndi eflaust hlusta á hann raula uppskriftir að örbylgjumat.Erlendar plötur ársins:1. Rolling Blackouts Coastal Fever - Hope Downs Það segir ýmislegt um tónlistarárið erlendis að besta plata ársins er með nokkuð óþekktri ástralskri indie-hljómsveit. Þetta er samt sú plata sem ég set oftast í gang þegar ég vil bara hlusta á eitthvað skemmtilegt og hressandi.2. Jon Hopkins - SingularityÉg er með þá undarlegu reglu að dansa aðeins einu sinni á ári. Hef ekkert dansað það sem af er ári en það breytist um áramótin þegar ég leyfi gestum og gangi að verða vitni að gleðinni undir tónum af Singularity með Jon Hopkins.3. Janelle Monáe - Dirty Computer Þetta er eiginlega hin fullkomna popp-plata. Þetta er platan sem maður setur á þegar að maður ætlar bara að keyra eitthvað út í buskann þangað til að bíllinn verður bensínlaus. Fréttir ársins 2018 Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Útvarpsmaðurinn Orri Freyr Rúnarsson hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Auður - AfsakanirÓttaðist að verða fyrir vonbrigðum með þessa plötu þar sem allir töluðu svo vel um hana og væntingarnar því miklar. En þetta er einfaldlega besta plata ársins á Íslandi. Frábærar lagsmíðar og textarnir ekki síðri. Bravó!2. Prins Póló - Þriðja kryddiðPrins Póló heldur áfram að dæla út partýplötum. Þessi plata inniheldur allt sem góð Prins Póló plata á að innihalda. Ef ég ætti að velja einn listamann til að semja plötu um líf mitt yrði það Prins Póló, er sá eini sem gæti gert það áhugavert og skondið.3. Valdimar - Sitt sýnist hverjumFull af plötum sem eiga skilið að vera á þessum lista, t.d. JóiP & Króli, GDRN o.fl. En mér finnst þetta vera svo mikil “comeback” plata hjá Valdimar. Það skemmir ekki fyrir að söngvari sveitarinnar er það góður að ég myndi eflaust hlusta á hann raula uppskriftir að örbylgjumat.Erlendar plötur ársins:1. Rolling Blackouts Coastal Fever - Hope Downs Það segir ýmislegt um tónlistarárið erlendis að besta plata ársins er með nokkuð óþekktri ástralskri indie-hljómsveit. Þetta er samt sú plata sem ég set oftast í gang þegar ég vil bara hlusta á eitthvað skemmtilegt og hressandi.2. Jon Hopkins - SingularityÉg er með þá undarlegu reglu að dansa aðeins einu sinni á ári. Hef ekkert dansað það sem af er ári en það breytist um áramótin þegar ég leyfi gestum og gangi að verða vitni að gleðinni undir tónum af Singularity með Jon Hopkins.3. Janelle Monáe - Dirty Computer Þetta er eiginlega hin fullkomna popp-plata. Þetta er platan sem maður setur á þegar að maður ætlar bara að keyra eitthvað út í buskann þangað til að bíllinn verður bensínlaus.
Fréttir ársins 2018 Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira