Seinni bylgjan: Arnar Pétursson um ÍBV slúðrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 09:30 Arnar Pétursson og Logi Geirsson grínast í Seinni bylgjunni. Mynd/Stöð 2 Sport Íslandsmeistarar Eyjamanna hafa unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og hafa heldur betur rifið sig í gang eftir brösuga. Arnar Pétursson var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær. Á hann þátt í þessari breytingu á ÍBV-liðinu? „Allt hefur þetta rokið upp hjá ÍBV-liðinu eftir að Arnar Pétursson byrjaði að þjálfa liðið á bak við tjöldin,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í léttum tón og beindi orðum sínum til Arnars. „Nei,“ svaraði Arnar Pétursson hálfvandræðalegur en Logi Geirsson vildi fá alla söguna. „Segðu okkur hvað gekk á þarna. Nú vil ég fá að vita þetta.,“ sagði Logi. „Varstu búinn að undirbúa þetta,“ spurði Arnar til baka. „Ég var ekki búinn að undirbúa neitt,“ sagði Logi og Tómas Þór bætti við: „Það er best að afgreiða þetta mál núna. Hvernig er þetta búið að vera?“ „Það er ekkert til í því að ég sé að skipta mér að þessu. Ég hef ekki verið að skipta mér að þjálfun liðsins í vetur enda erum við tvo frábæra þjálfara. Þetta fór vissulega erfiðlega af stað og við vorum kannski ekki að spila næginlega vel. Við þá er ég að tala um ÍBV,“ sagði Arnar og Logi leyfði sér aðeins að skjóta á hann. „Af hverju komstu ekki bara í ÍBV-treyjunni í settið,“ sagði Logi hlæjandi. „Hvað hélstu að þú værir að fá hingað,“ svaraði Arnar að bragði. „Auðvitað kíki ég reglulega inn í íþróttsalinn enda búinn að þjálfa þessa stráka í níu ár. Það væri frekar fréttnæmt ef ég kæmi ekki inn í salinn,“ sagði Arnar. „Ég læt sjá mig þarna reglulega en ég hef ekki komið nálægt einu eða neinu eða skipt mér eitthvað af þjálfuninni. Við erum með eitt af bestu liðunum sem er að vakna og er að koma til. ÍBV er liðið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna í dag og fara þannig inn í jólafrí. Ég hef ekki neinar áhyggjur af því sem bíður okkar á nýju ári,“ sagði Arnar en það má sjá allt innslagið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Arnar Pétursson um ÍBV slúðrið Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Íslandsmeistarar Eyjamanna hafa unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og hafa heldur betur rifið sig í gang eftir brösuga. Arnar Pétursson var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær. Á hann þátt í þessari breytingu á ÍBV-liðinu? „Allt hefur þetta rokið upp hjá ÍBV-liðinu eftir að Arnar Pétursson byrjaði að þjálfa liðið á bak við tjöldin,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í léttum tón og beindi orðum sínum til Arnars. „Nei,“ svaraði Arnar Pétursson hálfvandræðalegur en Logi Geirsson vildi fá alla söguna. „Segðu okkur hvað gekk á þarna. Nú vil ég fá að vita þetta.,“ sagði Logi. „Varstu búinn að undirbúa þetta,“ spurði Arnar til baka. „Ég var ekki búinn að undirbúa neitt,“ sagði Logi og Tómas Þór bætti við: „Það er best að afgreiða þetta mál núna. Hvernig er þetta búið að vera?“ „Það er ekkert til í því að ég sé að skipta mér að þessu. Ég hef ekki verið að skipta mér að þjálfun liðsins í vetur enda erum við tvo frábæra þjálfara. Þetta fór vissulega erfiðlega af stað og við vorum kannski ekki að spila næginlega vel. Við þá er ég að tala um ÍBV,“ sagði Arnar og Logi leyfði sér aðeins að skjóta á hann. „Af hverju komstu ekki bara í ÍBV-treyjunni í settið,“ sagði Logi hlæjandi. „Hvað hélstu að þú værir að fá hingað,“ svaraði Arnar að bragði. „Auðvitað kíki ég reglulega inn í íþróttsalinn enda búinn að þjálfa þessa stráka í níu ár. Það væri frekar fréttnæmt ef ég kæmi ekki inn í salinn,“ sagði Arnar. „Ég læt sjá mig þarna reglulega en ég hef ekki komið nálægt einu eða neinu eða skipt mér eitthvað af þjálfuninni. Við erum með eitt af bestu liðunum sem er að vakna og er að koma til. ÍBV er liðið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna í dag og fara þannig inn í jólafrí. Ég hef ekki neinar áhyggjur af því sem bíður okkar á nýju ári,“ sagði Arnar en það má sjá allt innslagið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Arnar Pétursson um ÍBV slúðrið
Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira