Forseti Alþingis sáttur við haustþingið Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2018 08:00 Alþingismenn lögðu fram 239 fyrirspurnir til ráðherra á haustþingi. Tæplega helmingnum, eða 103, hefur enn ekki verið svarað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari 149. þing Alþingis var sett annan þriðjudag í septembermánuði. 45 þingfundardögum seinna er þing farið í frí á nýjan leik og kemur ekki saman fyrr en 21. janúar á næsta ári. Alls var fundað á Alþingi Íslendinga í 290 klukkustundir, eða sem samsvarar um 36 vinnudögum. Á þessum 290 klukkustundum voru lögð fram 144 lagafrumvörp í þinginu. 56 þeirra komu frá ríkisstjórn en 88 frumvörp komu frá óbreyttum þingmönnum, formönnum fastanefnda þingsins eða þingnefndum í heild. Á þessum 45 þingfundardögum voru 37 lagafrumvörp samþykkt í þinginu. Aðeins fjögur þingmannamál voru samþykkt, þar af tvö frá forseta þingsins og forsætisráðherra. Aðeins Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson fengu sín frumvörp fram. Birgir um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og Silja Dögg um barnalífeyri. „Við lögðum upp með að standa við starfsáætlun þingsins og það tókst. Það hefur sjaldnast tekist hin síðari ár. Einnig verður að hafa í huga að aldrei stóð þingfundur lengur en til miðnættis og það er líka ánægjuleg nýlunda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins. „Einnig einsettum við okkur það markmið að málaskrá ráðherra myndi standast. Með því var hægt að raða málum lengra fram í tímann og þingmenn gátu því skipulagt tíma sinn betur. Því erum við mjög ánægð með hvernig til tókst.“ Önnur frumvörp óbreyttra þingmanna bíða annars vegar fyrstu umræðu í þingi eða sitja í nefndum þingsins. Eins og tíðkast mun aðeins brotabrot þessara mála koma fyrir þingið aftur til annarrar umræðu en önnur daga uppi í nefndum. Í samtölum við þingmenn undanfarna daga má merkja nokkurn létti með að vera komnir í langt jólafrí fjarri Austurvelli og þingsölunum. Starfsandinn síðustu daga eftir uppljóstrunina á Klaustri hefur að margra mati varpað svo ljótum skugga á þingið að menn hafi átt erfitt með að starfa innan þess. Þingmenn hafa sem aldrei fyrr verið iðnir við fyrirspurnir til ráðherra. Hafa 239 fyrirspurnir verið lagðar fram til svars. Af þessum fjölda hefur 15 verið svarað munnlega og 120 skriflega. Ein fyrirspurn var afturkölluð og því bíða nú 103 fyrirspurnir eftir því að vera svarað efnislega af ráðherrum í ríkisstjórn. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið duglegastur við fyrirspurnaskrifin og hefur sent frá sér rúmlega 30 fyrirspurnir á haustþinginu. Hér áður fyrr tíðkuðust svokallaðar utandagskrárumræður um hin og þessi mál sem þingmenn töldu brýnt að ræða. Þessi dagskrárliður hefur undanfarin ár kallast Sérstakar umræður og áttu 18 slíkar umræður sér stað á þessum 45 þingfundardögum, allt frá umræðum um stöðu iðnnáms til eignarhalds á bújörðum. 94 þingsályktunartillögur báurst þinginu og aðeins níu þeirra voru samþykktar á þinginu. Langflestar þeirra komu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. 53 bíða enn umræðu, langflestar frá óbreyttum þingmönnum í þingsal. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira
149. þing Alþingis var sett annan þriðjudag í septembermánuði. 45 þingfundardögum seinna er þing farið í frí á nýjan leik og kemur ekki saman fyrr en 21. janúar á næsta ári. Alls var fundað á Alþingi Íslendinga í 290 klukkustundir, eða sem samsvarar um 36 vinnudögum. Á þessum 290 klukkustundum voru lögð fram 144 lagafrumvörp í þinginu. 56 þeirra komu frá ríkisstjórn en 88 frumvörp komu frá óbreyttum þingmönnum, formönnum fastanefnda þingsins eða þingnefndum í heild. Á þessum 45 þingfundardögum voru 37 lagafrumvörp samþykkt í þinginu. Aðeins fjögur þingmannamál voru samþykkt, þar af tvö frá forseta þingsins og forsætisráðherra. Aðeins Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson fengu sín frumvörp fram. Birgir um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og Silja Dögg um barnalífeyri. „Við lögðum upp með að standa við starfsáætlun þingsins og það tókst. Það hefur sjaldnast tekist hin síðari ár. Einnig verður að hafa í huga að aldrei stóð þingfundur lengur en til miðnættis og það er líka ánægjuleg nýlunda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins. „Einnig einsettum við okkur það markmið að málaskrá ráðherra myndi standast. Með því var hægt að raða málum lengra fram í tímann og þingmenn gátu því skipulagt tíma sinn betur. Því erum við mjög ánægð með hvernig til tókst.“ Önnur frumvörp óbreyttra þingmanna bíða annars vegar fyrstu umræðu í þingi eða sitja í nefndum þingsins. Eins og tíðkast mun aðeins brotabrot þessara mála koma fyrir þingið aftur til annarrar umræðu en önnur daga uppi í nefndum. Í samtölum við þingmenn undanfarna daga má merkja nokkurn létti með að vera komnir í langt jólafrí fjarri Austurvelli og þingsölunum. Starfsandinn síðustu daga eftir uppljóstrunina á Klaustri hefur að margra mati varpað svo ljótum skugga á þingið að menn hafi átt erfitt með að starfa innan þess. Þingmenn hafa sem aldrei fyrr verið iðnir við fyrirspurnir til ráðherra. Hafa 239 fyrirspurnir verið lagðar fram til svars. Af þessum fjölda hefur 15 verið svarað munnlega og 120 skriflega. Ein fyrirspurn var afturkölluð og því bíða nú 103 fyrirspurnir eftir því að vera svarað efnislega af ráðherrum í ríkisstjórn. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið duglegastur við fyrirspurnaskrifin og hefur sent frá sér rúmlega 30 fyrirspurnir á haustþinginu. Hér áður fyrr tíðkuðust svokallaðar utandagskrárumræður um hin og þessi mál sem þingmenn töldu brýnt að ræða. Þessi dagskrárliður hefur undanfarin ár kallast Sérstakar umræður og áttu 18 slíkar umræður sér stað á þessum 45 þingfundardögum, allt frá umræðum um stöðu iðnnáms til eignarhalds á bújörðum. 94 þingsályktunartillögur báurst þinginu og aðeins níu þeirra voru samþykktar á þinginu. Langflestar þeirra komu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. 53 bíða enn umræðu, langflestar frá óbreyttum þingmönnum í þingsal.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira