Líkamlega örþreytt en andlega hamingjusöm eftir gærdaginn Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2018 06:45 Bára Halldórsdóttir og bakland hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú. Vísir/Vilhelm Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. Fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn Báru vegna hljóðupptökunnar. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór fram á að myndefni úr eftirlitsmyndavélum yrði rannsakað til að varpa ljósi á málið. Þannig megi sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnunum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Bára segir samvisku sína hreina og segir að málið hljóti á einhvern hátt að leysast farsællega. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni að kvöldi dags var hún þreytt. „Ég er þreytt eftir daginn, þetta tekur á fyrir líkamann minn en andlega er ég voðalega hamingjusöm,“ segir Bára. „Þetta var voðalega spes tilfinning að vera í héraðsdómnum. Ég sat þarna og þurfti ekkert að segja neitt. Það var fallegt að sjá svona marga með mér,“ segir Bára. „Til þess að gera svona hluti þarf ég að taka svolítið af lyfjum og það er erfitt fyrir mig að sitja svona lengi og svo stóð ég lengi að tala við blaðamenn bæði fyrir og eftir. Þetta er svolítil vinna fyrir kroppinn minn en það er bara þannig að stundum þarf að gera meira á sumum dögum en öðrum.“ Bára segir þessa daga hafa verið skringilega og að hún hafi ekki búist við því að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í réttarsalinn í gær. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“ spyr Bára. „Ég er ekki smeyk eftir þetta og er bara áhugasöm um að sjá hvað dómarinn kemur með þarna á föstudaginn. Ég finn fyrir svo miklum stuðningi í samfélaginu að þetta hlýtur bara að leysast einhvern veginn.“ Bára segir ólíklegt að þessi vegferð þingmannanna eigi eftir að gera þeim gott. Í raun og veru finnist henni þetta ekki gera neitt nema að draga þeirra málstað niður. „Þetta er voðalega niðurdrepandi hjá þeim. Ég kannski sé þetta bara frá mínu sjónarhorni og kannski er einhver partur þjóðarinnar sem styður þá í þessu og finnst þetta flott hjá þeim en ég er ekkert að rekast mikið á það og sé það ekki sjálf,“ segir Bára Halldórsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. Fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn Báru vegna hljóðupptökunnar. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór fram á að myndefni úr eftirlitsmyndavélum yrði rannsakað til að varpa ljósi á málið. Þannig megi sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnunum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Bára segir samvisku sína hreina og segir að málið hljóti á einhvern hátt að leysast farsællega. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni að kvöldi dags var hún þreytt. „Ég er þreytt eftir daginn, þetta tekur á fyrir líkamann minn en andlega er ég voðalega hamingjusöm,“ segir Bára. „Þetta var voðalega spes tilfinning að vera í héraðsdómnum. Ég sat þarna og þurfti ekkert að segja neitt. Það var fallegt að sjá svona marga með mér,“ segir Bára. „Til þess að gera svona hluti þarf ég að taka svolítið af lyfjum og það er erfitt fyrir mig að sitja svona lengi og svo stóð ég lengi að tala við blaðamenn bæði fyrir og eftir. Þetta er svolítil vinna fyrir kroppinn minn en það er bara þannig að stundum þarf að gera meira á sumum dögum en öðrum.“ Bára segir þessa daga hafa verið skringilega og að hún hafi ekki búist við því að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í réttarsalinn í gær. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“ spyr Bára. „Ég er ekki smeyk eftir þetta og er bara áhugasöm um að sjá hvað dómarinn kemur með þarna á föstudaginn. Ég finn fyrir svo miklum stuðningi í samfélaginu að þetta hlýtur bara að leysast einhvern veginn.“ Bára segir ólíklegt að þessi vegferð þingmannanna eigi eftir að gera þeim gott. Í raun og veru finnist henni þetta ekki gera neitt nema að draga þeirra málstað niður. „Þetta er voðalega niðurdrepandi hjá þeim. Ég kannski sé þetta bara frá mínu sjónarhorni og kannski er einhver partur þjóðarinnar sem styður þá í þessu og finnst þetta flott hjá þeim en ég er ekkert að rekast mikið á það og sé það ekki sjálf,“ segir Bára Halldórsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36
Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59
Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28