Börn senda nektarmyndir á lokaða hópa á Snapchat Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2018 19:15 Undanfarið hefur kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið á borð til sín nokkur mál þar sem krakkar undir lögaldri hópa sig saman í hópa á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem þau eru í leik sem snýst um að mana hvert annað í að senda myndir. Vísir/Getty Dæmi eru um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leik þar sem þau eru mönuð til að senda af sér nektarmyndir á lokaða hópa á samskiptaforritinu Snapchat. Lögreglan hefur fengið nokkrar tilkynningar um málið og segir lögreglufulltrúi málin sérstaklega flókin vegna ungs aldurs gerenda og þolenda og víðtækrar dreifingar myndanna. Undanfarið hefur kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið á borð til sín nokkur mál þar sem krakkar undir lögaldri hópa sig saman í hópa á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem þau eru í leik sem snýst um að mana hvert annað í að senda myndir.Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi í kynferðisafbrotadeild.„Sem leiðir stundum til þess að ákveðnir einstaklingar þekki ekki mörkin fari yfir strikið og eru jafnvel beðin um að senda af sér nektarmynd og senda á grúppuna,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi. Hann segir dæmi um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leiknum. Ævar segist hafa áhyggjur af þessum málum. Þau séu alvarleg enda fari myndirnar í ansi víðtæka dreifingu. „Því miður, um leið og dreifingin á sér stað þá hefur brotið átt sér stað og það getur verið erfitt að stoppa dreifingu á þessu.“ Hann segir að málin séu tilkynnt til lögreglu í gegn um barnaverndaryfirvöld, skólayfirvöld og foreldra. Hann hvetur skólayfirvöld til að vera betur vakandi fyrir þessu. Best sé að grípa inn í sem fyrst. „Og ég hvet foreldra til að fylgjast með notkun barna sinna á snjalltækjum og sérstaklega á þessum miðlum eins og Snapchat og Instagram.“ Ævar segir umrædd vera mál flókin, ekki síst vegna ungs aldurs bæði þolenda og gerenda. „Við rannsökum málið eins og öll önnur mál en málið fer ekki lengri ef viðkomandi er ósakhæfur sökum aldurs. Og þessi mikla dreifing það er það sem einna helst flækir málið heldur,“ segir Ævar Pálmi. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Dæmi eru um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leik þar sem þau eru mönuð til að senda af sér nektarmyndir á lokaða hópa á samskiptaforritinu Snapchat. Lögreglan hefur fengið nokkrar tilkynningar um málið og segir lögreglufulltrúi málin sérstaklega flókin vegna ungs aldurs gerenda og þolenda og víðtækrar dreifingar myndanna. Undanfarið hefur kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið á borð til sín nokkur mál þar sem krakkar undir lögaldri hópa sig saman í hópa á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem þau eru í leik sem snýst um að mana hvert annað í að senda myndir.Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi í kynferðisafbrotadeild.„Sem leiðir stundum til þess að ákveðnir einstaklingar þekki ekki mörkin fari yfir strikið og eru jafnvel beðin um að senda af sér nektarmynd og senda á grúppuna,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi. Hann segir dæmi um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leiknum. Ævar segist hafa áhyggjur af þessum málum. Þau séu alvarleg enda fari myndirnar í ansi víðtæka dreifingu. „Því miður, um leið og dreifingin á sér stað þá hefur brotið átt sér stað og það getur verið erfitt að stoppa dreifingu á þessu.“ Hann segir að málin séu tilkynnt til lögreglu í gegn um barnaverndaryfirvöld, skólayfirvöld og foreldra. Hann hvetur skólayfirvöld til að vera betur vakandi fyrir þessu. Best sé að grípa inn í sem fyrst. „Og ég hvet foreldra til að fylgjast með notkun barna sinna á snjalltækjum og sérstaklega á þessum miðlum eins og Snapchat og Instagram.“ Ævar segir umrædd vera mál flókin, ekki síst vegna ungs aldurs bæði þolenda og gerenda. „Við rannsökum málið eins og öll önnur mál en málið fer ekki lengri ef viðkomandi er ósakhæfur sökum aldurs. Og þessi mikla dreifing það er það sem einna helst flækir málið heldur,“ segir Ævar Pálmi.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira