Forngripur á Alþingi Ellert B. Schram skrifar 18. desember 2018 07:00 Ef einhverjir hafa orðið hissa á endurkomu minni inn á Alþingi, þá get ég sagt, að ég sjálfur hafi undrast mest. Það var skemmtileg jólagjöf. Þingsaga mín er að vísu skrykkjótt. Inn og út, allt frá árinu 1971. Þá yngstur, nú elstur. Mér er sagt að ég sé elstur allra sem setið hafa á þingi og sennilega er ég að spanna, lengsta tíma, frá því að ég settist á Alþingi fyrir 47 árum og þar til nú. Sem sagt: forngripur. Veru minni á Alþingi, í þetta skiptið, er lokið. Ég mætti ekki í fótboltaskónum, til að sparka í einhvern, né heldur í inniskónum, til að slappa af. Ég átti erindi við ríkisstjórnina og fjármálaráðherra, sem ekki var viðstaddur á þriðjudegi, þegar ég fékk tækifæri til að ganga í ræðustól. En hann var við á fimmtudeginum og þá flutti ég að mestu leyti sömu ræðuna, sem beindist að því að fá svar frá fjármálaráðherra um málefni eldri borgara. Það jákvæða sem fram kom í svari ráðherrans, var undirtekt um að beina þurfi sjónum okkar, að þeim sem eru í veikastri stöðu. Bjarni sagði: „Ég hef ávallt talað fyrir því úr þessum stóli, að eftir því sem styrkur okkar vex, til þess að standa betur á bak við þá sem höllum fæti standa.“ Ræðutími minn var tvær mínútur og aftur ein mínúta í andsvari. Þannig að það var erfitt að fara dýpra í þessa umræðu. Svör Bjarna Benediktssonar, voru með mörgum „efum“ en hann tók undir að „beina þurfi sjónum að þeim sem eru í veikustu stöðu“. Kannski gat ég ekki búist við afdráttarlausari svörum. Kannski vaknar samt einhver von um að þessi mál aldraðra verði tekin föstum tökum, þegar þau eru rædd af alvöru. Kannski hefur erindi mitt inn á Alþingi, óvænt uppákoma og rödd úr hópi aldraðra, einhver áhrif. Mér þótti vænt um að Bjarni skyldi taka undir „þetta göfuga markmið sem háttvirtur þingmaður lýsir hér“. Ég gat líka, í þessari heimsókn í þingið, lagt fram tvær fyrirspurnir, er varða eldri borgara, sem mun verða svarað innan fimmtán daga. Með því að bjóða mig fram í síðustu kosningum og komast inn á þing í nokkra daga er það ábending frá mér að eldri borgarar eigi erindi inn á þingið og það fleiri en einn. Veru minni á Alþingi er lokið. Að minnsta kosti í þetta skiptið. En ég hafði gaman af þessu, mér var vel tekið og ég fann fyrir kurteisi, ánægju og virðingu meðal annarra þingmanna. Ég hef líka fundið fyrir gleði og þakklæti hjá fólki hér og hvar og samstöðu og stuðningi. Handabönd og bros. Fyrir það vil ég þakka. Nær tvö þúsund manns hafa sent mér „like“. Ég get ekki svarað þeim öllum, en geri það núna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og komandi árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ef einhverjir hafa orðið hissa á endurkomu minni inn á Alþingi, þá get ég sagt, að ég sjálfur hafi undrast mest. Það var skemmtileg jólagjöf. Þingsaga mín er að vísu skrykkjótt. Inn og út, allt frá árinu 1971. Þá yngstur, nú elstur. Mér er sagt að ég sé elstur allra sem setið hafa á þingi og sennilega er ég að spanna, lengsta tíma, frá því að ég settist á Alþingi fyrir 47 árum og þar til nú. Sem sagt: forngripur. Veru minni á Alþingi, í þetta skiptið, er lokið. Ég mætti ekki í fótboltaskónum, til að sparka í einhvern, né heldur í inniskónum, til að slappa af. Ég átti erindi við ríkisstjórnina og fjármálaráðherra, sem ekki var viðstaddur á þriðjudegi, þegar ég fékk tækifæri til að ganga í ræðustól. En hann var við á fimmtudeginum og þá flutti ég að mestu leyti sömu ræðuna, sem beindist að því að fá svar frá fjármálaráðherra um málefni eldri borgara. Það jákvæða sem fram kom í svari ráðherrans, var undirtekt um að beina þurfi sjónum okkar, að þeim sem eru í veikastri stöðu. Bjarni sagði: „Ég hef ávallt talað fyrir því úr þessum stóli, að eftir því sem styrkur okkar vex, til þess að standa betur á bak við þá sem höllum fæti standa.“ Ræðutími minn var tvær mínútur og aftur ein mínúta í andsvari. Þannig að það var erfitt að fara dýpra í þessa umræðu. Svör Bjarna Benediktssonar, voru með mörgum „efum“ en hann tók undir að „beina þurfi sjónum að þeim sem eru í veikustu stöðu“. Kannski gat ég ekki búist við afdráttarlausari svörum. Kannski vaknar samt einhver von um að þessi mál aldraðra verði tekin föstum tökum, þegar þau eru rædd af alvöru. Kannski hefur erindi mitt inn á Alþingi, óvænt uppákoma og rödd úr hópi aldraðra, einhver áhrif. Mér þótti vænt um að Bjarni skyldi taka undir „þetta göfuga markmið sem háttvirtur þingmaður lýsir hér“. Ég gat líka, í þessari heimsókn í þingið, lagt fram tvær fyrirspurnir, er varða eldri borgara, sem mun verða svarað innan fimmtán daga. Með því að bjóða mig fram í síðustu kosningum og komast inn á þing í nokkra daga er það ábending frá mér að eldri borgarar eigi erindi inn á þingið og það fleiri en einn. Veru minni á Alþingi er lokið. Að minnsta kosti í þetta skiptið. En ég hafði gaman af þessu, mér var vel tekið og ég fann fyrir kurteisi, ánægju og virðingu meðal annarra þingmanna. Ég hef líka fundið fyrir gleði og þakklæti hjá fólki hér og hvar og samstöðu og stuðningi. Handabönd og bros. Fyrir það vil ég þakka. Nær tvö þúsund manns hafa sent mér „like“. Ég get ekki svarað þeim öllum, en geri það núna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og komandi árs.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun