Lýsir ljúfara viðmóti en kolleginn á Akureyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2018 15:00 Svona var umhorfs á höfuðborgarsvæðinu snemma árs í fyrra. Þá hefur eflaust verið mikið að gera hjá snjómokstursmönnum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Garðlistar, sem sinnir snjómokstri á höfuðborgarsvæðinu, segir borgarbúa langoftast sýna starfsmönnum sínum skilning við moksturinn. Þá sé upplifunin almennt þannig að snjómokstursmenn vinni „þakklátt starf“ yfir veturinn. Rúnar Ingi Árdal, snjómokstursmaður á Akureyri, greindi í gær frá erfiðum vinnuaðstæðum starfsstéttarinnar og köldu viðmóti Akureyringa sem nýta sér þjónustuna. Hann sagði snjómokstur „vanþakklátasta starf sem hann hefði unnið“ og lýsti því hvernig fólk agnúast stöðugt út í vinnubrögð mokstursmanna, veifi framan í þá „miðfingrinum“ og ljúgi jafnvel til að fá þjónustu.Starfið almennt „þakklátt“ Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri og eigandi Garðlistar sem sinnt hefur snjómokstri á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki kannast við svo erfitt viðmót innan borgarmarkanna. Hann segir í samtali við Vísi að almennt mæti starfsmenn góðum skilningi frá borgarbúum við moksturinn. Garðlist hefur mokað snjó á göngustígum fyrir Reykjavíkurborg frá árinu 2004, auk þess sem fyrirtækið hefur sinnt snjómokstri fyrir húsfélög, fyrirtæki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. „Almennt er náttúrulega bara mjög góður skilningur á þjónustunni, það vita flestir að við erum að moka til að létta lífið fyrir þá,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „En það reynir rosalega á starfsfólk þegar það fær neikvætt viðhorf. Fólk er þreytt og búið að vera lengi að vinna, og upplifunin af mótlætinu einhvern veginn meiri. Einn fúll hefur stundum meiri áhrif en tíu, tuttugu ánægðir.“ Hann viðurkennir þó að töluvert minna hafi verið að gera í mokstrinum á höfuðborgarsvæðinu þennan veturinn en á Akureyri, þar sem snjódýptarmet var slegið í nóvember. Starfsmenn Brynjars á höfuðborgarsvæðinu hafa þó upplifað „stóra daga“, líkt og fyrir um tveimur árum í Reykjavík. Þá sátu snjómokstursmennirnir sjálfir til að mynda fastir á stofnbrautum á leið í moksturinn.Það snjóar víst stundum líka í höfuðborginni, og þá þarf að moka.Mynd/garðlist„Þá var öll borgin bara stopp. En fólk var aftur almennt bara rosalega þakklátt og skildi að það væri ekki hægt að ryðja allt á sama tíma,“ segir Brynjar. „Þetta er skrýtin þjónusta og skrýtinn „business“. Það er mikið að gera þegar snjóar og það þarf að framkvæma allt á sama tíma. En þetta er ofboðslega gaman, og upplifunin er þannig, af því að við erum að létta fólki lífið, að almennt er þetta þakklátt starf.“„Við búum nú einu sinni á Íslandi“ Jón Halldór Jónasson upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að umhverfis- og skipulagssvið, sem snjómokstur heyrir undir, að eitt og annað geti komið upp á er lýtur að gagnrýni á moksturinn. „Við fáum að sjálfsögðu oft ábendingar um þjónustuna og þá skiptir máli hvort fólk sé að gagnrýna skipulag vinnunnar eða hvernig við innum hana af hendi,“ segir Jón Halldór og bendir á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem áhugasamir geta kynnt sér skipulag vinnunnar, snjóvaktina og forgangsröðun hennar. „Síðan þegar kemur að framkvæmdinni getur eitt og annað komið uppá og þá biðjum við fólk um að sýna skilning. Á hinum fullkomna degi þegar góð samstilling næst við máttarvöldin og hvorki frýs né bætir í snjó eftir að búið er að skafa eða sanda gengur áætlunin eftir. Reynslan hefur þó kennt okkur að oft þarf að fara aftur á byrjunarreit og þá reynir á að íbúar sýni skilning á aðstæðum og skilji að tímaáætlanir geta gengið úr skorðum. Við búum nú einu sinni á Íslandi.“ Veður Tengdar fréttir Veifa „miðfingrinum“ framan í snjómokstursmenn og ljúga til um fötluð börn Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. 17. desember 2018 07:48 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Garðlistar, sem sinnir snjómokstri á höfuðborgarsvæðinu, segir borgarbúa langoftast sýna starfsmönnum sínum skilning við moksturinn. Þá sé upplifunin almennt þannig að snjómokstursmenn vinni „þakklátt starf“ yfir veturinn. Rúnar Ingi Árdal, snjómokstursmaður á Akureyri, greindi í gær frá erfiðum vinnuaðstæðum starfsstéttarinnar og köldu viðmóti Akureyringa sem nýta sér þjónustuna. Hann sagði snjómokstur „vanþakklátasta starf sem hann hefði unnið“ og lýsti því hvernig fólk agnúast stöðugt út í vinnubrögð mokstursmanna, veifi framan í þá „miðfingrinum“ og ljúgi jafnvel til að fá þjónustu.Starfið almennt „þakklátt“ Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri og eigandi Garðlistar sem sinnt hefur snjómokstri á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki kannast við svo erfitt viðmót innan borgarmarkanna. Hann segir í samtali við Vísi að almennt mæti starfsmenn góðum skilningi frá borgarbúum við moksturinn. Garðlist hefur mokað snjó á göngustígum fyrir Reykjavíkurborg frá árinu 2004, auk þess sem fyrirtækið hefur sinnt snjómokstri fyrir húsfélög, fyrirtæki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. „Almennt er náttúrulega bara mjög góður skilningur á þjónustunni, það vita flestir að við erum að moka til að létta lífið fyrir þá,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „En það reynir rosalega á starfsfólk þegar það fær neikvætt viðhorf. Fólk er þreytt og búið að vera lengi að vinna, og upplifunin af mótlætinu einhvern veginn meiri. Einn fúll hefur stundum meiri áhrif en tíu, tuttugu ánægðir.“ Hann viðurkennir þó að töluvert minna hafi verið að gera í mokstrinum á höfuðborgarsvæðinu þennan veturinn en á Akureyri, þar sem snjódýptarmet var slegið í nóvember. Starfsmenn Brynjars á höfuðborgarsvæðinu hafa þó upplifað „stóra daga“, líkt og fyrir um tveimur árum í Reykjavík. Þá sátu snjómokstursmennirnir sjálfir til að mynda fastir á stofnbrautum á leið í moksturinn.Það snjóar víst stundum líka í höfuðborginni, og þá þarf að moka.Mynd/garðlist„Þá var öll borgin bara stopp. En fólk var aftur almennt bara rosalega þakklátt og skildi að það væri ekki hægt að ryðja allt á sama tíma,“ segir Brynjar. „Þetta er skrýtin þjónusta og skrýtinn „business“. Það er mikið að gera þegar snjóar og það þarf að framkvæma allt á sama tíma. En þetta er ofboðslega gaman, og upplifunin er þannig, af því að við erum að létta fólki lífið, að almennt er þetta þakklátt starf.“„Við búum nú einu sinni á Íslandi“ Jón Halldór Jónasson upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að umhverfis- og skipulagssvið, sem snjómokstur heyrir undir, að eitt og annað geti komið upp á er lýtur að gagnrýni á moksturinn. „Við fáum að sjálfsögðu oft ábendingar um þjónustuna og þá skiptir máli hvort fólk sé að gagnrýna skipulag vinnunnar eða hvernig við innum hana af hendi,“ segir Jón Halldór og bendir á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem áhugasamir geta kynnt sér skipulag vinnunnar, snjóvaktina og forgangsröðun hennar. „Síðan þegar kemur að framkvæmdinni getur eitt og annað komið uppá og þá biðjum við fólk um að sýna skilning. Á hinum fullkomna degi þegar góð samstilling næst við máttarvöldin og hvorki frýs né bætir í snjó eftir að búið er að skafa eða sanda gengur áætlunin eftir. Reynslan hefur þó kennt okkur að oft þarf að fara aftur á byrjunarreit og þá reynir á að íbúar sýni skilning á aðstæðum og skilji að tímaáætlanir geta gengið úr skorðum. Við búum nú einu sinni á Íslandi.“
Veður Tengdar fréttir Veifa „miðfingrinum“ framan í snjómokstursmenn og ljúga til um fötluð börn Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. 17. desember 2018 07:48 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Veifa „miðfingrinum“ framan í snjómokstursmenn og ljúga til um fötluð börn Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. 17. desember 2018 07:48