Inga Lísa er fjölkær: Gaf hverjum maka tvo daga í viku Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2018 16:00 Uppfært: 21:45 Innslaginu hefur verið bætt við hér að ofan. „Þetta getur orðið rosalega flókið net af fólki sem tengist allt í gegnum eina eða tvær manneskjur. Stundum ertu í sambandi með tveimur manneskjum og þau eru líka í sambandi, þá er þetta þríhyrningur,“ segir Inga Lísa Hansen. Hún og unnustinn hennar, Már Jóhann Löve, eru fjölkær. Það þýðir að þau geta verið ástfangin af og í sambandi með meira en einni manneskju í einu. Akureyringurinn Inga Lísa ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær.Fannst þetta nokkuð góð hugmynd „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann semsagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa. Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“Gaf hverjum maka tvo daga í viku Hún var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin. „Þá reyndi ég að skipta því svolítið á milli bara, ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga. Svo átti ég einn dag fyrir mig.“ Í dag eru þau Már hins vegar trúlofuð og búa með tveimur fallegum læðum í íbúð í Efra-Breiðholti. Þrátt fyrir að vera aðeins tvö í sambandinu eins og stendur segjast þau bæði opin fyrir því að fleiri bætist við. Rætt verður við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Uppfært: 21:45 Innslaginu hefur verið bætt við hér að ofan. „Þetta getur orðið rosalega flókið net af fólki sem tengist allt í gegnum eina eða tvær manneskjur. Stundum ertu í sambandi með tveimur manneskjum og þau eru líka í sambandi, þá er þetta þríhyrningur,“ segir Inga Lísa Hansen. Hún og unnustinn hennar, Már Jóhann Löve, eru fjölkær. Það þýðir að þau geta verið ástfangin af og í sambandi með meira en einni manneskju í einu. Akureyringurinn Inga Lísa ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær.Fannst þetta nokkuð góð hugmynd „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann semsagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa. Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“Gaf hverjum maka tvo daga í viku Hún var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin. „Þá reyndi ég að skipta því svolítið á milli bara, ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga. Svo átti ég einn dag fyrir mig.“ Í dag eru þau Már hins vegar trúlofuð og búa með tveimur fallegum læðum í íbúð í Efra-Breiðholti. Þrátt fyrir að vera aðeins tvö í sambandinu eins og stendur segjast þau bæði opin fyrir því að fleiri bætist við. Rætt verður við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira