Þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2018 11:00 Óðinn Þór Ríkharðsson. Fréttablaðið/Eyþór Óðinn Þór Ríkharðsson hefur fundið sig vel á sínu fyrsta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu GOG. Hann hefur þurft að venjast öðruvísi leikstíl en þegar hann lék á Íslandi og fær ekki jafn mörg hraðaupphlaup. GOG er í toppbaráttu og stefnan er sett á að vinna titla í vetur. Óðin dreymir um að komast á HM. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þegar GOG bar sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg, 19-24, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óðinn hefur leikið vel með GOG að undanförnu og var m.a. valinn í lið 16. umferðar dönsku deildarinnar eftir frammistöðu sína í 31-26 sigri á Mors-Thy þar sem hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. GOG hefur leikið vel í vetur og situr í 2. sæti dönsku deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Aalborg. Óðinn kveðst ánægður með hvernig fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hefur farið af stað. „Ég er mjög sáttur. Við höfum verið flottir og mér finnst mér hafa gengið vel. Þetta er mjög þægilegt hérna og við erum í toppbaráttu eins og við stefndum að,“ sagði Óðinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að GOG og danska deildin hafi staðist sínar væntingar og gott betur. „Algjörlega og umfram það. Deildin er mjög sterk og jafnvel sterkari en ég hélt,“ sagði Óðinn sem lék með FH áður en hann hélt út til Danmerkur. Þegar hornamaðurinn markheppni samdi við GOG talaði hann um að leikstíll liðsins hentaði sér vel. GOG spilaði hratt og á háu tempói og fyrir vikið væru hraðaupphlaupin mörg. Óðinn segir þó að hann fái ekki jafn mörg færi í hraðaupphlaupum og hann gerði hér heima þar sem meirihluti marka hans komu úr hröðum sóknum. Þess í stað fengi hann fleiri færi úr horninu í uppstilltum sóknarleik en hér heima. „Við spilum hratt og það hentar mér vel. En þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan og á Íslandi. Ég fæ fleiri færi úr horninu en þetta er samt mesta hraðaupphlaupsliðið í dönsku deildinni,“ sagði Óðinn. Hann kveðst ánægður með hvernig gengið hefur að nýta færin sem hann fær í uppstilltum sóknum. Óðinn hefur alls skorað 54 mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. Skotnýtingin er 74%. Eins og áður segir er GOG aðeins einu stigi frá toppsæti dönsku deildarinnar. Óðinn segir að liðið stefni hátt. „Aðalmarkmiðið er að vinna titil í vetur og við ætlum að gera það,“ sagði Óðinn. GOG á tvo leiki eftir áður en jóla- og HM-fríið tekur við, einn í deild og einn í bikar. Óðinn var valinn í 28 manna HM-hóp Guðmundar Guðmundssonar. Hann vonast að sjálfsögðu til að vera í 16 manna hópnum sem fer á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. „Ég hef allavega spilað vel og er í góðu liði. Ég vona bara það besta og þetta kemur í ljós. En draumurinn er að komast á HM,“ sagði Óðinn sem er einn þriggja hægri hornamanna í 28 manna hópnum, ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni og Sigvalda Guðjónssyni. Tuttugu manna æfingahópur landsliðsins verður tilkynntur á miðvikudaginn. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur fundið sig vel á sínu fyrsta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu GOG. Hann hefur þurft að venjast öðruvísi leikstíl en þegar hann lék á Íslandi og fær ekki jafn mörg hraðaupphlaup. GOG er í toppbaráttu og stefnan er sett á að vinna titla í vetur. Óðin dreymir um að komast á HM. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þegar GOG bar sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg, 19-24, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óðinn hefur leikið vel með GOG að undanförnu og var m.a. valinn í lið 16. umferðar dönsku deildarinnar eftir frammistöðu sína í 31-26 sigri á Mors-Thy þar sem hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. GOG hefur leikið vel í vetur og situr í 2. sæti dönsku deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Aalborg. Óðinn kveðst ánægður með hvernig fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hefur farið af stað. „Ég er mjög sáttur. Við höfum verið flottir og mér finnst mér hafa gengið vel. Þetta er mjög þægilegt hérna og við erum í toppbaráttu eins og við stefndum að,“ sagði Óðinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að GOG og danska deildin hafi staðist sínar væntingar og gott betur. „Algjörlega og umfram það. Deildin er mjög sterk og jafnvel sterkari en ég hélt,“ sagði Óðinn sem lék með FH áður en hann hélt út til Danmerkur. Þegar hornamaðurinn markheppni samdi við GOG talaði hann um að leikstíll liðsins hentaði sér vel. GOG spilaði hratt og á háu tempói og fyrir vikið væru hraðaupphlaupin mörg. Óðinn segir þó að hann fái ekki jafn mörg færi í hraðaupphlaupum og hann gerði hér heima þar sem meirihluti marka hans komu úr hröðum sóknum. Þess í stað fengi hann fleiri færi úr horninu í uppstilltum sóknarleik en hér heima. „Við spilum hratt og það hentar mér vel. En þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan og á Íslandi. Ég fæ fleiri færi úr horninu en þetta er samt mesta hraðaupphlaupsliðið í dönsku deildinni,“ sagði Óðinn. Hann kveðst ánægður með hvernig gengið hefur að nýta færin sem hann fær í uppstilltum sóknum. Óðinn hefur alls skorað 54 mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. Skotnýtingin er 74%. Eins og áður segir er GOG aðeins einu stigi frá toppsæti dönsku deildarinnar. Óðinn segir að liðið stefni hátt. „Aðalmarkmiðið er að vinna titil í vetur og við ætlum að gera það,“ sagði Óðinn. GOG á tvo leiki eftir áður en jóla- og HM-fríið tekur við, einn í deild og einn í bikar. Óðinn var valinn í 28 manna HM-hóp Guðmundar Guðmundssonar. Hann vonast að sjálfsögðu til að vera í 16 manna hópnum sem fer á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. „Ég hef allavega spilað vel og er í góðu liði. Ég vona bara það besta og þetta kemur í ljós. En draumurinn er að komast á HM,“ sagði Óðinn sem er einn þriggja hægri hornamanna í 28 manna hópnum, ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni og Sigvalda Guðjónssyni. Tuttugu manna æfingahópur landsliðsins verður tilkynntur á miðvikudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira