Aðeins einu máli verið vísað til lögreglunnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. desember 2018 06:15 Embætti Landlæknis hefur aðeins vísað einu máli til lögreglu á síðustu þremur árum vegna gruns um misferli læknis með fíknilyf. Fréttablaðið/Anton Brink Einu máli hefur verið vísað til lögreglu vegna gruns um refsiverða háttsemi læknis í tengslum við lyfjaávísanir á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í svari frá Landlæknisembættinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom einnig fram að lögregla hefði aðeins fengið eitt mál á sitt borð á undanförnum árum. Til samanburðar hefur lögregla haft tugi mála til rannsóknar varðandi innflutning á fíknilyfjum til landsins en í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Karl Steinar Valsson að fjörutíu slík mál hefðu verið tekin til rannsóknar frá áramótum. „Mér finnst líklegast að nær öll þessi lyf og langflest komi úr apótekum á Íslandi og ekkert sem bendir sérstaklega til að það sé mikill innflutningur á lyfjum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en fjörutíu prósent þeirra sem svöruðu verðkönnun SÁÁ í nóvember, höfðu keypt lyfseðilskyld lyf á svörtum markaði. „Þessi mál verða að koma til okkar til að við getum hafið rannsókn og við verðum því að stóla á eftirlitsaðilana, Landlækni og hugsanlega Lyfjastofnun,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi ekki tjá sig um mál þess læknis sem vísað var til lögreglu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið enn til rannsóknar og hefur meðal annars verið framkvæmd húsleit á læknastofu hins grunaða. Í svari Landlæknis við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur einnig fram að fjórir af rúmlega þrjú þúsund læknum með lækningaleyfi hafi ekki leyfi til að ávísa lyfjum og einn að auki hafi takmarkað leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Þá séu einnig dæmi um lækna sem hafa misst leyfið en fengið það aftur og starfi undir eftirliti yfirlækna. Embættinu reyndist ekki unnt að veita upplýsingar um fjölda lækna sem fengið höfðu áminningu frá embættinu en í frétt Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins kom fram að fjörutíu læknar hafi fengið bréf frá embættinu á árinu með athugasemdum um lyfjaávísanir þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Einu máli hefur verið vísað til lögreglu vegna gruns um refsiverða háttsemi læknis í tengslum við lyfjaávísanir á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í svari frá Landlæknisembættinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom einnig fram að lögregla hefði aðeins fengið eitt mál á sitt borð á undanförnum árum. Til samanburðar hefur lögregla haft tugi mála til rannsóknar varðandi innflutning á fíknilyfjum til landsins en í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Karl Steinar Valsson að fjörutíu slík mál hefðu verið tekin til rannsóknar frá áramótum. „Mér finnst líklegast að nær öll þessi lyf og langflest komi úr apótekum á Íslandi og ekkert sem bendir sérstaklega til að það sé mikill innflutningur á lyfjum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en fjörutíu prósent þeirra sem svöruðu verðkönnun SÁÁ í nóvember, höfðu keypt lyfseðilskyld lyf á svörtum markaði. „Þessi mál verða að koma til okkar til að við getum hafið rannsókn og við verðum því að stóla á eftirlitsaðilana, Landlækni og hugsanlega Lyfjastofnun,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi ekki tjá sig um mál þess læknis sem vísað var til lögreglu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið enn til rannsóknar og hefur meðal annars verið framkvæmd húsleit á læknastofu hins grunaða. Í svari Landlæknis við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur einnig fram að fjórir af rúmlega þrjú þúsund læknum með lækningaleyfi hafi ekki leyfi til að ávísa lyfjum og einn að auki hafi takmarkað leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Þá séu einnig dæmi um lækna sem hafa misst leyfið en fengið það aftur og starfi undir eftirliti yfirlækna. Embættinu reyndist ekki unnt að veita upplýsingar um fjölda lækna sem fengið höfðu áminningu frá embættinu en í frétt Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins kom fram að fjörutíu læknar hafi fengið bréf frá embættinu á árinu með athugasemdum um lyfjaávísanir þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira