Ekkert er þó gefið upp um söguþráðinn svo þeir aðdáendur sem bíða í ofvæni eftir því að vita meira þurfa að bíða eftir fyrstu stiklunni sem er væntanleg ef marka má kitluna.
Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en sýningum á þáttaröðinni var hætt árið 2015. Í júlí síðastliðnum var svo staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar og fóru tökur fram í haust.
Í Downton Abbey-myndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði líkt og gert var í þáttunum.
Michelle Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið.