Lífið

Falin perla í miðborginni og kaupverðið fimm milljónum króna undir fasteignamati

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínasta íbúð við Leifsgötu.
Fínasta íbúð við Leifsgötu.
Lind Fasteignasala er með nokkuð athyglisverða eign á söluskrá  við Leifsgötu í 101 Reykjavík.

Um er að ræða rúmgóða og bjarta þriggja herbergja íbúð á annarri og efstu hæð í þríbýlishúsi að Leifsgötu 22.

Íbúðin er um hundrað fermetrar að stærð og var húsið byggt árið 1933 en ásett verð er 39,9 milljónir. Það sem er athyglisvert við kaupverðið er að fasteignamatið er 45,1 milljón.

Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni en þar er nýtt parket á gólfi og eignin nýmáluð.

Hér að  neðan má sjá myndir úr íbúðinni.

Húsið var byggt árið 1933.
Setustofan og sjónvarpsholið bjart og skemmtilegt svæði.
Opið er á milli setustofu og borðstofu.
Borðstofan falleg og opin.
Hjónaherbergið er nokkuð stórt.
Flísalagt á ganginum og inni í eldhúsinu.
Stutt í Hallgrímskirkju. Eign á besta stað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×