Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2018 13:00 Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. Getty/Santiago Felipe Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra sem hlaut tilnefningu til Grammy verðlauna í síðustu viku. Björk er tilnefnd fyrir bestu plötuna í flokki framsækinnar tónlistar (e. Alternative music) fyrir plötuna Utopia. Þetta er í fimmtánda sinn sem Björk er tilnefnd til Grammy verðlauna, einna virtustu tónlistarverðlauna í heimi en hún hefur þó aldrei unnið. Síðast var hún tilnefnd í sama flokki árið 2016 fyrir plötuna Vulnicura. Plöturnar Biophilia, Volta, Medúlla og Vespertine hafa einnig verið tilnefndar í sama flokki. Þá hefur hún fjórum sinnum hlotið tilnefningu fyrir besta tónlistarmyndband fyrir Human Behaviour, It‘s Oh So Quiet, Bachelorette og All Is Full Of Love.Fyrir plöturnar Post og Homogenic var hún tilnefnd fyrir besta flutning í flokki framsækinnar tónlistar. Þá var hún tilnefnd fyrir besta poppflutning í kvennaflokki fyrir lagið Oceania og fyrir lögin Overture og I‘ve Seen It All var hún tilnefnd fyrir besta hljóðfæraleik í poppflokki. Björk er þó ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað hjá bandarísku tónlistar akademíunni þetta árið en Sara Nassim er tilnefnd fyrir besta tónlistarmyndbandið en hún framleiddi myndband við lagið Mumbo Jumbo með Tierra Whack. Björk Grammy Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra sem hlaut tilnefningu til Grammy verðlauna í síðustu viku. Björk er tilnefnd fyrir bestu plötuna í flokki framsækinnar tónlistar (e. Alternative music) fyrir plötuna Utopia. Þetta er í fimmtánda sinn sem Björk er tilnefnd til Grammy verðlauna, einna virtustu tónlistarverðlauna í heimi en hún hefur þó aldrei unnið. Síðast var hún tilnefnd í sama flokki árið 2016 fyrir plötuna Vulnicura. Plöturnar Biophilia, Volta, Medúlla og Vespertine hafa einnig verið tilnefndar í sama flokki. Þá hefur hún fjórum sinnum hlotið tilnefningu fyrir besta tónlistarmyndband fyrir Human Behaviour, It‘s Oh So Quiet, Bachelorette og All Is Full Of Love.Fyrir plöturnar Post og Homogenic var hún tilnefnd fyrir besta flutning í flokki framsækinnar tónlistar. Þá var hún tilnefnd fyrir besta poppflutning í kvennaflokki fyrir lagið Oceania og fyrir lögin Overture og I‘ve Seen It All var hún tilnefnd fyrir besta hljóðfæraleik í poppflokki. Björk er þó ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað hjá bandarísku tónlistar akademíunni þetta árið en Sara Nassim er tilnefnd fyrir besta tónlistarmyndbandið en hún framleiddi myndband við lagið Mumbo Jumbo með Tierra Whack.
Björk Grammy Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira