Sport

Sara hækkaði sig um tvö sæti en Björgvin Karl datt niður um eitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er komin upp í fjórða sætið eftir fjórðu grein á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí. Björgvin Karl Guðmundsson datt niður í þriðja sætið.

Björgvin Karl Guðmundsson missti heimsmeistarann Mathew Fraser upp fyrir sig eftir fjórðu greinina sem var snörun. Björgvin Karl var í 2. sæti á undan Fraser en Frasar vann grein fjögur og komst í toppsætið.

Björgvin Karl Guðmundsson lyfti 130 kílóum og varð sjötti í greininni. Hann fékk fyrir það 75 stig og er þar með kominn með 318 stig eftir fjórar greinar. Mathew Fraser lyfti 137 kílóum.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð níunda í snöruninni og sitin 69 sem hún fékk fyrir það koma henni úr sjötta sæti upp í það fjórða. Sara er nú komin með 293 stig og er nú 25 stigum frá palli (Jamie Greene 318 stig) og 31 stigi á eftir Samönthu Briggs sem er efst með 324 stig.

Þriðji íslenski keppandinn í mótinu er Oddrún Eik Gylfadóttir. Eik var í níunda sæti fyrir fjórðu grein en datt niður í þrettánda sæti. Hún lyfti 77 kílóumn sem var 26. besti árangurinn og gaf henni 40 stig. Eik er með 239 stig eða 54 stigum minna en Sara.

Fimmta og sjötta greinin fara líka fram í dag. Næst á dagskránni er fjölbreytt æfingaröð þar sem keppendur bera meðal annars þungt járnvirki tuttugu metra á herðunum, lyfta sér fimmtán sinnum upp í handstöðu, gera æfinga í hringjum og hoppa fimmtán sinnum yfir kassa.






Tengdar fréttir

Björgvin Karl upp í annað sætið eftir eyðimerkurhlaupið

Björgvin Karl Guðmundsson hækkaði sig um eitt sæti á öðrum keppnisdeginum á Crossfit mótinu í Dúbaí en mótið heitir Dubai CrossFit Championship. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er áfram í sjötta sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er níunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×