Ganga hvorki erinda fíknar né kannabiskapítalista Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. desember 2018 08:30 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við þingsályktunartillögu Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps segir að áróður fyrir lögleiðingu kannabisefna sé borinn uppi af þeim sem hyggist græða á sölunni og kannabisfíklum. Halldóra Mogensen sver allt slíkt tal af sér. „Ég legg þessa þingsályktunartillögu fram fyrst og fremst út af því að ég verð vör við að það er fólk í samfélaginu sem er að kalla eftir þessu, sem er að nýta sér þetta og er að gera það ólöglega,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps, sem líklega er betur þekktur sem kannabis. Þegar hafa borist nokkrar umsagnir við tillöguna sem nú er í velferðarnefnd sem Halldóra veitir formennsku. Umsagnir Krabbameinsfélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, lækna og fleiri hafa almennt verið neikvæðar. Í það minnsta er varað við að tillagan verði samþykkt í núverandi mynd. Fáir ganga þó lengra í fordæmingu sinni á hugmyndinni um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi en Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, og Kristján Linnet lyfjafræðingur í nokkuð harðorðri umsögn sem þeir skrifa fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir meðal annars: „Nú fer um heiminn bylgja áróðurs fyrir lögleiðingu kannabis sem löglegs fíkniefnis sem borin er uppi af hagsmunaaðilum sem hyggjast græða á sölu þess og að einhverju leyti af fólki sem haldið er tetrahýdrókannabínol-fíkn. Það er gjarna gert undir því yfirskini að um gagnlegt lyf sé að ræða.“ Enn fremur að það að leyfa ræktun og notkun svokallaðs „lyfjahamps“ sé „augljóslega fyrst og fremst sett fram í þeim tilgangi að leyfa sölu ávanabindandi vímuefnis. Heilsugæslan varar við afleiðingunum af því, versnandi lýðheilsu og miklum kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.“ Halldóra vísar því á bug að ganga erinda kannabiskapítalista sem ætli sér að hagnast á sölunni. „Ég er aðallega að hugsa um veikt fólk sem vill geta nýtt sér þetta lyf og er að ganga út frá þeim mikla fjölda rannsókna sem er til staðar og hvernig hvert landið á fætur öðru er farið að lögleiða þetta til lækninga. Það er eina ástæðan fyrir því að ég legg þetta fram. Mér er ekkert hugað um hvernig bissnessinn verður, enda legg ég útfærsluna algjörlega í hendur heilbrigðisráðherra,“ segir Halldóra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57 Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45 Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við þingsályktunartillögu Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps segir að áróður fyrir lögleiðingu kannabisefna sé borinn uppi af þeim sem hyggist græða á sölunni og kannabisfíklum. Halldóra Mogensen sver allt slíkt tal af sér. „Ég legg þessa þingsályktunartillögu fram fyrst og fremst út af því að ég verð vör við að það er fólk í samfélaginu sem er að kalla eftir þessu, sem er að nýta sér þetta og er að gera það ólöglega,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps, sem líklega er betur þekktur sem kannabis. Þegar hafa borist nokkrar umsagnir við tillöguna sem nú er í velferðarnefnd sem Halldóra veitir formennsku. Umsagnir Krabbameinsfélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, lækna og fleiri hafa almennt verið neikvæðar. Í það minnsta er varað við að tillagan verði samþykkt í núverandi mynd. Fáir ganga þó lengra í fordæmingu sinni á hugmyndinni um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi en Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, og Kristján Linnet lyfjafræðingur í nokkuð harðorðri umsögn sem þeir skrifa fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir meðal annars: „Nú fer um heiminn bylgja áróðurs fyrir lögleiðingu kannabis sem löglegs fíkniefnis sem borin er uppi af hagsmunaaðilum sem hyggjast græða á sölu þess og að einhverju leyti af fólki sem haldið er tetrahýdrókannabínol-fíkn. Það er gjarna gert undir því yfirskini að um gagnlegt lyf sé að ræða.“ Enn fremur að það að leyfa ræktun og notkun svokallaðs „lyfjahamps“ sé „augljóslega fyrst og fremst sett fram í þeim tilgangi að leyfa sölu ávanabindandi vímuefnis. Heilsugæslan varar við afleiðingunum af því, versnandi lýðheilsu og miklum kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.“ Halldóra vísar því á bug að ganga erinda kannabiskapítalista sem ætli sér að hagnast á sölunni. „Ég er aðallega að hugsa um veikt fólk sem vill geta nýtt sér þetta lyf og er að ganga út frá þeim mikla fjölda rannsókna sem er til staðar og hvernig hvert landið á fætur öðru er farið að lögleiða þetta til lækninga. Það er eina ástæðan fyrir því að ég legg þetta fram. Mér er ekkert hugað um hvernig bissnessinn verður, enda legg ég útfærsluna algjörlega í hendur heilbrigðisráðherra,“ segir Halldóra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57 Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45 Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57
Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45
Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14