Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. desember 2018 12:09 Skúli Mogensen er forstjóri og stofnandi WOW air. Hér er hann í símanum í höfuðstöðvum WOW í Katrínartúni í dag. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í dag og þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu. Skúli segir að í heildina sé um að ræða rúmlega 200 verktaka og tímabundið starfsfólk. Það eru því á fjórða hundrað manns sem missa vinnuna hjá WOW air. „Eins og komið hefur fram þá erum við búin að vera að vinna að endurskipulagningu félagsins í þó nokkurn tíma og gert það núna undanfarnar vikur í nánu samstarfi við Indigo Partners. Þetta er eitt af skilyrðunum hjá þeim fyrir mögulegri fjárfestingu, eins og komið hefur verið fram, að við endurskoðum leiðakerfið og hluti af því er því miður nauðsynlegt að fækka töluvert af starfsfólki okkar í og með að við erum að minnka flotann úr 20 í 11 vélar,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum. Aðspurður hvenær uppsagnirnar taki gildi segir hann það mjög mismunandi eftir deildum.Sjá einnig:Engum að kenna nema mér sjálfum segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli segir að unnið sé hörðum höndum af báðum aðilum í viðræðunum við Indigo Partners og að vinnan gangi vel. „Eins og kom fram þá er einn af skilmálunum að við búum til sameiginlega sýn fyrir félagið og sameiginlegt leiðakerfi. Með þessu þá erum við í raun að taka eitt skref aftur á bak. Við erum að horfa til áranna 2015, 2016 þegar við vorum bara mun einbeittara lággjaldaflugfélag þannig að við erum að fara aftur í þann búning. Eins og ég segi, því miður, þetta hryggir mig, þetta er mjög erfiður dagur og sorglegur en nauðsynlegur til að tryggja framtíð WOW og þeirra hátt í þúsund starfsmanna sem hér munu starfa áfram.“ Að sögn Skúla er ekki komin endanleg tímasetning á það hvenær samningaviðræðunum ljúki. „Þetta er ennþá háð niðurstöðum við okkar leigusala. Nú erum við að skila, ýmist skila og/eða selja níu flugvélar í heild sinni. Sú vinna er í gangi. Jafnframt þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur okkar hvað varðar breytta skilmála þannig að þetta er ekki alfarið í okkar höndum hvenær þessu lýkur endanlega, í og með því við erum að semja við þriðja aðila. En það er verið að vinna markvisst að þessum atriðum.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í dag og þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu. Skúli segir að í heildina sé um að ræða rúmlega 200 verktaka og tímabundið starfsfólk. Það eru því á fjórða hundrað manns sem missa vinnuna hjá WOW air. „Eins og komið hefur fram þá erum við búin að vera að vinna að endurskipulagningu félagsins í þó nokkurn tíma og gert það núna undanfarnar vikur í nánu samstarfi við Indigo Partners. Þetta er eitt af skilyrðunum hjá þeim fyrir mögulegri fjárfestingu, eins og komið hefur verið fram, að við endurskoðum leiðakerfið og hluti af því er því miður nauðsynlegt að fækka töluvert af starfsfólki okkar í og með að við erum að minnka flotann úr 20 í 11 vélar,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum. Aðspurður hvenær uppsagnirnar taki gildi segir hann það mjög mismunandi eftir deildum.Sjá einnig:Engum að kenna nema mér sjálfum segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli segir að unnið sé hörðum höndum af báðum aðilum í viðræðunum við Indigo Partners og að vinnan gangi vel. „Eins og kom fram þá er einn af skilmálunum að við búum til sameiginlega sýn fyrir félagið og sameiginlegt leiðakerfi. Með þessu þá erum við í raun að taka eitt skref aftur á bak. Við erum að horfa til áranna 2015, 2016 þegar við vorum bara mun einbeittara lággjaldaflugfélag þannig að við erum að fara aftur í þann búning. Eins og ég segi, því miður, þetta hryggir mig, þetta er mjög erfiður dagur og sorglegur en nauðsynlegur til að tryggja framtíð WOW og þeirra hátt í þúsund starfsmanna sem hér munu starfa áfram.“ Að sögn Skúla er ekki komin endanleg tímasetning á það hvenær samningaviðræðunum ljúki. „Þetta er ennþá háð niðurstöðum við okkar leigusala. Nú erum við að skila, ýmist skila og/eða selja níu flugvélar í heild sinni. Sú vinna er í gangi. Jafnframt þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur okkar hvað varðar breytta skilmála þannig að þetta er ekki alfarið í okkar höndum hvenær þessu lýkur endanlega, í og með því við erum að semja við þriðja aðila. En það er verið að vinna markvisst að þessum atriðum.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04