Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 11:52 Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Vísir/vilhelm Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. Framundan séu miklar skipulagsbreytingar hjá félaginu með það fyrir augum að leggja ríkari áherslu á kjarnastarfsemi flugfélagsins. Félagið hafi misst sjónar á því sem lagði grunninn að vexti fyrirtækisins á síðustu árum. Það hafi verið mistök sem Skúli segist bera fulla ábyrgð á. Bréfið má lesa í heild sinni í íslenskri þýðingu hér neðst í fréttinni. Ljóst er að 111 fastráðnir starfsmenn WOW, sem dreifast á öll svið flugfélagsins, munu missa vinnuna. Þá verður fjöldi hlutastarfsmanna og verktaka jafnframt tekinn af launaskrá. Nákvæmur fjöldi þeirra hefur ekki fengist uppgefinn en talið er að heildarfjöldi uppsagna geti verið um 350 talsins.Sjá einnig: Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Í tölvupósti til starfsmanna segist Skúli vera gríðarlega miður sín að þurfa að grípa til jafn róttækra aðgerða. Hann vonast til að starfsmennirnir sýni því skilning að til þess að bjarga þeim 1000 starfsmönnum sem eftir eru hafi verið nauðsynlegt að ráðast í fyrrnefndar uppsagnir. Það muni tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins.Ein af A330 Airbus flugvélunum.Vísir/Steingrímur ÞórðarsonSkúli segir að WOW muni nú leita aftur í upprunann; skipulagsbreytingunum framundan - sem meðal annars fela í sér fækkun í flota félagsins um helming - sé ætlað að styrka kjarnastarfsemi félagsins. Starfsemi sem reynst hafi WOW vel fram til ársins 2017. Um það leyti hafi félagið hætt að einblína á „ofurlággjaldamódelið sitt“ sem lagði grunninn að vexti áranna 2015 og 2016 og þess í stað hafi félagið farið að flækja viðskiptalíkanið sitt. Kynnt voru til sögunnar ný farrými og aðrar viðbætur sem ekki voru í takti við upprunlega hugsjón fyrirtækisins. „Í stuttu máli, við töpuðum fókusnum og byrjuðum að haga okkur eins og rótgróið (e. legacy) airline,“ skrifar Skúli. Þessar breytingar - þessi mistök - skrifar Skúli algjörlega á sjálfan sig. Nefnir hann þar sérstaklega til sögunnar tilkomu Airbus A330-breiðþotanna, nýju farrýmanna og sífellt lengra flug - jafnt austur sem vestur - sem Skúli segist persónulega hafa talað mikið fyrir. Þessar viðbætur hafi verið mistök og að þær hafi nánast orðið til þess að félagið fór í þrot á þessu ári, eins og reglulegar fréttir af fjárhagsvanda WOW á síðustu mánuðum bera vitni.Sjá einnig: „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ Allt ofangreint hafi verið sársaukafullur lærdómur. Félagið muni neyðast til að taka „eitt skref aftur á bak“ eins og Skúli orðar það. Hann segist vona að þessar aðgerðir geti þannig orðið til þess að WOW muni geta tekið „tvö skref áfram“ þegar fram líða stundir. Í lok bréfs síns segir Skúli að í yfirstandandi viðræðum við Indigo Partners, sem íhugar nú að kaupa hlut í WOW, leggi hann áherslu á að félagið muni aftur leita í fyrrnefnda kjarnastarfsemi sína. Þar að auki lofar hann þeim starfsmönnum sem misstu vinnuna í dag að þegar betur árar verði þeir fyrsta fólkið sem mun bjóðast aftur vinna hjá flugfélaginu. Bréf Skúla, sem skrifað var á ensku, má lesa í íslenskri þýðingu hér að neðan.Kæru vinir,Eftir ótrúlegt ferðalag frá því að við stofnuðum Wow air fyrir sjö árum stöndum við nú frammi fyrir stærstu og erfiðustu endurskipulagningu í sögu flugfélagsins, þar á meðal að taka nokkrar mjög erfiðar ákvarðanir.Þetta felur í sér að fækka verulega í flotanum okkar úr tuttugu í ellefu flugvélar og að taka ekki við fjórum A330neo, draga úr umsvifum okkar í samræmi við það og því harma ég að þurfa að segja upp fjölda fólks.Þessi aðgerð er reiðarslag í ljósi þess hversu hart þið hafið lagt að ykkur og ég vildi óska þess að önnur leið væri fær. Við höfum litið til fjölda möguleika en því miður er þessi fækkun eina trúverðuga leiðin sem við sjáum til að bjarga Wow air og að byggja grunn sem við getum vaxið á aftur.Ég harma innilega að þurfa að grípa til þessara harkalegu aðgerða þar sem það hefur áhrif á mörg ykkar, holla Wow-starfsmenn, og fjölda ráðgjafa og tímabundinna starfsmanna. Engu að síður vona ég innilega að þið skiljið að þetta er nauðsynlegt til að bjarga þeim nærri því þúsund störfum sem eru eftir hjá Wow air og gera okkur kleift að halda áfram að fljúga til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið.Við snúum aftur til róta okkar sem ofurlággjaldaflugfélags og einbeitum okkur að kjarnastarfseminni sem reyndist okkur svo vel á fyrstu árum okkar fram til 2017. Í staðinn fyrir að skerpa á ofurlággjaldaviðskiptalíkani okkar sem byggðist á árangrinum 2015 og 2016 byrjuðum við að flækja reksturinn með því að bæta við breiðþotum og bæta við Premium- og Comfy-vörum sem eru fjarri upphaflegri hugsjón okkar. Í stuttu máli misstum við einbeitinguna og byrjuðum að hegða okkur eins og hefðbundið flugfélag.Þessi mistök hafa næstum því kostað okkur fyrirtækið þar sem tapið árið 2018 hefur stigmagnast undanfarna mánuði vegna slæmrar fjárhagslegrar afkomu. Það er afar mikilvægt að taka fram að ég kenni engum nema sjálfum mér um þessi mistök þar sem ég barðist persónulega fyrir stækkun flotans með A330-flugvélunum, premium-sætunum og að fljúga lengra austur og vestur.Þetta er ákaflega sársaukafullur lærdómur vegna þess að á sama tíma höfum við byggt upp eitthvað einstakt með Wow air og þó að þetta krefjist þess að við tökum eitt erfitt skref aftur á bak til skamms tíma litið er ég sannfærður um að það geri okkur kleift að taka tvö skref áfram til lengri tíma litið og tryggi að Wow air dafni til framtíðar.Að þeim líkindum að við fáum Indigo Partners sem fjárfesti vil ég hverfa aftur til upphaflegrar hugsjónar okkar og sýna fram á að við getum sannarlega byggt upp frábært lágfargjaldafélag á lengri leiðum.Hvað sem öðru líður vil ég þakka ykkur fyrir og ég vil lofa því að um leið og við byrjum að vaxa aftur verðið þið þau fyrstu sem við bjóðum velkomin aftur.Það verður haldinn starfsmannafundur klukkan 13:00 í dag og ég sjálfur og stjórnunarteymið verður til staðar í allan dag til þess að svara öllum spurningum og áhyggjum sem þið gætuð haft. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. Framundan séu miklar skipulagsbreytingar hjá félaginu með það fyrir augum að leggja ríkari áherslu á kjarnastarfsemi flugfélagsins. Félagið hafi misst sjónar á því sem lagði grunninn að vexti fyrirtækisins á síðustu árum. Það hafi verið mistök sem Skúli segist bera fulla ábyrgð á. Bréfið má lesa í heild sinni í íslenskri þýðingu hér neðst í fréttinni. Ljóst er að 111 fastráðnir starfsmenn WOW, sem dreifast á öll svið flugfélagsins, munu missa vinnuna. Þá verður fjöldi hlutastarfsmanna og verktaka jafnframt tekinn af launaskrá. Nákvæmur fjöldi þeirra hefur ekki fengist uppgefinn en talið er að heildarfjöldi uppsagna geti verið um 350 talsins.Sjá einnig: Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Í tölvupósti til starfsmanna segist Skúli vera gríðarlega miður sín að þurfa að grípa til jafn róttækra aðgerða. Hann vonast til að starfsmennirnir sýni því skilning að til þess að bjarga þeim 1000 starfsmönnum sem eftir eru hafi verið nauðsynlegt að ráðast í fyrrnefndar uppsagnir. Það muni tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins.Ein af A330 Airbus flugvélunum.Vísir/Steingrímur ÞórðarsonSkúli segir að WOW muni nú leita aftur í upprunann; skipulagsbreytingunum framundan - sem meðal annars fela í sér fækkun í flota félagsins um helming - sé ætlað að styrka kjarnastarfsemi félagsins. Starfsemi sem reynst hafi WOW vel fram til ársins 2017. Um það leyti hafi félagið hætt að einblína á „ofurlággjaldamódelið sitt“ sem lagði grunninn að vexti áranna 2015 og 2016 og þess í stað hafi félagið farið að flækja viðskiptalíkanið sitt. Kynnt voru til sögunnar ný farrými og aðrar viðbætur sem ekki voru í takti við upprunlega hugsjón fyrirtækisins. „Í stuttu máli, við töpuðum fókusnum og byrjuðum að haga okkur eins og rótgróið (e. legacy) airline,“ skrifar Skúli. Þessar breytingar - þessi mistök - skrifar Skúli algjörlega á sjálfan sig. Nefnir hann þar sérstaklega til sögunnar tilkomu Airbus A330-breiðþotanna, nýju farrýmanna og sífellt lengra flug - jafnt austur sem vestur - sem Skúli segist persónulega hafa talað mikið fyrir. Þessar viðbætur hafi verið mistök og að þær hafi nánast orðið til þess að félagið fór í þrot á þessu ári, eins og reglulegar fréttir af fjárhagsvanda WOW á síðustu mánuðum bera vitni.Sjá einnig: „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ Allt ofangreint hafi verið sársaukafullur lærdómur. Félagið muni neyðast til að taka „eitt skref aftur á bak“ eins og Skúli orðar það. Hann segist vona að þessar aðgerðir geti þannig orðið til þess að WOW muni geta tekið „tvö skref áfram“ þegar fram líða stundir. Í lok bréfs síns segir Skúli að í yfirstandandi viðræðum við Indigo Partners, sem íhugar nú að kaupa hlut í WOW, leggi hann áherslu á að félagið muni aftur leita í fyrrnefnda kjarnastarfsemi sína. Þar að auki lofar hann þeim starfsmönnum sem misstu vinnuna í dag að þegar betur árar verði þeir fyrsta fólkið sem mun bjóðast aftur vinna hjá flugfélaginu. Bréf Skúla, sem skrifað var á ensku, má lesa í íslenskri þýðingu hér að neðan.Kæru vinir,Eftir ótrúlegt ferðalag frá því að við stofnuðum Wow air fyrir sjö árum stöndum við nú frammi fyrir stærstu og erfiðustu endurskipulagningu í sögu flugfélagsins, þar á meðal að taka nokkrar mjög erfiðar ákvarðanir.Þetta felur í sér að fækka verulega í flotanum okkar úr tuttugu í ellefu flugvélar og að taka ekki við fjórum A330neo, draga úr umsvifum okkar í samræmi við það og því harma ég að þurfa að segja upp fjölda fólks.Þessi aðgerð er reiðarslag í ljósi þess hversu hart þið hafið lagt að ykkur og ég vildi óska þess að önnur leið væri fær. Við höfum litið til fjölda möguleika en því miður er þessi fækkun eina trúverðuga leiðin sem við sjáum til að bjarga Wow air og að byggja grunn sem við getum vaxið á aftur.Ég harma innilega að þurfa að grípa til þessara harkalegu aðgerða þar sem það hefur áhrif á mörg ykkar, holla Wow-starfsmenn, og fjölda ráðgjafa og tímabundinna starfsmanna. Engu að síður vona ég innilega að þið skiljið að þetta er nauðsynlegt til að bjarga þeim nærri því þúsund störfum sem eru eftir hjá Wow air og gera okkur kleift að halda áfram að fljúga til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið.Við snúum aftur til róta okkar sem ofurlággjaldaflugfélags og einbeitum okkur að kjarnastarfseminni sem reyndist okkur svo vel á fyrstu árum okkar fram til 2017. Í staðinn fyrir að skerpa á ofurlággjaldaviðskiptalíkani okkar sem byggðist á árangrinum 2015 og 2016 byrjuðum við að flækja reksturinn með því að bæta við breiðþotum og bæta við Premium- og Comfy-vörum sem eru fjarri upphaflegri hugsjón okkar. Í stuttu máli misstum við einbeitinguna og byrjuðum að hegða okkur eins og hefðbundið flugfélag.Þessi mistök hafa næstum því kostað okkur fyrirtækið þar sem tapið árið 2018 hefur stigmagnast undanfarna mánuði vegna slæmrar fjárhagslegrar afkomu. Það er afar mikilvægt að taka fram að ég kenni engum nema sjálfum mér um þessi mistök þar sem ég barðist persónulega fyrir stækkun flotans með A330-flugvélunum, premium-sætunum og að fljúga lengra austur og vestur.Þetta er ákaflega sársaukafullur lærdómur vegna þess að á sama tíma höfum við byggt upp eitthvað einstakt með Wow air og þó að þetta krefjist þess að við tökum eitt erfitt skref aftur á bak til skamms tíma litið er ég sannfærður um að það geri okkur kleift að taka tvö skref áfram til lengri tíma litið og tryggi að Wow air dafni til framtíðar.Að þeim líkindum að við fáum Indigo Partners sem fjárfesti vil ég hverfa aftur til upphaflegrar hugsjónar okkar og sýna fram á að við getum sannarlega byggt upp frábært lágfargjaldafélag á lengri leiðum.Hvað sem öðru líður vil ég þakka ykkur fyrir og ég vil lofa því að um leið og við byrjum að vaxa aftur verðið þið þau fyrstu sem við bjóðum velkomin aftur.Það verður haldinn starfsmannafundur klukkan 13:00 í dag og ég sjálfur og stjórnunarteymið verður til staðar í allan dag til þess að svara öllum spurningum og áhyggjum sem þið gætuð haft.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34