Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 13. desember 2018 10:47 Um er að ræða hópuppsögn. Vísir/Vilhelm Hundrað og ellefu fastráðnir starfsmenn WOW air misstu vinnuna í dag. Uppsagnirnar eru sagðar ná þvert á deildir og svið flugfélagsins. Starfsmönnum var tilkynnt um uppsagnirnar í morgun. Þetta var endanlega staðfest í tilkynningu sem send var til fjölmiðla nú fyrir skömmu. Rætt verður við Skúla Mogensen, eiganda WOW Air, í hádegisfréttum Bylgjunnar vegna málsins. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að uppsagnirnar eru liður í gríðarlegri uppstokkun sem framundan er hjá flugfélaginu. Þotum flugfélagsins fækkar um næstum helming, voru 20 talsins en verða 11 eftir breytingarnar. Verða eingöngu flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. Þá verða einnig gerðar breytingar á leiðakerfi félagsins. Hið nýtilkynnta flug til Nýju-Delí verður blásið af, frá og með miðjum janúar næstkomandi. Þá verður hætt að fljúga til ýmissa áfangastaða vestanhafs, til að mynda Los Angeles og Chicago. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands sagðist ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Hún væri á fundi vegna málsins en ekki væri hægt að tjá sig fyrr en síðar í dag.Sjá einnig: „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ Lív Bergþórsdóttir, stjórnarformaður WOW air, sagðist ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Viðræður á milli WOW og Indigo Partners, um kaup bandaríska félagsins á því fyrrnefnda, hafa staðið yfir undanfarna daga en engar upplýsingar hafa fengist um gang viðræðna. Síðasta tilkynning sem barst vegna viðræðnanna var fyrir rúmri viku síðan. Þá var aðeins tekið fram að góður gangur væri á viðræðunum. WOW bauð ríflega afslætti á alla áfangastaði sína í gær. Það sem af er morgni hefur Icelandair hækkað duglega í Kauphöllinni, hækkunin nemur nú rúmum 9 prósentum. Hækkunin var hafin áður en vefmiðlar fluttu fyrstu fréttir af yfirstandandi hópuppsögnum.Tilkynningu frá WOW sem send var út klukkan 11 má sjá að neðan.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonRekstrarbreytingar hjá WOW air Síðastliðið ár hefur reynst WOW air mjög erfitt í rekstri og unnið hefur verið markvisst að því undanfarið að snúa rekstrinum við til hins betra og fjármagna félagið. Eins og fram hefur komið er Indigo Partners að vinna með WOW air um að tryggja langtíma fjármögnun félagsins. Liður í þeirri vinnu er að einfalda rekstur WOW air og ná arðsemi á ný en félagið skilaði hagnaði árin 2015 og 2016. Stór hluti af þessari endurskipulagningu WOW air felst í því að fækka flugvélum úr tuttugu í ellefu og verða eingöngu flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. Félagið er í samningaviðræðum um skil á nokkrum flugvélum til leigusala þar með talið öllum Airbus A330 breiðþotum. Verið er að ganga frá samningi þess efnis að selja fjórar Airbus A321 flugvélar sem verða afhentar í janúar 2019 og mun bæta lausafé félagsins um 10 milljónir Bandaríkjadala. Það verða engar breytingar á flugáætlun í desember og byrjun janúar. Frá janúar 2019 mun félagið fljúga samkvæmt nýrri flugáætlun. Síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar. WOW air mun hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum breytinga á leiðarkerfi félagsins. Í ljósi þessara breytinga á starfsemi félagsins er því miður óumflýjanlegt að fækka í starfsmannahópi WOW air. Í dag var 111 fastráðnum starfsmönnum sagt upp störfum og ná uppsagnir starfsmanna þvert á fyrirtækið. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu.Vonir standa til að stór hluti þeirra sem fengu uppsögn í dag fái tækifæri hjá félaginu að nýju. „Þetta er erfiðasti dagurinn í sögu WOW air. Við erum með frábæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veruleika og það er því sorglegt að neyðast til að fara í þennan niðurskurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en staðreyndin er sú að við verðum að snúa við rekstrinum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið uppbygginguna að nýju“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Eftir þessar rekstrarbreytingar munu áfram starfa hátt í þúsund manns hjá félaginu. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Hundrað og ellefu fastráðnir starfsmenn WOW air misstu vinnuna í dag. Uppsagnirnar eru sagðar ná þvert á deildir og svið flugfélagsins. Starfsmönnum var tilkynnt um uppsagnirnar í morgun. Þetta var endanlega staðfest í tilkynningu sem send var til fjölmiðla nú fyrir skömmu. Rætt verður við Skúla Mogensen, eiganda WOW Air, í hádegisfréttum Bylgjunnar vegna málsins. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að uppsagnirnar eru liður í gríðarlegri uppstokkun sem framundan er hjá flugfélaginu. Þotum flugfélagsins fækkar um næstum helming, voru 20 talsins en verða 11 eftir breytingarnar. Verða eingöngu flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. Þá verða einnig gerðar breytingar á leiðakerfi félagsins. Hið nýtilkynnta flug til Nýju-Delí verður blásið af, frá og með miðjum janúar næstkomandi. Þá verður hætt að fljúga til ýmissa áfangastaða vestanhafs, til að mynda Los Angeles og Chicago. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands sagðist ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Hún væri á fundi vegna málsins en ekki væri hægt að tjá sig fyrr en síðar í dag.Sjá einnig: „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ Lív Bergþórsdóttir, stjórnarformaður WOW air, sagðist ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Viðræður á milli WOW og Indigo Partners, um kaup bandaríska félagsins á því fyrrnefnda, hafa staðið yfir undanfarna daga en engar upplýsingar hafa fengist um gang viðræðna. Síðasta tilkynning sem barst vegna viðræðnanna var fyrir rúmri viku síðan. Þá var aðeins tekið fram að góður gangur væri á viðræðunum. WOW bauð ríflega afslætti á alla áfangastaði sína í gær. Það sem af er morgni hefur Icelandair hækkað duglega í Kauphöllinni, hækkunin nemur nú rúmum 9 prósentum. Hækkunin var hafin áður en vefmiðlar fluttu fyrstu fréttir af yfirstandandi hópuppsögnum.Tilkynningu frá WOW sem send var út klukkan 11 má sjá að neðan.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonRekstrarbreytingar hjá WOW air Síðastliðið ár hefur reynst WOW air mjög erfitt í rekstri og unnið hefur verið markvisst að því undanfarið að snúa rekstrinum við til hins betra og fjármagna félagið. Eins og fram hefur komið er Indigo Partners að vinna með WOW air um að tryggja langtíma fjármögnun félagsins. Liður í þeirri vinnu er að einfalda rekstur WOW air og ná arðsemi á ný en félagið skilaði hagnaði árin 2015 og 2016. Stór hluti af þessari endurskipulagningu WOW air felst í því að fækka flugvélum úr tuttugu í ellefu og verða eingöngu flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. Félagið er í samningaviðræðum um skil á nokkrum flugvélum til leigusala þar með talið öllum Airbus A330 breiðþotum. Verið er að ganga frá samningi þess efnis að selja fjórar Airbus A321 flugvélar sem verða afhentar í janúar 2019 og mun bæta lausafé félagsins um 10 milljónir Bandaríkjadala. Það verða engar breytingar á flugáætlun í desember og byrjun janúar. Frá janúar 2019 mun félagið fljúga samkvæmt nýrri flugáætlun. Síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar. WOW air mun hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum breytinga á leiðarkerfi félagsins. Í ljósi þessara breytinga á starfsemi félagsins er því miður óumflýjanlegt að fækka í starfsmannahópi WOW air. Í dag var 111 fastráðnum starfsmönnum sagt upp störfum og ná uppsagnir starfsmanna þvert á fyrirtækið. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu.Vonir standa til að stór hluti þeirra sem fengu uppsögn í dag fái tækifæri hjá félaginu að nýju. „Þetta er erfiðasti dagurinn í sögu WOW air. Við erum með frábæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veruleika og það er því sorglegt að neyðast til að fara í þennan niðurskurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en staðreyndin er sú að við verðum að snúa við rekstrinum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið uppbygginguna að nýju“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Eftir þessar rekstrarbreytingar munu áfram starfa hátt í þúsund manns hjá félaginu.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04