Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 10:17 Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson, eiganda félaganna. Þar segist Andri jafnframt hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að reiða fram nýtt eigið fé í Travelco. Í viðtalinu greinir Andri Már frá óánægju sinni með vinnubrögð Arion banka, en sem kunnugt er tapaði bankinn miklu á þroti Primera Air. Þannig fullyrðir Andri að Primera Air væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði væri lokið, eins og lagt hafi verið upp með. Vonir höfðu staðið til að flugfélagið gæti innleyst söluhagnað af nýjum Boeing-flugvélum næsta vor.Í tilkynningu sem send var út skömmu eftir fall Primera Air kom fram að ferðaskrifstofur Primera Travel Group hafi tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert varð af vegna falls flugfélagsins.Sjá einnig: Draga í efa ársreikninga Primera Air„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ sagði í tilkynningunni. Rekstur allra fyrirtækjanna var þar jafnframt fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel.Í viðtalinu upplýsir Andri að ákveðið hafi verið að óska eftir gjaldþrotaskiptum þegar lá fyrir að Arion banki hefði ekki í hyggju að styðja frekar við rekstur félagsins. Það hafi auk þess verið tillaga bankans að stofna hið nýja eignarhaldsfélag, Travelco, og flytja ferðaskrifstofur Primera Travel Group yfir í félagið. Ferðaskrifstofurnar hafi tapað um fimm milljörðum á falli Primera Air og „allt eigið fé þar með þurrkast út.“ Hlutafjáraukning hjá ferðaskrifstofunum hafi því verið nauðsynleg. „Til að geta reitt fram nýtt eigið fé, þá neyddist ég til að veðsetja húseign fjölskyldunnar, þannig að þetta voru erfið spor,” segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hlutafjáraukning í Travelco upp á 700 miljónir var lögð fram á stjórnarfundi félagsins þann 1. október, 500 milljónir yrðu greiddar með peningum en 200 milljónir með skuldabréfajöfnun vegna láns frá Andra Má. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson, eiganda félaganna. Þar segist Andri jafnframt hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að reiða fram nýtt eigið fé í Travelco. Í viðtalinu greinir Andri Már frá óánægju sinni með vinnubrögð Arion banka, en sem kunnugt er tapaði bankinn miklu á þroti Primera Air. Þannig fullyrðir Andri að Primera Air væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði væri lokið, eins og lagt hafi verið upp með. Vonir höfðu staðið til að flugfélagið gæti innleyst söluhagnað af nýjum Boeing-flugvélum næsta vor.Í tilkynningu sem send var út skömmu eftir fall Primera Air kom fram að ferðaskrifstofur Primera Travel Group hafi tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert varð af vegna falls flugfélagsins.Sjá einnig: Draga í efa ársreikninga Primera Air„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ sagði í tilkynningunni. Rekstur allra fyrirtækjanna var þar jafnframt fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel.Í viðtalinu upplýsir Andri að ákveðið hafi verið að óska eftir gjaldþrotaskiptum þegar lá fyrir að Arion banki hefði ekki í hyggju að styðja frekar við rekstur félagsins. Það hafi auk þess verið tillaga bankans að stofna hið nýja eignarhaldsfélag, Travelco, og flytja ferðaskrifstofur Primera Travel Group yfir í félagið. Ferðaskrifstofurnar hafi tapað um fimm milljörðum á falli Primera Air og „allt eigið fé þar með þurrkast út.“ Hlutafjáraukning hjá ferðaskrifstofunum hafi því verið nauðsynleg. „Til að geta reitt fram nýtt eigið fé, þá neyddist ég til að veðsetja húseign fjölskyldunnar, þannig að þetta voru erfið spor,” segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hlutafjáraukning í Travelco upp á 700 miljónir var lögð fram á stjórnarfundi félagsins þann 1. október, 500 milljónir yrðu greiddar með peningum en 200 milljónir með skuldabréfajöfnun vegna láns frá Andra Má.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30
Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49
Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00