Jón segir veggjöldin gjörbylta samgöngum á næstu 5 árum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2018 20:00 Jón Gunnarsson er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Stöð 2/Bjarni Einarsson. Landsmenn munu sjá gjörbyltingu í samgöngumálum á næstu fimm árum, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns þingnefndarinnar sem leiðir upptöku veggjalda. Hann segir lægsta gjald verða á bilinu 100 til 150 krónur, en þverpólitískt samkomulag náðist í gærkvöldi um að málið yrði klárað á fyrstu vikum nýs árs. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samkomulagi formanna flokkanna verður samgönguáætlun lögð fram á Alþingi strax eftir jólahlé og kláruð fyrir 1. febrúar. Starfandi formanni umhverfis- og samgöngunefndar líst vel á niðurstöðuna. „Það má svo sem ekki seinna vera þannig að Vegagerðin og samgönguráðuneytið hafi skýrar línur frá þinginu. En þetta er alveg ásættanlegt,“ segir Jón og kveðst vonast til að breið sátt náist um málið.Samgönguáætlun verður áfram til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, ég er bara bjartsýnn á það. Vegna þess að efnislega er mjög margir þingmenn og þingflokkar sammála um að það verði að grípa til róttækra ráðstafana í uppbyggingu vegakerfisins og eru sammála þessari leið.“ Veggjöldin yrðu lögð á stofnbrautir í nágrenni Reykjavíkur en einnig á jarðgöng. „Til að gæta jafnræðis meðal landsmanna, að það verði gjaldtaka líka út um land til að við tökum öll þátt í þessu stórverkefni sameiginlega.“ Rétt eins og var í Hvalfjarðargöngum yrði hærra gjald fyrir staka ferð, sem Jón býst við að einkum erlendir ferðamenn greiði, en þorri almennings myndi greiða lægsta gjald, á bilinu 100 til 150 krónur, sem Jón býst við að gæti endað í kringum 130-140 krónur. En það verða engin gjaldskýli. „Gjaldtakan verður rafræn þannig að hún tefur ekki umferð.“Gjaldskýli eins og við Hvalfjarðargöng verða ekki sett upp til að innheimta veggjöldin.Vísir/PjeturGagnrýnt er að í þessu felist enn hærri gjöld á bíleigendur en Jón telur þau réttlætanleg. Hann hvetur menn til að horfa ekki eingöngu á hvað þetta kosti heldur einnig hver ávinningurinn verði af því að framkvæmdir komi hratt inn. Þar skori umferðaröryggi hæst en jafnframt sparist heimilisútgjöld við það að ferðatími styttist um leið og dragi úr mengun. Með veggjöldunum er ætlunin að flýta framkvæmdum um land allt og þegar liggja fyrir meginlínur um hvaða verkefni verða valin, að sögn Jóns. „Þarna eru undir þessar stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu með fullnaðarfrágangi á Reykjanesbraut, alveg í gegnum höfuðborgina, það er að segja í gegnum Hafnarfjörð og alveg inn að Holtavegi með mislægum gatnamótum á Bústaðaveg. Og síðan Suðurlandsvegur austur að vegamótum fyrir austan Selfoss. Og upp í Borgarnes.“ Framkvæmdum í dreifbýlinu verður einnig flýtt. „Ekki síst á sveita- og tengivegum. Öxi, Dynjandisheiði, Skógarströndin, Vatnsnesvegur. Þetta eru svona vegarkaflar sem má nefna. Ég segi allavega að á næstu fimm árum, með því að fara þessa leið, munum við sjá gjörbyltingu í samgöngumálum okkar hér á landi,“ segir Jón Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hafnarfjörður Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Landsmenn munu sjá gjörbyltingu í samgöngumálum á næstu fimm árum, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns þingnefndarinnar sem leiðir upptöku veggjalda. Hann segir lægsta gjald verða á bilinu 100 til 150 krónur, en þverpólitískt samkomulag náðist í gærkvöldi um að málið yrði klárað á fyrstu vikum nýs árs. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samkomulagi formanna flokkanna verður samgönguáætlun lögð fram á Alþingi strax eftir jólahlé og kláruð fyrir 1. febrúar. Starfandi formanni umhverfis- og samgöngunefndar líst vel á niðurstöðuna. „Það má svo sem ekki seinna vera þannig að Vegagerðin og samgönguráðuneytið hafi skýrar línur frá þinginu. En þetta er alveg ásættanlegt,“ segir Jón og kveðst vonast til að breið sátt náist um málið.Samgönguáætlun verður áfram til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, ég er bara bjartsýnn á það. Vegna þess að efnislega er mjög margir þingmenn og þingflokkar sammála um að það verði að grípa til róttækra ráðstafana í uppbyggingu vegakerfisins og eru sammála þessari leið.“ Veggjöldin yrðu lögð á stofnbrautir í nágrenni Reykjavíkur en einnig á jarðgöng. „Til að gæta jafnræðis meðal landsmanna, að það verði gjaldtaka líka út um land til að við tökum öll þátt í þessu stórverkefni sameiginlega.“ Rétt eins og var í Hvalfjarðargöngum yrði hærra gjald fyrir staka ferð, sem Jón býst við að einkum erlendir ferðamenn greiði, en þorri almennings myndi greiða lægsta gjald, á bilinu 100 til 150 krónur, sem Jón býst við að gæti endað í kringum 130-140 krónur. En það verða engin gjaldskýli. „Gjaldtakan verður rafræn þannig að hún tefur ekki umferð.“Gjaldskýli eins og við Hvalfjarðargöng verða ekki sett upp til að innheimta veggjöldin.Vísir/PjeturGagnrýnt er að í þessu felist enn hærri gjöld á bíleigendur en Jón telur þau réttlætanleg. Hann hvetur menn til að horfa ekki eingöngu á hvað þetta kosti heldur einnig hver ávinningurinn verði af því að framkvæmdir komi hratt inn. Þar skori umferðaröryggi hæst en jafnframt sparist heimilisútgjöld við það að ferðatími styttist um leið og dragi úr mengun. Með veggjöldunum er ætlunin að flýta framkvæmdum um land allt og þegar liggja fyrir meginlínur um hvaða verkefni verða valin, að sögn Jóns. „Þarna eru undir þessar stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu með fullnaðarfrágangi á Reykjanesbraut, alveg í gegnum höfuðborgina, það er að segja í gegnum Hafnarfjörð og alveg inn að Holtavegi með mislægum gatnamótum á Bústaðaveg. Og síðan Suðurlandsvegur austur að vegamótum fyrir austan Selfoss. Og upp í Borgarnes.“ Framkvæmdum í dreifbýlinu verður einnig flýtt. „Ekki síst á sveita- og tengivegum. Öxi, Dynjandisheiði, Skógarströndin, Vatnsnesvegur. Þetta eru svona vegarkaflar sem má nefna. Ég segi allavega að á næstu fimm árum, með því að fara þessa leið, munum við sjá gjörbyltingu í samgöngumálum okkar hér á landi,“ segir Jón Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hafnarfjörður Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45