Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2018 10:00 Larry Nassar mun deyja í fangelsi fyrir glæpi sína. vísir/getty Bandaríska Ólympíunefndin hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að skýrsla leiddi í ljós að fimleikasambandið náði ekki að verja íþróttamenn sína frá því að vera kynsferðislega misnotaðir af lækninum Larry Nassar. Nassar, sem var læknir Michigan State-háskólaliðsins og bandaríska landsliðsins, var fyrr á árinu dæmdur í ríflega 300 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á að minnsta kosti 265 stúlkum yfir margra ára skeið. „Þrátt fyrir að Nassar beri að sjálfsögðu ábyrgð á þessu áratuga langa ofbeldi gegn þessum stúlkum og konum þá framdi hann ekki ódæðisverkin í lokuðu umhverfi. Þvert á móti starfaði hann í umhverfi sem auðveldaði honum að fremja glæpina,“ segir í skýrslunni. BBC greinir frá. Skýrslan var gerð af sjálfstæðum rannsóknaraðilum en hún er 233 síðna löng. Í henni eru viðtöl við ríflega 100 manns og farið er yfir meira en 1,3 milljónir skjala.Margar af þeim sem Nassar braut á voru mættar í dómsal þegar dómur var kveðinn upp.vísir/getty„Fjöldinn allur af stofnunum og einstaklingum ýttu hálfpartinn undir ofbeldið og náðu ekki að stöðva hann. Þar á meðal voru þjálfarar hjá einstaka félögum og í afrekshópum, sjúkraþjálfarar, læknar og yfirmenn hjá Michigan State-háskólanum, bandaríska fimleikasambandinu og Ólympíunefndinni,“ segir í skýrslunni. „Þessar stofnanir og einstaklingar hunsuðu viðvarnir og tóku ekki eftir augljósum aðferðum Nassar til að ala stelpurnar upp í ofbeldinu. Í allra verstu tilfellunum hlustuðu þessar stofnanir og ákveðnir einstaklingar ekki á stúlkurnar þegar að þær báðu um hjálp, varnarlausar gagnvart kynferðislegu ofbeldi Larry Nassar,“ segir enn fremur í skýrslunni. Fram kemur í skýrslunni að Scott Blackmun, fyrrverandi yfirmaður bandarísku Ólympíunefndarinnar, og Alan Ashley, afreksstjóri nefndarinnar, hafi verið látnir vita af ásökunum í garð Nassar árið 2015 en þeir létu enga aðra vita. Bandaríska Ólympíunefndin hefur sett af stað mikið ferli hjá sér til að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist afturr, en Blackmun hætti vegna heilsufarsástæðna í febrúar á þessu ári en Ashley var rekinn um leið og skýrslan var birt. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Bono hættir eftir gagnrýni frá Ólympíumeisturunum Mary Bono hefur hætt sem forseti bandaríska fimleikasambandsins eftir aðeins fjóra daga í starfi. 17. október 2018 13:30 Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Bandaríska Ólympíunefndin hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að skýrsla leiddi í ljós að fimleikasambandið náði ekki að verja íþróttamenn sína frá því að vera kynsferðislega misnotaðir af lækninum Larry Nassar. Nassar, sem var læknir Michigan State-háskólaliðsins og bandaríska landsliðsins, var fyrr á árinu dæmdur í ríflega 300 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á að minnsta kosti 265 stúlkum yfir margra ára skeið. „Þrátt fyrir að Nassar beri að sjálfsögðu ábyrgð á þessu áratuga langa ofbeldi gegn þessum stúlkum og konum þá framdi hann ekki ódæðisverkin í lokuðu umhverfi. Þvert á móti starfaði hann í umhverfi sem auðveldaði honum að fremja glæpina,“ segir í skýrslunni. BBC greinir frá. Skýrslan var gerð af sjálfstæðum rannsóknaraðilum en hún er 233 síðna löng. Í henni eru viðtöl við ríflega 100 manns og farið er yfir meira en 1,3 milljónir skjala.Margar af þeim sem Nassar braut á voru mættar í dómsal þegar dómur var kveðinn upp.vísir/getty„Fjöldinn allur af stofnunum og einstaklingum ýttu hálfpartinn undir ofbeldið og náðu ekki að stöðva hann. Þar á meðal voru þjálfarar hjá einstaka félögum og í afrekshópum, sjúkraþjálfarar, læknar og yfirmenn hjá Michigan State-háskólanum, bandaríska fimleikasambandinu og Ólympíunefndinni,“ segir í skýrslunni. „Þessar stofnanir og einstaklingar hunsuðu viðvarnir og tóku ekki eftir augljósum aðferðum Nassar til að ala stelpurnar upp í ofbeldinu. Í allra verstu tilfellunum hlustuðu þessar stofnanir og ákveðnir einstaklingar ekki á stúlkurnar þegar að þær báðu um hjálp, varnarlausar gagnvart kynferðislegu ofbeldi Larry Nassar,“ segir enn fremur í skýrslunni. Fram kemur í skýrslunni að Scott Blackmun, fyrrverandi yfirmaður bandarísku Ólympíunefndarinnar, og Alan Ashley, afreksstjóri nefndarinnar, hafi verið látnir vita af ásökunum í garð Nassar árið 2015 en þeir létu enga aðra vita. Bandaríska Ólympíunefndin hefur sett af stað mikið ferli hjá sér til að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist afturr, en Blackmun hætti vegna heilsufarsástæðna í febrúar á þessu ári en Ashley var rekinn um leið og skýrslan var birt.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Bono hættir eftir gagnrýni frá Ólympíumeisturunum Mary Bono hefur hætt sem forseti bandaríska fimleikasambandsins eftir aðeins fjóra daga í starfi. 17. október 2018 13:30 Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15
Bono hættir eftir gagnrýni frá Ólympíumeisturunum Mary Bono hefur hætt sem forseti bandaríska fimleikasambandsins eftir aðeins fjóra daga í starfi. 17. október 2018 13:30
Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30