Starfsfólk Goodyear í Venesúela fær tíu hjólbarða við starfslok Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 15:36 Góðir hjólbarðar eru þarfaþing í Venesúela. Getty/Daniel Acker Hjólbarðaframleiðandinn Goodyear tilkynnti í gær að hann hyggðist loka verksmiðjum sínum í Venesúela vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu. Verið er að ganga frá starsflokum við allt starfsfólk fyrirtækisins en meðal þess sem starfslokasamningur þess mun kveða á um eru tíu hjólbarðar. Djúp efnahagskreppa hefur leikið Venesúela grátt frá árinu 2014 og hefur verið langvarandi skortur á hvers kyns nauðsynjavörum. Breska ríkisútvarpið tiltekur að fyrir vikið séu hágæðahjólbarðar í miklum metum á svarta markaðnum þar í landi. Hjólbarðarnir tíu sem starfsfólk Goodyear fær eftir uppsögnina séu því ágætis launauppbót á erfiðum tímum. Í yfirlýsingu sem Goodyear sendi frá sér í gær segir að stjórnendum fyrirtækisins þyki það þungbær ákvörðun að þurfa að stöðva starfsemina í Venesúela. Þrátt fyrir heiðarlegar hagræðingartilraunir hafi það þó reynst ómögulegt að halda verksmiðjunum opnum, sökum fyrrnefndrar kreppu og viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa lagt á Venesúela. Stjórnvöld í Washington hafa sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og stjórn hans um margvísleg mannréttindabrot, spillingu og fíkniefnaútflutning. Maduro þvertekur fyrir allt slíkt. Í yfirlýsingu Goodyear kemur jafnframt fram að verið sé að ganga frá starfsflokasamningum við starfsmenn - sem munu meðal annars kveða á um fyrrnefnda hjólbarða. Goodyear bætist í hóp alþjóðlegra fyrirtækja sem sagt hafa skilið við Venesúela á síðastliðnum 4 árum; eins og Kellogg, Kimberley Clark og ýmis flugfélög. Talið er að rúmlega 2,3 milljónir Venesúelamanna hafi yfirgefið landið á sama tímabili. Bílar Suður-Ameríka Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hjólbarðaframleiðandinn Goodyear tilkynnti í gær að hann hyggðist loka verksmiðjum sínum í Venesúela vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu. Verið er að ganga frá starsflokum við allt starfsfólk fyrirtækisins en meðal þess sem starfslokasamningur þess mun kveða á um eru tíu hjólbarðar. Djúp efnahagskreppa hefur leikið Venesúela grátt frá árinu 2014 og hefur verið langvarandi skortur á hvers kyns nauðsynjavörum. Breska ríkisútvarpið tiltekur að fyrir vikið séu hágæðahjólbarðar í miklum metum á svarta markaðnum þar í landi. Hjólbarðarnir tíu sem starfsfólk Goodyear fær eftir uppsögnina séu því ágætis launauppbót á erfiðum tímum. Í yfirlýsingu sem Goodyear sendi frá sér í gær segir að stjórnendum fyrirtækisins þyki það þungbær ákvörðun að þurfa að stöðva starfsemina í Venesúela. Þrátt fyrir heiðarlegar hagræðingartilraunir hafi það þó reynst ómögulegt að halda verksmiðjunum opnum, sökum fyrrnefndrar kreppu og viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa lagt á Venesúela. Stjórnvöld í Washington hafa sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og stjórn hans um margvísleg mannréttindabrot, spillingu og fíkniefnaútflutning. Maduro þvertekur fyrir allt slíkt. Í yfirlýsingu Goodyear kemur jafnframt fram að verið sé að ganga frá starfsflokasamningum við starfsmenn - sem munu meðal annars kveða á um fyrrnefnda hjólbarða. Goodyear bætist í hóp alþjóðlegra fyrirtækja sem sagt hafa skilið við Venesúela á síðastliðnum 4 árum; eins og Kellogg, Kimberley Clark og ýmis flugfélög. Talið er að rúmlega 2,3 milljónir Venesúelamanna hafi yfirgefið landið á sama tímabili.
Bílar Suður-Ameríka Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57
Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15