Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 13:08 Jamal Khashoggi var einn þeirra blaðamanna sem myrtir voru á árinu. AP/Virginia Mayo Tímaritið Time hefur valið myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Andlit nokkurra þeirra skeyta forsíðu tímaritsins sem er gefin út í nokkrum útgáfum. Á meðal þeirra er Jamal Khashoggi, sádiarabíski blaðamaðurinn, sem var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi í október. Ákvörðun ritstjórar Time byggir meðal annars á því að aldrei hafa fleiri blaðamenn verið hnepptir í fangelsi en um þessar mundir, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Stjórnvöld víða um heim fordæmi á sama tíma gagnrýninn fréttaflutning sem „falsfréttir“. Time titlar blaðamennina sem „verndarana“ í stríði gegn sannleikanum. Ólíkt einræðisherrum fyrri tíðar sem beittu ritskoðun reyni einræðisherrar nútímans að ala á tortryggni í garð staðreynda og nærist á ruglingi sem samfélagsmiðlar hjálpa til við að skapa Rökstuddur grunur leikur á að Mohammed bin Salman, krónsprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. „Hann sagði heimsbyggðinni sannleikann um hrottaskap þeirra gegn þeim sem töluðu gegn þeim og fyrir það var hann myrtur,“ segir í umsögn Time. Auk Khashoggi eru fjórir blaðamenn og einn sölufulltrúi bandaríska dagblaðsins Capital Gazette sem byssumaður skaut til bana í Maryland í júlí á meðal manneskja ársins hjá Time. Morðinginn hafði stefnt blaðinu en tapað fyrir dómstólum og er talinn hafa skipulagt morðin. Blaðið kom engu að síður út daginn eftir árásina. Tveir blaðamenn Reuters sem dúsa í fangelsi í Búrma eru einnig í hópnum. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september fyrir að hafa brotið lög um ríkisleyndamál með umfjöllun sinni um fjöldamorð stjórnarhersins á róhingjamúslimum. Maria Ressa, ritstjóri fréttasíðunnar Rappler á Filippseyjum er einn verndaranna sem Time lýsir. Hún hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Fyrir vikið hefur vefsíðan orðið fyrir áreiti af hálfu dómsmálaráðuneytis landsins og neitar ríkisstjórnin að veita blaðamönnum síðunnar passa sem leyfði þeim að fylgja henni eftir. Ressa gæti sjálf átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna skattsvika sem yfirvöld hafa ákært hana fyrir. Bandaríkin Fréttir ársins 2018 Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00 Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Tímaritið Time hefur valið myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Andlit nokkurra þeirra skeyta forsíðu tímaritsins sem er gefin út í nokkrum útgáfum. Á meðal þeirra er Jamal Khashoggi, sádiarabíski blaðamaðurinn, sem var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi í október. Ákvörðun ritstjórar Time byggir meðal annars á því að aldrei hafa fleiri blaðamenn verið hnepptir í fangelsi en um þessar mundir, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Stjórnvöld víða um heim fordæmi á sama tíma gagnrýninn fréttaflutning sem „falsfréttir“. Time titlar blaðamennina sem „verndarana“ í stríði gegn sannleikanum. Ólíkt einræðisherrum fyrri tíðar sem beittu ritskoðun reyni einræðisherrar nútímans að ala á tortryggni í garð staðreynda og nærist á ruglingi sem samfélagsmiðlar hjálpa til við að skapa Rökstuddur grunur leikur á að Mohammed bin Salman, krónsprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. „Hann sagði heimsbyggðinni sannleikann um hrottaskap þeirra gegn þeim sem töluðu gegn þeim og fyrir það var hann myrtur,“ segir í umsögn Time. Auk Khashoggi eru fjórir blaðamenn og einn sölufulltrúi bandaríska dagblaðsins Capital Gazette sem byssumaður skaut til bana í Maryland í júlí á meðal manneskja ársins hjá Time. Morðinginn hafði stefnt blaðinu en tapað fyrir dómstólum og er talinn hafa skipulagt morðin. Blaðið kom engu að síður út daginn eftir árásina. Tveir blaðamenn Reuters sem dúsa í fangelsi í Búrma eru einnig í hópnum. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september fyrir að hafa brotið lög um ríkisleyndamál með umfjöllun sinni um fjöldamorð stjórnarhersins á róhingjamúslimum. Maria Ressa, ritstjóri fréttasíðunnar Rappler á Filippseyjum er einn verndaranna sem Time lýsir. Hún hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Fyrir vikið hefur vefsíðan orðið fyrir áreiti af hálfu dómsmálaráðuneytis landsins og neitar ríkisstjórnin að veita blaðamönnum síðunnar passa sem leyfði þeim að fylgja henni eftir. Ressa gæti sjálf átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna skattsvika sem yfirvöld hafa ákært hana fyrir.
Bandaríkin Fréttir ársins 2018 Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00 Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35
Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00
Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57