Anton Sveinn McKee endaði í 16. sæti í 100 metra bringusundi á HM í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Hangzhou í Kína.
Anton synti í undanrásunum í morgun og tvíbætti þar Íslandsmet í einu og sama sundinu þegar hann fór vegalengdina á 57,57 sekúndum. Hann náði ekki að synda eins hratt í undanúrslitunum, þar fór hann á 57,94 sekúndum.
Bestur í undanúrslitunum varð hinn ítalski Fabio Scozzoli sem synti á 56,30. Síðasti tíminn inn í úrslitin var 57,10 sekúndur og því hefði Anton þurft að bæta Íslandsmetið til þess að fara áfram.
Anton keppir næst í mótinu á föstudag þegar hann tekur þátt í 200m bringusundi.
