Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2018 12:30 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturninum í Kópavogi. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem skipaður var í febrúar og var falið að vinna hvítbók fyrir fjármálakerfið skilaði skýrslu sinni, hvítbókinni, í gær. Í hvítbókinni er meðal annars fjallað um eignarhald á bönkunum en núna eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, að fullu í eigu ríkisins. Það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbókinni segir að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland viðþátttöku almennings sé ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna,“ segir í hvítbókinni. Samhliða væri ástæða til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.„Við erum fyrst og fremst að segja að það þarf að halda af stað í þessa vegferð og hefja undirbúning að sölu. Síðan auðvitað verða menn að meta það út frá pólitískum vilja og markaðsaðstæðum í hversu stórar aðgerðir er skynsamlegt að ráðast í. Við erum fyrst og fremst að segja að við erum komin á þann stað að við þurfum að fara að gera eitthvað og koma þessu verkefni í gang,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins sem vann hvítbókina. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem skipaður var í febrúar og var falið að vinna hvítbók fyrir fjármálakerfið skilaði skýrslu sinni, hvítbókinni, í gær. Í hvítbókinni er meðal annars fjallað um eignarhald á bönkunum en núna eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, að fullu í eigu ríkisins. Það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbókinni segir að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland viðþátttöku almennings sé ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna,“ segir í hvítbókinni. Samhliða væri ástæða til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.„Við erum fyrst og fremst að segja að það þarf að halda af stað í þessa vegferð og hefja undirbúning að sölu. Síðan auðvitað verða menn að meta það út frá pólitískum vilja og markaðsaðstæðum í hversu stórar aðgerðir er skynsamlegt að ráðast í. Við erum fyrst og fremst að segja að við erum komin á þann stað að við þurfum að fara að gera eitthvað og koma þessu verkefni í gang,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins sem vann hvítbókina. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15