Mannréttindayfirlýsingin sjötíu ára og rædd í Veröld Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. desember 2018 08:00 Eleanor Roosevelt var formaður nefndarinnar sem samdi Mannréttindayfirlýsinguna. NORDICPHOTOS/GETTY Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða mannréttindaverndar í heiminum,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor sem heldur í dag erindi á hátíðarfundi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar. Það voru 48 ríki sem skrifuðu undir yfirlýsinguna á þriðja allsherjarþinginu sem fram fór í París 1948. „Eftir seinni heimsstyrjöldina voru ríki viljug sem aldrei fyrr til að koma á skilvirkri samvinnu til að tryggja frið í heiminum. Það var viðurkennt eftir þær hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér að það væru tengsl milli heimsfriðar og virðingar fyrir mannréttindum.“ Björg segir að menn hafi á þessum tíma áttað sig á því að mannréttindi væru ekki innanríkismál heldur eitthvað sem varðar allt samfélag þjóðanna. Mannréttindanefnd undir forystu Eleanor Roosevelt var falið að gera drög að lista yfir það hvað teldist vera mannréttindi. „Yfirlýsingin er markmiðasetning en ekki þjóðréttarlegur samningur. Hún var mjög skynsamlegt fyrsta skref til að fá ríki til að fallast á hvað væru sameiginleg gildi sem stefna bæri að. Þarna eru talin upp í 30 greinum öll helstu mannréttindin í mjög breiðu samhengi.“ Það sé merkilegt að yfirlýsingin lýsi yfir algildi mannréttinda. „Þarna eru mannréttindi gerð að kjarna allra mannlegra samfélaga án tillits til aðstæðna. Þetta er bara eitt af því sem öll ríki fallast á við allar aðstæður.“ Annað sem sé merkilegt við yfirlýsinguna sé hvað hún sé í rauninni einföld. „Yfirlýsingin, sem er um 1.700 orð, nær að fanga kjarnann í stuttu og skýru máli. Hún er mjög læsileg og leiðarljós fyrir alla. Í einfaldleika sínum er Mannréttindayfirlýsingin enn þá drifkraftur og leiðarljós breytinga til að bæta réttindi einstaklinga á öllum sviðum.“ Þá byggi allir síðari mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna á yfirlýsingunni og vísi í inngangsorðum sínum til hennar. „Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á svæðasamvinnu og Mannréttindasáttmáli Evrópu vísar til hennar strax í fyrstu málsgrein. Svo hefur hún áhrif á innanlandsrétt og meðal annars á okkar stjórnarskrá. Mannréttindakafli okkar stjórnarskrár byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu en hann tekur sum ákvæði algjörlega orðrétt upp úr yfirlýsingunni. Grunnurinn er alltaf í yfirlýsingunni, maður endar alltaf þar þegar maður er að rekja uppruna þessara mannréttindaákvæða.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða mannréttindaverndar í heiminum,“ segir Björg Thorarensen lagaprófessor sem heldur í dag erindi á hátíðarfundi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá undirritun yfirlýsingarinnar. Það voru 48 ríki sem skrifuðu undir yfirlýsinguna á þriðja allsherjarþinginu sem fram fór í París 1948. „Eftir seinni heimsstyrjöldina voru ríki viljug sem aldrei fyrr til að koma á skilvirkri samvinnu til að tryggja frið í heiminum. Það var viðurkennt eftir þær hörmungar sem styrjöldin hafði í för með sér að það væru tengsl milli heimsfriðar og virðingar fyrir mannréttindum.“ Björg segir að menn hafi á þessum tíma áttað sig á því að mannréttindi væru ekki innanríkismál heldur eitthvað sem varðar allt samfélag þjóðanna. Mannréttindanefnd undir forystu Eleanor Roosevelt var falið að gera drög að lista yfir það hvað teldist vera mannréttindi. „Yfirlýsingin er markmiðasetning en ekki þjóðréttarlegur samningur. Hún var mjög skynsamlegt fyrsta skref til að fá ríki til að fallast á hvað væru sameiginleg gildi sem stefna bæri að. Þarna eru talin upp í 30 greinum öll helstu mannréttindin í mjög breiðu samhengi.“ Það sé merkilegt að yfirlýsingin lýsi yfir algildi mannréttinda. „Þarna eru mannréttindi gerð að kjarna allra mannlegra samfélaga án tillits til aðstæðna. Þetta er bara eitt af því sem öll ríki fallast á við allar aðstæður.“ Annað sem sé merkilegt við yfirlýsinguna sé hvað hún sé í rauninni einföld. „Yfirlýsingin, sem er um 1.700 orð, nær að fanga kjarnann í stuttu og skýru máli. Hún er mjög læsileg og leiðarljós fyrir alla. Í einfaldleika sínum er Mannréttindayfirlýsingin enn þá drifkraftur og leiðarljós breytinga til að bæta réttindi einstaklinga á öllum sviðum.“ Þá byggi allir síðari mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna á yfirlýsingunni og vísi í inngangsorðum sínum til hennar. „Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á svæðasamvinnu og Mannréttindasáttmáli Evrópu vísar til hennar strax í fyrstu málsgrein. Svo hefur hún áhrif á innanlandsrétt og meðal annars á okkar stjórnarskrá. Mannréttindakafli okkar stjórnarskrár byggir á Mannréttindasáttmála Evrópu en hann tekur sum ákvæði algjörlega orðrétt upp úr yfirlýsingunni. Grunnurinn er alltaf í yfirlýsingunni, maður endar alltaf þar þegar maður er að rekja uppruna þessara mannréttindaákvæða.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira