Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 29. desember 2018 21:15 Mörg hundruð þúsund hælisleitendur hafa komið til Evrópu í gegnum Grikkland undanfarin ár og hafa þúsundir fengið þar dvalarleyfi. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir æ fleiri koma til Íslands í leit að hæli sem nú þegar eru komnir með dvalarleyfi á Grikklandi enda séu aðstæður þar óviðunandi og fólk geti ekki lifað þarna. Eftir að fólkið fái þar dvalarleyfi fái það litla sem enga aðstoð frá ríkinu og hafi engan stað til að búa á. Þá fái það hvergi vinnu og mæti andúð af hálfu samfélagsins. Toma segir að nú séu átta manns, ýmist frá Íran eða Afganistan, sem komi í kirkjuna í þessari stöðu. Það séu talsvert fleiri en áður. Hann hafi áhyggjur af hópnum þar sem litlar líkur eru á að þeir fái hæli hér enda komnir með dvalarleyfi í öðru landi. Það verði hins vegar að taka tillit til aðstæðna en á Grikklandi séu þær mjög slæmar. „Ég vona að þessi stjórnvöld okkar skoði málið og geri nokkrar nauðsynlegar breytingar,“ segir Toma. Allir skjólstæðingar Toma sem eru í þessari stöðu flúðu heimalandið vegna ofsókna vegna trúar sinnar. Þeir hafa búið á Grikklandi um nokkurn tíma þar sem þeir bjuggu á götunni og segir Toma marga þeirra vilja frekar deyja hér á landi en að snúa aftur. Milad er einn þeirra sem kom til Íslands frá Grikklandi, en hann er menntaður verkfræðingur og hefur aldrei kynnst slíkum aðstæðum áður. „Ég hafði allt í föðurlandi mínu. Ég hef aldrei lifað svona og það er erfitt fyrir mig að segja það en ég þurfti að finna mat í ruslinu,“ segir Milad sem segist kvíða þess að vera sendir aftur enda sé ekkert nema gatan sem bíði þeirra. „Flóttamenn þurfa að eiga betri framtíð. Þeir þurfa að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir.“ Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Mörg hundruð þúsund hælisleitendur hafa komið til Evrópu í gegnum Grikkland undanfarin ár og hafa þúsundir fengið þar dvalarleyfi. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir æ fleiri koma til Íslands í leit að hæli sem nú þegar eru komnir með dvalarleyfi á Grikklandi enda séu aðstæður þar óviðunandi og fólk geti ekki lifað þarna. Eftir að fólkið fái þar dvalarleyfi fái það litla sem enga aðstoð frá ríkinu og hafi engan stað til að búa á. Þá fái það hvergi vinnu og mæti andúð af hálfu samfélagsins. Toma segir að nú séu átta manns, ýmist frá Íran eða Afganistan, sem komi í kirkjuna í þessari stöðu. Það séu talsvert fleiri en áður. Hann hafi áhyggjur af hópnum þar sem litlar líkur eru á að þeir fái hæli hér enda komnir með dvalarleyfi í öðru landi. Það verði hins vegar að taka tillit til aðstæðna en á Grikklandi séu þær mjög slæmar. „Ég vona að þessi stjórnvöld okkar skoði málið og geri nokkrar nauðsynlegar breytingar,“ segir Toma. Allir skjólstæðingar Toma sem eru í þessari stöðu flúðu heimalandið vegna ofsókna vegna trúar sinnar. Þeir hafa búið á Grikklandi um nokkurn tíma þar sem þeir bjuggu á götunni og segir Toma marga þeirra vilja frekar deyja hér á landi en að snúa aftur. Milad er einn þeirra sem kom til Íslands frá Grikklandi, en hann er menntaður verkfræðingur og hefur aldrei kynnst slíkum aðstæðum áður. „Ég hafði allt í föðurlandi mínu. Ég hef aldrei lifað svona og það er erfitt fyrir mig að segja það en ég þurfti að finna mat í ruslinu,“ segir Milad sem segist kvíða þess að vera sendir aftur enda sé ekkert nema gatan sem bíði þeirra. „Flóttamenn þurfa að eiga betri framtíð. Þeir þurfa að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir.“
Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00