Settu sölubann á ólöglegan fjölskyldupakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2018 21:15 Lögreglu og Neytendastofu hafa borist ábendingar um að ólöglegir flugeldar séu seldir á Íslandi. Tímabundið sölubann var sett á flugelda í dag sem uppfylltu ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu í dag að embættinu hafi borist ábendingar um sölu á ólöglegum flugeldum. Lögreglan hafi þó ekki lagt hald á neina flugelda en segir að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögreglu og Neytendastofu meðal annars borist ábendingar um að seldir hafi verið svokallaðir fjölskyldupakkar án CE-merkinga, sem bendi þannig til að pakkarnir uppfylli ekki lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilskipunum Evrópusambandsins. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir í samtali við fréttastofu, að fyrr í dag hafi verið sett tímabundið sölubann á umrædda vöru. Þá á lögreglu einnig að hafa borist tilkynning um að flugeldamarkaður á höfuðborgarsvæðinu hafi selt öflugar skottertur til einstaklinga sem ekki hafi til þess tilskilin leyfi. Um sé að ræða tertur sem aðeins séu ætlaðar fyrir flugeldasýningar, enda mikið púður í tertunum sem valdið getur skaða í óvönum höndum. Forstjóri Neytendastofu segir að þrátt fyrir að vöruflokkarnir séu margir, eftirlitsaðilar séu fáliðaðir og sölustaðir séu alls 47 talsins sé virkt eftirlitið með flugeldasölunni - eins og fyrrnefnt sölubann gefi til kynna. Undir þetta tekur Einar Ólafsson sem selt hefur flugelda í rúmlega 20 ár. Hann segir flugeldasölur lúta ströngu eftirliti. „Þetta eru fjórar stofnanir sem sjá um eftirlit með bæði innflutningi á flugeldum og leyfisveitingum fyrir flugeldasölustaði. Og þeir mæta hér á staðinn og ganga úr skugga um að allir hlutir séu samkvæmt reglugerðum og eins og sagt er að ætti að gera þá.“ Þannig að neytendur ættu ekki að þurfa að óttast að flugeldar sem þeir kaupa séu ekki í samræmi við reglugerðir? „Þeir [neytendur] eiga náttúrulega ekki að vera það. En það er það sem þetta fólk er að framfylgja. En auðvitað eru allir flugeldar hættulegir í eðli sínu þannig að það ber að umgangast þetta af ítrustu varúð. Þetta eru ekki leikföng. Börn eiga ekki að vera með þetta og drukkið fólk á ekki að vera að kveikja í flugeldum. Ef þú mátt ekki keyra bíl drukkinn, af hverju ættirðu þá að mega kveikja í flugeldum drukkinn?“ Flugeldar Tengdar fréttir „Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Lögreglu og Neytendastofu hafa borist ábendingar um að ólöglegir flugeldar séu seldir á Íslandi. Tímabundið sölubann var sett á flugelda í dag sem uppfylltu ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu í dag að embættinu hafi borist ábendingar um sölu á ólöglegum flugeldum. Lögreglan hafi þó ekki lagt hald á neina flugelda en segir að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögreglu og Neytendastofu meðal annars borist ábendingar um að seldir hafi verið svokallaðir fjölskyldupakkar án CE-merkinga, sem bendi þannig til að pakkarnir uppfylli ekki lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilskipunum Evrópusambandsins. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir í samtali við fréttastofu, að fyrr í dag hafi verið sett tímabundið sölubann á umrædda vöru. Þá á lögreglu einnig að hafa borist tilkynning um að flugeldamarkaður á höfuðborgarsvæðinu hafi selt öflugar skottertur til einstaklinga sem ekki hafi til þess tilskilin leyfi. Um sé að ræða tertur sem aðeins séu ætlaðar fyrir flugeldasýningar, enda mikið púður í tertunum sem valdið getur skaða í óvönum höndum. Forstjóri Neytendastofu segir að þrátt fyrir að vöruflokkarnir séu margir, eftirlitsaðilar séu fáliðaðir og sölustaðir séu alls 47 talsins sé virkt eftirlitið með flugeldasölunni - eins og fyrrnefnt sölubann gefi til kynna. Undir þetta tekur Einar Ólafsson sem selt hefur flugelda í rúmlega 20 ár. Hann segir flugeldasölur lúta ströngu eftirliti. „Þetta eru fjórar stofnanir sem sjá um eftirlit með bæði innflutningi á flugeldum og leyfisveitingum fyrir flugeldasölustaði. Og þeir mæta hér á staðinn og ganga úr skugga um að allir hlutir séu samkvæmt reglugerðum og eins og sagt er að ætti að gera þá.“ Þannig að neytendur ættu ekki að þurfa að óttast að flugeldar sem þeir kaupa séu ekki í samræmi við reglugerðir? „Þeir [neytendur] eiga náttúrulega ekki að vera það. En það er það sem þetta fólk er að framfylgja. En auðvitað eru allir flugeldar hættulegir í eðli sínu þannig að það ber að umgangast þetta af ítrustu varúð. Þetta eru ekki leikföng. Börn eiga ekki að vera með þetta og drukkið fólk á ekki að vera að kveikja í flugeldum. Ef þú mátt ekki keyra bíl drukkinn, af hverju ættirðu þá að mega kveikja í flugeldum drukkinn?“
Flugeldar Tengdar fréttir „Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
„Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00
Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01