Lögreglan á Suðurlandi tók í dag skýrslu af einum farþega bílsins sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn 27. desember síðastliðinn. Skýrslutakan fór fram á sjúkrahúsi í Reykjavík að viðstöddum túlki.
Óvíst er hvenær hægt verður að taka skýrslu af ökumanni bifreiðarinnar en hann er eins og áður hefur komið fram, alvarlega slasaður. Lögregla segir rannsókn málsins halda áfram en niðurstöður rannsóknarinnar verða ekki gefnar fyrr en að henni lokinni.