Full hreinskilinn á köflum Sólveig Gísladóttir skrifar 29. desember 2018 08:00 Kristófer Jensson syngur með hljómsveitinni Lights on the Highway í kvöld og annað kvöld á Hard Rock. Sveitin hefur ekki komið saman í þrjú ár og Kristófer hlakkar mikið til. Fréttablaðið/ERNIR Þrjú ár eru síðan Lights on the Highway kom saman síðast en sveitin átti farsælan sprett í íslensku tónlistarlífi frá 2003 til 2012. Sveitin gaf út tvær breiðskífur á tímabilinu, seinni platan, Amanita Muscaria, var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2009. Söngvari sveitarinnar, Kristófer Jensson, svarar hér nokkrum laufléttum spurningum. Fjölskylda? Konan mín er Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir, Adda, og börnin mín eru Kristel Eva, 11 ára, og Katla Maren, 3 ára.Hljómsveitir sem þú hefur verið í? Cyclone, Carpet, Thin Jim and the Castaways, Lights on the Higway.Áttu þér gælunafn? Oftast kallaður Kristó.Hvert er áramótaheitið fyrir 2019? Ég hef aldrei gefið út einhver sérstök áramótaheit, en ætlar maður ekki alltaf að reyna að vera betri útgáfa af sjálfum sér á nýju ári?Besta augnablik síðasta árs? Sumarfríið með fjölskyldunni.Kærasta æskuminningin? Heyskapur í sveitinni minni að Eiði í Kolgrafarfirði.Neyðarlegasta atvikið? Þegar ég hrundi í gólfið fyrir framan fullan strætó af fólki í Brighton á Englandi. Stóð upp til að hringja bjöllunni og var búinn að gleyma að það voru „pull up“ sæti í vagninum. Þegar ég ætlaði að setjast aftur var sætið farið. Það sprungu allir úr hlátri í vagninum, enda mjög fyndið atvik.Heitur pottur eða gufubað? Heitur pottur, svo gufubað.Klukkan hvað ferðu að sofa á kvöldin? Í kring um miðnætti.Hvenær vaknar þú á morgnana? Korter í sjö.Áttu bíl? Nei, en konan mín á tvo.Ástin er?… …?eins og sinueldur, ástin er segulstál.Bíómyndin sem þú getur horft á aftur og aftur? Requiem for a Dream.Þinn helsti löstur? Ég er full hreinskilinn á köflum.Þinn besti kostur? Að ég er full hreinskilinn á köflum.Áttu þér leikaratvífara? Einhverjir hafa sagt Mads Mikkelsen sem ég reyndar skil ekki.Áttu gæludýr? Nei.Draumahelgin? Rólegheit heima hjá mér með fjölskyldunni.Næst á dagskrá? Tvennir tónleikar á Hard Rock Reykjavík með Lights on the Highway 29. og 30. desember. Það eru þrjú ár frá því að við komum saman síðast þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkur. Uppselt er á fyrri tónleikana en einhverjir miðar eftir á seinni á tix.is. Svo bara áramót með öllu tilheyrandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Þrjú ár eru síðan Lights on the Highway kom saman síðast en sveitin átti farsælan sprett í íslensku tónlistarlífi frá 2003 til 2012. Sveitin gaf út tvær breiðskífur á tímabilinu, seinni platan, Amanita Muscaria, var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2009. Söngvari sveitarinnar, Kristófer Jensson, svarar hér nokkrum laufléttum spurningum. Fjölskylda? Konan mín er Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir, Adda, og börnin mín eru Kristel Eva, 11 ára, og Katla Maren, 3 ára.Hljómsveitir sem þú hefur verið í? Cyclone, Carpet, Thin Jim and the Castaways, Lights on the Higway.Áttu þér gælunafn? Oftast kallaður Kristó.Hvert er áramótaheitið fyrir 2019? Ég hef aldrei gefið út einhver sérstök áramótaheit, en ætlar maður ekki alltaf að reyna að vera betri útgáfa af sjálfum sér á nýju ári?Besta augnablik síðasta árs? Sumarfríið með fjölskyldunni.Kærasta æskuminningin? Heyskapur í sveitinni minni að Eiði í Kolgrafarfirði.Neyðarlegasta atvikið? Þegar ég hrundi í gólfið fyrir framan fullan strætó af fólki í Brighton á Englandi. Stóð upp til að hringja bjöllunni og var búinn að gleyma að það voru „pull up“ sæti í vagninum. Þegar ég ætlaði að setjast aftur var sætið farið. Það sprungu allir úr hlátri í vagninum, enda mjög fyndið atvik.Heitur pottur eða gufubað? Heitur pottur, svo gufubað.Klukkan hvað ferðu að sofa á kvöldin? Í kring um miðnætti.Hvenær vaknar þú á morgnana? Korter í sjö.Áttu bíl? Nei, en konan mín á tvo.Ástin er?… …?eins og sinueldur, ástin er segulstál.Bíómyndin sem þú getur horft á aftur og aftur? Requiem for a Dream.Þinn helsti löstur? Ég er full hreinskilinn á köflum.Þinn besti kostur? Að ég er full hreinskilinn á köflum.Áttu þér leikaratvífara? Einhverjir hafa sagt Mads Mikkelsen sem ég reyndar skil ekki.Áttu gæludýr? Nei.Draumahelgin? Rólegheit heima hjá mér með fjölskyldunni.Næst á dagskrá? Tvennir tónleikar á Hard Rock Reykjavík með Lights on the Highway 29. og 30. desember. Það eru þrjú ár frá því að við komum saman síðast þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkur. Uppselt er á fyrri tónleikana en einhverjir miðar eftir á seinni á tix.is. Svo bara áramót með öllu tilheyrandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira