Endar á götunni eða í fangaklefa eftir innlögn á geðdeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2018 19:00 Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi. Að undanförnu höfum við fjallað um stöðu alvarlega andlega veiks fólks í réttarkerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, greindi frá því að andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur í fangelsi en þörf er á þar sem engin önnur úrræði eru til staðar. Þá sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, það koma of oft fyrir að fólk sem lögregla telur að sé í geðrofi gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Þessir einstaklingar glíma oftast einnig við fíknivanda. Þegar þeir eru ekki inni á geðdeild eða í fangelsi enda þeir oft á götunni og leita þá í gistiskýlið við Lindargötu. „Einstaklingur sem er veikur verður strax aftur mjög veikur og fer að nota og annað slíkt ef hann hefur ekki viðunandi úrræði til að fara í,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins.Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við LindargötuSkúli Már Hilmarsson, er nýútskrifaður af geðdeild þar sem hann dvaldi í þrjár vikur en hann glímir einnig við mikinn fíknivanda og hefur gert í fjölda ára. Það var gatan sem beið hans eftir útskrift, eins og svo oft áður, en nú dvelur hann í gistiskýlinu við Lindargötu á nóttunni. „Ég hef örugglega farið í svona fimmtíu innlagnir og líka langtímameðferðnir en ég hef alltaf farið með það í huga að verða edrú,“ segir Skúli Már og bætir við að það sé erfitt þar sem gatan taki við og hann umgangist þá aðra í mikilli neyslu. Hann segist þó ætla að sleppa eiturlyfjum þennan daginn og fara á VIN, athvarf fyrir fólk með geðraskanir.Vin loki svo klukkan fjögur og þá er það gatan á ný. Skúli Már hefur margoft gist fangaklefa en þar segist hann stundum fá sjóntruflanir. „Þegar ég fer í þessar fangageymslur þá er ég farinn að sjá svona ferli í höfðinu á mér. Teiknimyndagrafík og eitt og annað. Ég fór að sjá regnboga í öllum veggjum og svarta bletti,“ segir Skúli Már. Þór segir það gerast að jafnaði tvisvar í mánuði að einstaklingar fari í geðrof í gistiskýlinu. Það sé sorglegt að svo alvarlega veikt fólk búi á götunni og að oft sé betra að það sé í fangelsi. „Ekki viðunandi úrræði fyrir geðsjúka einstaklingar en stundum er bara ástandið þeirra þannig að sá tími sem þeir fá í afplánun er góður fyrir þá til að draga út skaðanum sem er í gangi þann tíma,“ segir Þór Gíslason. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi. Að undanförnu höfum við fjallað um stöðu alvarlega andlega veiks fólks í réttarkerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, greindi frá því að andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur í fangelsi en þörf er á þar sem engin önnur úrræði eru til staðar. Þá sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, það koma of oft fyrir að fólk sem lögregla telur að sé í geðrofi gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Þessir einstaklingar glíma oftast einnig við fíknivanda. Þegar þeir eru ekki inni á geðdeild eða í fangelsi enda þeir oft á götunni og leita þá í gistiskýlið við Lindargötu. „Einstaklingur sem er veikur verður strax aftur mjög veikur og fer að nota og annað slíkt ef hann hefur ekki viðunandi úrræði til að fara í,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins.Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við LindargötuSkúli Már Hilmarsson, er nýútskrifaður af geðdeild þar sem hann dvaldi í þrjár vikur en hann glímir einnig við mikinn fíknivanda og hefur gert í fjölda ára. Það var gatan sem beið hans eftir útskrift, eins og svo oft áður, en nú dvelur hann í gistiskýlinu við Lindargötu á nóttunni. „Ég hef örugglega farið í svona fimmtíu innlagnir og líka langtímameðferðnir en ég hef alltaf farið með það í huga að verða edrú,“ segir Skúli Már og bætir við að það sé erfitt þar sem gatan taki við og hann umgangist þá aðra í mikilli neyslu. Hann segist þó ætla að sleppa eiturlyfjum þennan daginn og fara á VIN, athvarf fyrir fólk með geðraskanir.Vin loki svo klukkan fjögur og þá er það gatan á ný. Skúli Már hefur margoft gist fangaklefa en þar segist hann stundum fá sjóntruflanir. „Þegar ég fer í þessar fangageymslur þá er ég farinn að sjá svona ferli í höfðinu á mér. Teiknimyndagrafík og eitt og annað. Ég fór að sjá regnboga í öllum veggjum og svarta bletti,“ segir Skúli Már. Þór segir það gerast að jafnaði tvisvar í mánuði að einstaklingar fari í geðrof í gistiskýlinu. Það sé sorglegt að svo alvarlega veikt fólk búi á götunni og að oft sé betra að það sé í fangelsi. „Ekki viðunandi úrræði fyrir geðsjúka einstaklingar en stundum er bara ástandið þeirra þannig að sá tími sem þeir fá í afplánun er góður fyrir þá til að draga út skaðanum sem er í gangi þann tíma,“ segir Þór Gíslason.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira