Sá reynslumesti fær að vera hinum megin við borðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 16:15 Aron Kristjánsson var þjálfari íslenska handboltalandsliðsins frá 2012 til 2016. Vísir/Pjetur Aron Kristjánsson mætti þremur íslenskum þjálfurum á árum sínum með íslenska landsliðið og enginn íslenskur landsliðsþjálfari hefur spilað oftar á móti landa sínum en einmitt Aron. Í kvöld fær Aron aftur á móti að vera hinum megin við borðið þegar Barein mætir í Laugardalshöllina undir hans stjórn. Eftir þrettán leiki með íslenska landsliðið á móti íslenskum þjálfurum mætir hann nú íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Leikur Íslands og Barein hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöll í kvöld. Aron er líka á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku með landslið Barein þar sem einn af mótherjunum verður einmitt íslenska landsliðið. Fyrst spila þjóðirnar tvo vináttulandsleiki í Höllinni og sá fyrri er í kvöld. Aron verður fimmti íslenski þjálfarinn sem mætir íslenska landsliðinu en einn af þeim er núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur stýrði danska landsliðinu fjórum sinnum á móti því íslenska frá 2015 til 2017. Þrír af þessum fjórum landsleikjum Dana á móti Íslandi undir stjórn Guðmundar voru einmitt á móti íslensku landsliði undir stjórn Arons Kristjánssonar. Guðmundur Guðmundsson var líka fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn sem var í þeirri stöðu að mæta öðru landsliði á stórmóti sem með íslenskan þjálfara. Sá leikur var á EM 2010 í Austurríki þar sem Austurríkismenn voru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikurinn endaði með jafntefli eftir mikla dramatík þar sem Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Dagur Sigurðsson hafði sumarið áður mætt með austurríska landsliðið til Íslands þar sem hann spilaði við b-landslið Íslands undir stjórn Kristjáns Halldórssonar. HSÍ viðurkenndi þann leik sem A-landsleik og var hann því fyrsti landsleikur milli tveggja íslenska þjálfara. Guðmundur Guðmundsson var þá þjálfari íslenska landsliðsins en var á sama tíma upptekinn með A-landsliðið í leik í Belgíu í undankeppni EM. Dagur Sigurðsson hefur mætt íslenska landsliðinu með þremur mismundandi landsliðum og japanska landsliðið hans verður einn af mótherjum Íslands á HM. Kristján Andrésson er líka á leiðinni á HM með sænska landsliðið en Kristján varð fjórði íslenski þjálfarinn í röðinni sem mætir íslenska landsliðinu. Áður hafði Parekur Jóhannsson stýrt austurríska landsliðinu fjórum sinnum á móti Íslandi en Patrekur verður með Austurríkismenn á HM í Þýskalandi og Danmörk í næsta mánuði.Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara á móti íslenskum þjálfurum annarra landsliða: 13 leikir - Aron Kristjánsson 6 leikir - Geir Sveinsson 1 leikir - Guðmundur Guðmundsson 1 leikir - Kristján HalldórssonÍslenskir þjálfarar sem hafa mætt íslenska landsliðinu: 8 leikir - Dagur Sigurðsson (Með Austurríki, Þýskaland og Japan) 6 leikir - Patrekur Jóhannesson (Með Austurríki) 4 leikir - Guðmundur Guðmundsson (Með Danmörku) 4 leikir - Kristján Andrésson (Með Svíþjóð) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Aron Kristjánsson mætti þremur íslenskum þjálfurum á árum sínum með íslenska landsliðið og enginn íslenskur landsliðsþjálfari hefur spilað oftar á móti landa sínum en einmitt Aron. Í kvöld fær Aron aftur á móti að vera hinum megin við borðið þegar Barein mætir í Laugardalshöllina undir hans stjórn. Eftir þrettán leiki með íslenska landsliðið á móti íslenskum þjálfurum mætir hann nú íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Leikur Íslands og Barein hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöll í kvöld. Aron er líka á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku með landslið Barein þar sem einn af mótherjunum verður einmitt íslenska landsliðið. Fyrst spila þjóðirnar tvo vináttulandsleiki í Höllinni og sá fyrri er í kvöld. Aron verður fimmti íslenski þjálfarinn sem mætir íslenska landsliðinu en einn af þeim er núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur stýrði danska landsliðinu fjórum sinnum á móti því íslenska frá 2015 til 2017. Þrír af þessum fjórum landsleikjum Dana á móti Íslandi undir stjórn Guðmundar voru einmitt á móti íslensku landsliði undir stjórn Arons Kristjánssonar. Guðmundur Guðmundsson var líka fyrsti íslenski landsliðsþjálfarinn sem var í þeirri stöðu að mæta öðru landsliði á stórmóti sem með íslenskan þjálfara. Sá leikur var á EM 2010 í Austurríki þar sem Austurríkismenn voru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikurinn endaði með jafntefli eftir mikla dramatík þar sem Austurríkismenn skoruðu þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Dagur Sigurðsson hafði sumarið áður mætt með austurríska landsliðið til Íslands þar sem hann spilaði við b-landslið Íslands undir stjórn Kristjáns Halldórssonar. HSÍ viðurkenndi þann leik sem A-landsleik og var hann því fyrsti landsleikur milli tveggja íslenska þjálfara. Guðmundur Guðmundsson var þá þjálfari íslenska landsliðsins en var á sama tíma upptekinn með A-landsliðið í leik í Belgíu í undankeppni EM. Dagur Sigurðsson hefur mætt íslenska landsliðinu með þremur mismundandi landsliðum og japanska landsliðið hans verður einn af mótherjum Íslands á HM. Kristján Andrésson er líka á leiðinni á HM með sænska landsliðið en Kristján varð fjórði íslenski þjálfarinn í röðinni sem mætir íslenska landsliðinu. Áður hafði Parekur Jóhannsson stýrt austurríska landsliðinu fjórum sinnum á móti Íslandi en Patrekur verður með Austurríkismenn á HM í Þýskalandi og Danmörk í næsta mánuði.Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara á móti íslenskum þjálfurum annarra landsliða: 13 leikir - Aron Kristjánsson 6 leikir - Geir Sveinsson 1 leikir - Guðmundur Guðmundsson 1 leikir - Kristján HalldórssonÍslenskir þjálfarar sem hafa mætt íslenska landsliðinu: 8 leikir - Dagur Sigurðsson (Með Austurríki, Þýskaland og Japan) 6 leikir - Patrekur Jóhannesson (Með Austurríki) 4 leikir - Guðmundur Guðmundsson (Með Danmörku) 4 leikir - Kristján Andrésson (Með Svíþjóð)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira