Viðskipti erlent

Instagram-notendur brugðust ókvæða við óvæntri breytingu

Birgir Olgeirsson skrifar
Breyting var prófuð á mun stærri hópi en til stóð.
Breyting var prófuð á mun stærri hópi en til stóð. Vísir/Getty
Samfélagsmiðlinum Instagram urðu á þau mistök í gær að prófa nýtt viðmót forritsins á mun stærri hópi notenda en til stóð. Notendur miðilsins áttu margir hverjir varla orð til lýsa óánægju sinni þegar viðmótið hafði breyst á þann veg að fletta þurfti yfir tímalínu miðilsins til hliðar en ekki niður eftir skjánum.

Stjórnandi Instagram, Adam Mosseri, baðst afsökunar á þessu í gær og útskýrði um leið að til stóð að prófa þetta nýja viðmót á mun smærri notendahópi en raunin varð.

Instagram hefur vanalega tilkynnt jafn stórar breytingar með nokkrum fyrirvara í bloggfærslum. Það átti þó ekki við þessa breytingu.

Ef einhver er enn með þetta viðmót á sínu forriti er mælst til þess að endurræsa því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×