Aðeins þrjú snjóléttari haust í nærri sextíu ár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2018 07:30 Einn af þremur snjódögum haustsins í Reykjavík var 5. nóvember. Þá grunaði sjálfsagt fáa hversu fágætur snjórinn yrði þetta haust. Fréttablaðið Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjóhulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tímann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áðurnefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjóhulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tímann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áðurnefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira