Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. desember 2018 14:00 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir Á blaðamannafundi í dag var kynnt alþjóðlegt Crossfit-mót sem fer fram á Íslandi dagana 3.-5. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt af sextán alþjóðlegum mótum þar sem í boði er farseðill á heimsleikana í ár. Fjórar stærstu Crossfit-stjörnur Íslands sátu fyrir svörum á fundinum - þau Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Fyrsta mótið af þeim sextán fór fram í Dúbæ í desember og þar varð Björgvin Karl í öðru sæti í karlaflokki og Sara í þriðja sæti í kvennaflokki. Aðeins sigurvegari hvers móts kemst á heimsleikana sjálfa en einnig verður hægt að komast inn á mótið í gegnum „The Open“ sem fer fram í febrúar og mars. „Miðað við þann árangur sem við höfum náð í íþróttinni finnst mér ótrúlegt að við höfum ekki fengið að halda mót fyrr,“ sagði Björgvin Karl við Vísi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta haldið mót með fullt af áhorfendum og sterkum keppendum víðs vegar að úr heiminum.“ Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari íþróttinni og segir að það sé mikill heiður að svo sterkt mót verði haldið hér á landi. „Útlendingum finnst Ísland ótrúlega spennandi og ég er oft spurð að því hvað sé í vatninu hjá okkur og af hverju við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. „Ég held að þetta verði vinsælt mót hjá keppendum enda í lok tímabilsins þar sem fólk verður í kapphlaupi við að tryggja sig inn á heimsleikana.“ Óvíst er um þátttöku þeirra fjögurra sem voru á fundinum í dag en það mun ráðast af því hvort að þau verða komin með keppnisrétt á heimsleikunum þegar kemur að mótinu á Íslandi. „Ég get ekki staðfest strax að ég muni keppa á þessu móti en það kemur í ljós þegar líður á tímabilið. Það eina sem ég hef planað er mót í Afríku í lok janúar og mitt markmið er að koma mér strax á heimsleikana þar. Svo sér maður til hvar maður kepppir enda væri erfitt að hafa ekkert að stafni í hálft ár [þar til heimsleikarnir byrja]. Þannig að ég verð að sjá hvernig spilast úr þessu hjá mér,“ sagði Katrín. Björgvin Karl sagði 99 prósent öruggt að hann myndi keppa á mótinu í maí en nánar verður rætt við þau í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.10. CrossFit Tengdar fréttir Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Á blaðamannafundi í dag var kynnt alþjóðlegt Crossfit-mót sem fer fram á Íslandi dagana 3.-5. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt af sextán alþjóðlegum mótum þar sem í boði er farseðill á heimsleikana í ár. Fjórar stærstu Crossfit-stjörnur Íslands sátu fyrir svörum á fundinum - þau Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Fyrsta mótið af þeim sextán fór fram í Dúbæ í desember og þar varð Björgvin Karl í öðru sæti í karlaflokki og Sara í þriðja sæti í kvennaflokki. Aðeins sigurvegari hvers móts kemst á heimsleikana sjálfa en einnig verður hægt að komast inn á mótið í gegnum „The Open“ sem fer fram í febrúar og mars. „Miðað við þann árangur sem við höfum náð í íþróttinni finnst mér ótrúlegt að við höfum ekki fengið að halda mót fyrr,“ sagði Björgvin Karl við Vísi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta haldið mót með fullt af áhorfendum og sterkum keppendum víðs vegar að úr heiminum.“ Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari íþróttinni og segir að það sé mikill heiður að svo sterkt mót verði haldið hér á landi. „Útlendingum finnst Ísland ótrúlega spennandi og ég er oft spurð að því hvað sé í vatninu hjá okkur og af hverju við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. „Ég held að þetta verði vinsælt mót hjá keppendum enda í lok tímabilsins þar sem fólk verður í kapphlaupi við að tryggja sig inn á heimsleikana.“ Óvíst er um þátttöku þeirra fjögurra sem voru á fundinum í dag en það mun ráðast af því hvort að þau verða komin með keppnisrétt á heimsleikunum þegar kemur að mótinu á Íslandi. „Ég get ekki staðfest strax að ég muni keppa á þessu móti en það kemur í ljós þegar líður á tímabilið. Það eina sem ég hef planað er mót í Afríku í lok janúar og mitt markmið er að koma mér strax á heimsleikana þar. Svo sér maður til hvar maður kepppir enda væri erfitt að hafa ekkert að stafni í hálft ár [þar til heimsleikarnir byrja]. Þannig að ég verð að sjá hvernig spilast úr þessu hjá mér,“ sagði Katrín. Björgvin Karl sagði 99 prósent öruggt að hann myndi keppa á mótinu í maí en nánar verður rætt við þau í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.10.
CrossFit Tengdar fréttir Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30