„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. desember 2018 12:13 Toyota Land Cruiser-bíllinn á sandinum fyrir neðan brúna. Aðkoma björgunarfólks var hrikaleg eins og hér má sjá. Hluti myndarinnar hefur verið máður út. adolf ingi Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Þrír þeirra létust í slysinu og þá slösuðust fjórir alvarlega. Í fyrstu tilkynningu lögreglu kom fram að fjórir hefðu látist. Enn á eftir að flytja tvo af vettvangi að sögn lögreglu og er reiknað með að því ljúki um klukkan 13. Þeir sem eru slasaðir eru töluvert mikið slasaðir en erfitt er að segja til um hvort þau séu í lífshættu. Adolf var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og var spurður út í aðstæður á slysstað. „Þær voru hryllilegar. Bíllinn var þarna í köku eftir að hafa flogið fram af brúnni og þegar ég kom að þá voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.“ Hann sagði að fyrstu viðbrögð hafi falist í því að reyna að átta sig á lífsmörkum á farþegum bílsins.Klippa: Aðstæður við Núpsvötn hryllilegarHá og löng brú byggð árið 1973 „Hverjir voru með meðvitund og hverjir ekki og hvort það væri hægt að ná einhverjum út úr bílnum sem voru fastir inni og eins að hlúa að þeim sem voru komnir út og láta þeim líða sem skást. En þetta var mjög ljót aðkoma,“ sagði Adolf. Aðspurður hvort það hafi verið mikil hálka á brúnni kvaðst hann ekki hafa orðið var við það. „Nei, ég varð ekki var við það allavega og ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst.“Frá vettvangi slyssins í morgun en Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 9:42.Adolf Ingi ErlingssonErlendir ferðamenn voru í bílnum, bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í hádegisfréttum RÚV að hann teldi að um breska ríkisborgara væri að ræða. Bíllinn fór út af á miðri brúnni sem er mjög há og löng. Stór hluti brúarinnar nær yfir sand og lenti bíllinn í áraurnum þegar hann fór fram af en ekki í sjálfri ánni. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Aðeins Borgarfjarðarbrú er lengri. Um átta metrar eru frá brúargólfi niður á sandinn fyrir neðan. Til stendur að skipta brúnni út á næstu árum fyrir styttri brú, líklega um hundrað metra langa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár, síðast síðastliðið sumar þegar fólksbíll og sendiferðabíll skullu saman. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Þrír þeirra létust í slysinu og þá slösuðust fjórir alvarlega. Í fyrstu tilkynningu lögreglu kom fram að fjórir hefðu látist. Enn á eftir að flytja tvo af vettvangi að sögn lögreglu og er reiknað með að því ljúki um klukkan 13. Þeir sem eru slasaðir eru töluvert mikið slasaðir en erfitt er að segja til um hvort þau séu í lífshættu. Adolf var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og var spurður út í aðstæður á slysstað. „Þær voru hryllilegar. Bíllinn var þarna í köku eftir að hafa flogið fram af brúnni og þegar ég kom að þá voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.“ Hann sagði að fyrstu viðbrögð hafi falist í því að reyna að átta sig á lífsmörkum á farþegum bílsins.Klippa: Aðstæður við Núpsvötn hryllilegarHá og löng brú byggð árið 1973 „Hverjir voru með meðvitund og hverjir ekki og hvort það væri hægt að ná einhverjum út úr bílnum sem voru fastir inni og eins að hlúa að þeim sem voru komnir út og láta þeim líða sem skást. En þetta var mjög ljót aðkoma,“ sagði Adolf. Aðspurður hvort það hafi verið mikil hálka á brúnni kvaðst hann ekki hafa orðið var við það. „Nei, ég varð ekki var við það allavega og ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst.“Frá vettvangi slyssins í morgun en Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 9:42.Adolf Ingi ErlingssonErlendir ferðamenn voru í bílnum, bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í hádegisfréttum RÚV að hann teldi að um breska ríkisborgara væri að ræða. Bíllinn fór út af á miðri brúnni sem er mjög há og löng. Stór hluti brúarinnar nær yfir sand og lenti bíllinn í áraurnum þegar hann fór fram af en ekki í sjálfri ánni. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Aðeins Borgarfjarðarbrú er lengri. Um átta metrar eru frá brúargólfi niður á sandinn fyrir neðan. Til stendur að skipta brúnni út á næstu árum fyrir styttri brú, líklega um hundrað metra langa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár, síðast síðastliðið sumar þegar fólksbíll og sendiferðabíll skullu saman.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17
Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19