Feitir munkar áhyggjuefni Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2018 19:00 Hjúkrunarfræðingar hlúa að tveimur sjúklingum á ríkisrekinni heilsugæslustöð sem er sérstaklega ætluð búddamunkum. Getty/Romeo Gacad Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum. Næstum helmingur þeirra, eða um 45 prósent, mælist of þungur, einn af hverjum 15 munkum er með sykursýki auk þess sem stór hluti þeirra þjáist af einhvers konar hjarta- eða æðasjúkdómum. Ekki bætir úr skák að um 43 prósent tælenskra búddamunka reykja reglulega og 56 prósent hreyfa sig sjaldnar en þrisvar í viku, að sögn talsmanns tælenska heilbrigðisráðuneytisins.Offituvandinn er talinn svo aðkallandi að allt síðastliðið ár hafa tælensk stjórnvöld, þarlendir fræðimenn og æðstaráð tælenskra búddamunka unnið náið saman til að stemma stigu við spikinu. Til að mynda hefur samstarfshópurinn gefið út aðgerðaáætlun gegn offitu sem útdeilt var til allra búddahofa í landinu fyrr á þessu ári. Hópnum er þó vandi á höndum. Offitufaraldurinn er nefnilega ekki síst rakinn til þátta sem munkarnir fá sjálfir litlu um ráðið. Þar spilar stærsta rullu mataræðið.Sætindi og þráseta Á hverjum morgni fá munkarnir matarölmusu frá tælenskum búddistum, sem trúa að með matargjöfinni kaupi þeir sér gott karma í þessu lífi og því næsta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að maturinn sem munkarnir sporðrenna á morgnanna er oftar en ekki gríðarlega óhollur. Kökur, núðlur, búðingar, djúpsteiktar brauðbollur, snakk og sykraðir eftirréttir eru meðal algengustu matargjafa og munkarnir hafa fárra kosta völ en að leggja sér óhollustuna til munns. Því meira lostæti, því meira karma er viðkvæðið. Þá er enginn hægðarleikur fyrir munkana að stunda líkamsrækt. Trúar sinnar vegna mega þeir ekki virðast of uppteknir af sjálfum sér og ekki bætir úr skák að þeir mega ekki klæðast skóm - sem óneitanlega gerir alla hreyfingu þeim mun erfiðari. Líkamsrækt sé því „flókin“ en þó ekki „óhugsandi“ að sögn háttsetts munks. Munkarnir megi hreyfa sig heilsu sinnar vegna en ekki hlaða á sig vöðvum. Þeir megi ekki lyfta lóðum eða skokka. Munkarnir megi hins vegar labba rösklega. Þá megi þeir einnig stunda jóga sér til heilsubótar, en ekki á almannafæri. Nánar má fræðast um málið á vef The Guardian. Asía Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum. Næstum helmingur þeirra, eða um 45 prósent, mælist of þungur, einn af hverjum 15 munkum er með sykursýki auk þess sem stór hluti þeirra þjáist af einhvers konar hjarta- eða æðasjúkdómum. Ekki bætir úr skák að um 43 prósent tælenskra búddamunka reykja reglulega og 56 prósent hreyfa sig sjaldnar en þrisvar í viku, að sögn talsmanns tælenska heilbrigðisráðuneytisins.Offituvandinn er talinn svo aðkallandi að allt síðastliðið ár hafa tælensk stjórnvöld, þarlendir fræðimenn og æðstaráð tælenskra búddamunka unnið náið saman til að stemma stigu við spikinu. Til að mynda hefur samstarfshópurinn gefið út aðgerðaáætlun gegn offitu sem útdeilt var til allra búddahofa í landinu fyrr á þessu ári. Hópnum er þó vandi á höndum. Offitufaraldurinn er nefnilega ekki síst rakinn til þátta sem munkarnir fá sjálfir litlu um ráðið. Þar spilar stærsta rullu mataræðið.Sætindi og þráseta Á hverjum morgni fá munkarnir matarölmusu frá tælenskum búddistum, sem trúa að með matargjöfinni kaupi þeir sér gott karma í þessu lífi og því næsta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að maturinn sem munkarnir sporðrenna á morgnanna er oftar en ekki gríðarlega óhollur. Kökur, núðlur, búðingar, djúpsteiktar brauðbollur, snakk og sykraðir eftirréttir eru meðal algengustu matargjafa og munkarnir hafa fárra kosta völ en að leggja sér óhollustuna til munns. Því meira lostæti, því meira karma er viðkvæðið. Þá er enginn hægðarleikur fyrir munkana að stunda líkamsrækt. Trúar sinnar vegna mega þeir ekki virðast of uppteknir af sjálfum sér og ekki bætir úr skák að þeir mega ekki klæðast skóm - sem óneitanlega gerir alla hreyfingu þeim mun erfiðari. Líkamsrækt sé því „flókin“ en þó ekki „óhugsandi“ að sögn háttsetts munks. Munkarnir megi hreyfa sig heilsu sinnar vegna en ekki hlaða á sig vöðvum. Þeir megi ekki lyfta lóðum eða skokka. Munkarnir megi hins vegar labba rösklega. Þá megi þeir einnig stunda jóga sér til heilsubótar, en ekki á almannafæri. Nánar má fræðast um málið á vef The Guardian.
Asía Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira