Viðskipti erlent

Jólaverslun í Bandaríkjunum ekki betri í sex ár

Andri Eysteinsson skrifar
Fjöldi tilboða leiddi til betri jólaverslunar en undanfarin ár.
Fjöldi tilboða leiddi til betri jólaverslunar en undanfarin ár. EPA/ Neil Hall
Jólaverslun Bandaríkjanna jókst um 5.1 prósent milli ára og náði heildarupphæðin yfir 850 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í skýrslu MasterCard sem birt var ytra í dag, verslun hefur ekki verið meiri fyrir jólin síðan árið 2012.

Reuters greinir frá því að gott efnahagsástand, hækkandi laun, lægra atvinnuleysi og fjöldi tilboða hafi ýtt neytendur áfram að meiri jólaverslun. Niðurstöður skýrslunnar eru í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækisins Amazon sem tilkynnti um metverslun fyrirtækisins fyrir jólin. Vegna velgengni fyrirtækisins hækkuðu hlutabréf í Amazon um 5%.

Í skýrslu MasterCard kemur fram að sala á fatnaði hafi aukist um nærri átta prósent, sala á raftækjum dróst hinsvegar saman um 0,7 prósent eftir yfir sjö prósenta hækkun í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×