„Hann hringdi í okkur rétt fyrir klukkan átta. Þá var inni í bílnum sem hann hafði stolið,“ segir Ebbe Kimo, yfirmaður hjá norsku lögreglunni.
„Hann gat ekki opnað dyrnar á bílnum. Hann þekkir okkur ágætlega og hélt greinilega að það væri í góðu lagi að hringja í okkur. Svolítið eins og hann væri að hringja í vin,“ segir Kimo.
17 ára gamall þjófurinn stal bílnum af bílasölu í Þrándheimi og tókst það án þess að skemma bílinn mikið. Hann læsti sig hins vegar inni í bílnum vegna sjálfvirkrar læsingar.
„Hann virtist nokkuð stressaður og örvæntingarfullur þegar hann hringdi í okkur og ég held að hann hafi verið feginn þegar við komum,“ segir Kimo.
Pilturinn var yfirheyrður af lögreglu áður en honum var svo sleppt.
#Trondheim
Ung biltjuv ringte fra bilforretning på Tunga etter mislykket forsøk på å stjele en bil. Vel inne i bilen ble han sittende fast bak låste dører. Da er det greit å kunne ringe politiet for å be om hjelp. Patrulje var raskt på stedet og fikk ham ut og inn til arresten.
— Politiet i Trøndelag (@PolitiTrondelag) December 24, 2018