Ekki endilega hættur barneignum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 24. desember 2018 10:00 Jól hjá prestum eru oft mikil vinnutörn en þessi jólin er Davíð Þór í fæðingarorlofi með Ægi litla syni sínum og getur verið í faðmi fjölskyldunnar. MYND/EYÞÓR „Ég hlakka til að mæta aftur til vinnu á nýársdag en á sama tíma fylgir því tregi að fæðingarorlofinu ljúki því við feðgar höfum átt svo yndislegan tíma saman,“ segir Davíð Þór og faðmar Ægi, tíu mánaða son sinn, fast að sér í jólaljósunum. Ægir fæddist í febrúar á þessu ári en fyrir áttu þau Þórunn Gréta Sigurðardóttir dótturina Signýju sem þeim fæddist 2016. „Þórunn fór eðlilega strax í fæðingarorlof en eftir á að hyggja hefði ég átt að gera það líka, enda í nógu að snúast með tveggja ára barn og hvítvoðung. Ég var því ekki nógu mikið til staðar og sagði við Þórunni að næst gerðum við þetta ekki svona. Hún horfi á mig: „Næst? Láttu þig dreyma!“,“ rifjar Davíð upp og hlær. „Við erum svo sem ekki að plana frekari barneignir en ég er ekki heldur að lýsa því yfir að við séum hætt.“ Davíð Þór er fæddur það herrans ár 1965 og á þrjú uppkomin börn á aldrinum 27 til 35 ára. „Ég á líka fjögur dásamleg barnabörn sem eru eldri en mitt yngsta barn. Það er sagt að þetta geri mann ungan á ný en ég segi að þetta geri mann aðallega vansvefta,“ segir Davíð sposkur. „Það er ákveðið dejavú að vera kominn aftur með lítil börn því nú er ég með stelpu og strák þar sem eru tvö ára á milli en þannig var það líka með Ísold mína og Núma 1990 og 1991. Mér verður því stundum á að kalla litlu krílin mín Signýju og Ægi Ísold og Núma,“ segir Davíð en fyrir átti hann dótturina Huldu sem er fædd 1983.Guð birtist okkur sem barn Það er aðfangadagur og Davíð Þór hlakkar til að eiga jól eins og hann þekkti áður en hann varð prestur. „Jól mín sem prestur snúast um vinnutörn. Ég er vanur að vera með þrjár messur á aðfangadag og eina á jóladag sem þýðir að jólafrí með fjölskyldunni byrjar á annan í jólum. Því finnst mér notalegt í fæðingarorlofinu að geta átt mín gömlu hefðbundnu jól í faðmi fjölskyldunnar, tekið pakkarúntinn og haft tíma til að elda rjúpurnar í kvöld, borða heimatilbúinn ís, hlusta á aftansöng í útvarpinu og leggjast undir sæng með nýja bók á jólanótt.“ Davíð Þór hlakkar líka til að opna jólapakka með börnum sínum, enda er fæðing Jesúbarnsins samofin einlægri gleði jarðneskra barna um jól. „Hvað sjálfan mig varðar kemur Guð til mín á jólum, nálgast mig og frelsar, eins og aðeins nýfætt barn getur gert þegar maður fær það í fangið. Þá þarf maður að setja sjálfan sig í annað sætið, leggja egóið til hliðar og þjóna öðrum. Svo sagði Jesús sjálfur þegar hann var kominn til vits og ára: „Hver sá sem ekki tekur á móti Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma.“ Því er barnsleg jólagleðin sem maður fyllist á þessum árstíma og langt fram á fullorðinsaldur þörf upprifjun á því hvernig á að taka á móti Guðs ríki og þess vegna birtist Guð okkur sem barn sem þarf á okkur að halda.“Ást eftir þriðju sýn Leiðir Davíðs Þórs og Þórunnar Grétu lágu saman í þrígang áður en ástin sigraði þau árið 2005. „Við hittumst fyrst þegar Þórunn var í Menntaskólanum á Egilsstöðum og fékk það verkefni að sækja mig og skila út á flugvöll þegar ég var pantaður austur sem kynnir á tónlistarhátíð. Árum seinna flutti hún til Reykjavíkur með sínum þáverandi, í stigaganginn við hliðina á mér þar sem ég bjó með minni fyrrverandi. Enn árum síðar sótti hún um vinnu hjá mér sem þýðandi þar sem ég stjórnaði talsetningu teiknimynda í Stúdíó Sýrlandi. Þar tók ég eftir því hvað hún var flink, vel máli farin og með góðan húmor, og eitt leiddi af öðru. Þegar við hittumst í þriðja sinn fann ég að þessu var ætlað að gerast en það er þó ekki hægt að segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn heldur byrjaði allt á faglegum samskiptum og virðingu sem varð að væntumþykju og aðdáun sem varð að ást,“ upplýsir Davíð Þór og allt er svo sannarlega þegar þrennt er. „Þrír er heilög tala sem inniber allt; allan tíma, fortíð, nútíð og framtíð; sköpunarverkið í heild sinni, dýraríkið, jurtaríkið og steinaríkið; og hina heilögu þrenningu, föður, son og heilagan anda.“ Þau Davíð Þór og Þórunn Gréta eru þó ekki búin að hnýta hnútinn í heilögu hjónabandi. „Við erum gift hvort öðru í hjörtum okkar þótt enn eigi eftir að ganga frá formsatriðinu. Hún er konan mín af því að hún er kona og hún er mín. Hún er konan mín vegna þess að ég varð ástfanginn af henni, sá í henni eitthvað sem hreif mig. Mig langaði að hafa hana sem hluta af lífi mínu og sem þátttakanda í því. Hvað það var er órætt og ósnertanlegt; kannski bros eða glit í auga, einhver andleg bylgjulengd, greind, húmor og grundvallar lífsviðhorf sem við deilum.“Feðgarnir Davíð Þór og Ægir hafa notið þess að vera saman í fæðingarorlofi síðastliðna sex mánuði. MYND/EYÞÓREkki í satanískri pönkgrúbbu Sumarið 2016, þegar Davíð Þór og Þórunn Gréta voru í fæðingarorlofi með Signýju, stofnuðu þau pönksveitina Austurvígstöðvarnar. Á árinu kom út fyrsta plata sveitarinnar, Útvarp Satan. „Austurvígstöðvarnar er alls ekki satanísk heldur þvert á móti mjög kristileg pönkgrúbba, þótt platan sé nefnd eftir einu lagi hennar sem fjallar um útvarpsstöð með satanískan boðskap um að hata náungann og óttast þá sem standa höllustum fæti í þjóðfélaginu,“ útskýrir Davíð Þór sem semur alla lagatexta og flestar tónsmíðar Austurvígstöðvanna, ásamt því að vera aðalsöngvari með Díönu Mjöll Sveinsdóttur. „Hljómsveitin var hugsuð sem skemmtilegt hobbí en hún vatt fljótt upp á sig og varð miklu betri en til stóð. Við byrjuðum þrjú en erum nú orðin sex og ég er sérstaklega stoltur af kynjahlutfallinu því konurnar eru þrjár og þar af Þórunn mín. Það er rosa fínt að vera saman í hljómsveit. Þórunn er afbragðs hljómborðsleikari og stórkostlega ofmenntuð til að vera í pönkgrúbbu, með meistaragráðu í klassískum tónsmíðum, en við erum í þessu til að hafa gaman af því og þetta er skemmtilegt,“ segir Davíð Þór sem stefnir á nýja plötu á nýju ári. „Yrkisefni mitt í lagatextum eða sú staðreynd að ég sé prestur kemur Austurvígstöðvunum ekki meira við en að Díana Mjöll sé rútubílstjóri. Í hugum margra er óljóst hvenær prestsembættinu sleppir og prívatpersóna prestsins tekur við. Hins vegar er ég engu að síður borgari í lýðfrjálsu landi sem hefur rétt á því að hafa skoðanir, tjá þær og taka þátt í þjóðfélagsumræðum og pólitík.“ Textar Davíðs Þórs með Austurvígstöðvunum eru beittir og berorðir. „Vitaskuld eru textarnir settir fram í svolítilli kaldhæðni en boðskapurinn er samt sem áður nokkurn veginn sá sami og ég kem á framfæri í kirkjunni og við annað fólk. Að við séum góð hvert við annað, hættum að vera hrædd hvert við annað, og að við hlustum ekki á þá sem reyna að sundra okkur og vekja úlfúð okkar á milli.Tók ekki prestvígslu í bríaríi Þegar Davíð Þór hóf guðfræðinám árið 1991 var það vegna áhuga hans á heimspeki og siðfræði. „Á þeim árum hafði ég litla trúarsannfæringu og lítið sem ekkert persónulegt vitundarsamband við æðri mátt. Það hafði lengi blundað í mér að verða leikari og eftir tvö ár í guðfræðináminu opnaðist gluggi og ég varð eftirsóttur skemmtikraftur og endaði í skemmtanabransanum í þrettán ár,“ útskýrir Davíð Þór sem lenti ungur í slagtogi með Bakkusi en hætti að drekka 2005. „Það var erfitt fyrir mig að horfast í augu við það að ég væri ekkert sérstakur og bara týpískur alkóhólisti. Saga mín er því eins og saga næstum allra alkóhólista; byrjaði sem rosa fjör þegar ég kynntist Bakkusi sem yndislegum þjóni en áður en ég vissi af var ég orðinn þjónn hans og þræll og hann ömurlegur húsbóndi. Ég var sumsé mjög skemmtilegur með víní í tuttugu ár en drakk í 25 ár. Það skiptir svo engu máli hvað maður játar með munninum því maður sýnir með atferli sínu á hvað maður trúir. Þegar Bakkus er sá sem maður dýrkar er það vínandi sem gefur lífinu tilgang og ekki pláss fyrir annað. Því var nálgun mín við Guð aðeins heimspekilegt og faglegt viðfangsefni en ekki einhver sem ég gat átt í persónulegu sambandi við, átt samtal við og haft sem hluta af lífi mínu,“ segir Davíð Þór sem í sporavinnu AA-samtakanna þurfti að horfa inn á við og í eigin barm. „Þá rifjuðust upp kynni mín við æðri mátt sem urðu allt í einu einlægari og persónulegri en ekki fræðileg og fagleg eins og þau höfðu verið í fyrstu atrennu minni í guðfræðinni.“ Það var Þórunn Gréta sem rak Davíð til þess að ljúka við guðfræðinámið. „Upphaflega planið var þá að klára BA-prófið til að vera ekki titlaður fyrrverandi guðfræðinemi til æviloka, eins og verið hafði, en í náminu fann ég hvernig áhuginn blossaði upp og eftir að starfa við afleysingar sem æskulýðsprestur á Egilsstöðum eftir útskrift 2011 fann ég sterkt hvað ég vildi gera við síðustu tuttugu árin af starfsævinni,“ segir Davíð sem var skipaður sóknarprestur í Laugarneskirkju árið 2016 en var vígður í embætti héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi 2014. Þá bjó hann á Eskifirði í tvö ár. „Ég held að fólk sé búið að fatta að mér sé alvara með þessu. Að jafnvel ég hefði ekki úthald í svo langdreginn brandara svo löngu eftir að hann hætti að vera fyndinn,“ segir Davíð Þór sem viðurkennir að fyrsta kastið hafi hann fundið að fólk vissi ekki hvernig það ætti að taka honum sem presti. „Ég veit að margir héldu að guðfræðiáhugi minn væri stælar eða tiktúrur en ég held að fólk átti sig á því núna að ég tók ekki prestvígslu í neinu bríaríi heldur af því ég hafði köllun til kirkjulegrar þjónustu og þegar ég tala um trú mína og æðri mátt er mér einlæg alvara með því.“ Davíð Þór hefur að keppikefli að vinna vinnu sína vel frekar en að eltast við vinsældir. „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir presta að þora að vera óvinsælir og þeir þurfa að þora að segja fólki til syndanna þegar með þarf. Ég veit að meðal hlustenda ákveðinnar útvarpsstöðvar, sem ég í söngtexta kalla Útvarp Satan, er ég sennilega óvinsælasti prestur landsins,“ segir Davíð Þór og vísar í Útvarp Sögu. „Þar hafa stjórnendur kallað mig geðsjúkling, eiturlyfjasjúkling og kynferðisafbrotamann á öldum ljósvakans vegna þess að ég hef óhikað gagnrýnt þá fyrir að dreifa lygum og hatri um innflytjendur og hælisleitendur. Ég hef fengið það tífalt til baka en á sama tíma hef ég litlar áhyggjur af því að fólk með fullu viti hlusti á þá útvarpsstöð.“Hafnar ekki trúararfi sínum Í fæðingarorlofi með Ægi litla hefur Davíð Þór setið við skriftir og unnið að bók með trúarljóðum. Hann á líka sálm í nýrri og væntanlegri sálmabók þjóðkirkjunnar, við lag Arngerðar Maríu Árnadóttur. „Ef einhver hefði áður sagt að ég ætti eftir að verða sálmaskáld hefði ég sennilega skellt upp úr. Ég hef dálítið fengist við að yrkja sálma og þykir mikill heiður að pláss sé fyrir sálminn í nýju sálmabókinni,“ segir Davíð Þór um sálm sinn Í svörtum himingeimi sem var frumfluttur á Sálmafossi í Hallgrímskirkju á Menningarnótt í fyrra og hefur farið sigurför síðan. „Sálmurinn er sterk vist- og sköpunarguðfræði sem leggur áherslu á ráðsmennsku mannsins yfir jörðinni og skyldu mannsins sem ráðsmanns Guðs; kristileg nálgun að loftlagsvánni og vandanum sem mannkynið stendur frammi fyrir og mikilvægi þess að standa vörð um sköpunarverkið svo að reikistjarnan okkar verði byggileg í framtíðinni,“ útskýrir sálmaskáldið Davíð. „Ég hef verið spurður hvernig ég, sem skynsamur og greindur maður, geti verið kristinn og trúað því að Biblían sé full af sannleika en önnur trúarbrögð ekki. Þá er mitt svar að ég er ekki kristinn af því ég er svo sannfærður um að allt annað sé þvættingur. Ég efast ekki um að hefði ég fæðst í Bagdad væri ég múslimi en af hverju hefði ég átt að rísa upp gegn trúararfi mínum og umhverfi sem ég sá ekki ástæðu til að gera í Reykjavík? Ég fann mig knúinn til að velja mér leið til að rækta mitt andlega líf og trúarlíf og þetta var sú leið sem ég valdi, enda er ekki hægt að fara allar leiðir,“ segir Davíð með festu. Á honum brennur að við getum búið saman í friði og borið virðingu hvert fyrir öðru, óháð trú, trúarbrögðum eða skorti á trú, og að við hættum að tala af yfirlæti um þá sem ekki deila með okkur trúar- eða lífsskoðunum. „Nafn mitt kemur úr Biblíunni, það er kross í fánanum og kirkja hinum megin við götuna mína. Ég hefði getað gerst hindúi og farið yfir hálfan hnöttinn til að finna vatnið sem rennur í bæjarlæknum mínum, en ég gerði það ekki. Þetta er sú leið sem ég valdi og ætla að halda mig við. Ég hef ekkert í höndunum sem segir að hún sé betri eða verri en aðrar leiðir. Mig langar heldur ekki að hreykja þjóðkirkjunni eða kristnidómnum á kostnað annars. Fyrir mér snýst þetta ekki um að hafa rétt eða rangt fyrir sér um heimsmyndina heldur að vera andlega ríkur og manneskja sem á sér andlegt líf og ræktar það. Það er engin manneskja enn svo fáfróð að hún geti vænst þess að vera við góða líkamlega heilsu án þess að gera nokkurn tímann neitt fyrir hana. Það sama á við um andlegt heilbrigði og andlegt líf; maður getur ekki vænst þess að vera andlega heill ef maður gerir ekkert fyrir andlegt heilbrigði sitt. Þar kemur trúin inn í líf mitt og ég hef mikla trú á trúnni. Ég hef hins vegar ekki mikla trú á trúarbrögðum, enda eru þau aðeins vettvangur til að iðka trú. Að halda að maður verði sáluhólpinn af því að aðhyllast trúarbrögð er eins og að halda að maður verði hraustur af því að eiga íþróttaleikvang. Það þarf að nota hann til að öðlast heilsu.“Betra að trúa á Guð en ekki Að verða prestur segir Davíð Þór hafa gert sig að betri útgáfu af sjálfum sér. „En það hefur ekki breytt skopskyni mínu eða lífsviðhorfum. Það gaf mér ný verkefni og viðfangsefni sem þarf að nálgast á annan hátt en ég hef nokkru sinni gert áður,“ segir Davíð Þór. „Ég tala stundum um það við skírnir og hjónavígslur að við séum sköpuð í Guðs mynd. Hvað þýðir það? Í mínum huga er það ekki að okkur svipi til Guðs að ytra útliti, enda er erfitt að ímynda sér að Guð hafi ytra útlit, en í Biblíunni segir að Guð sé kærleikur og kærleikurinn verður að beinast að einhverju. Hann getur ekki snúist um sjálfan sig því það sem snýst um sig í tómi er ekki kærleikur. Kærleikurinn verður að hafa viðfang og ekki hægt að elska nema að elska eitthvað eða einhvern. Fyrir mér er Guðs mynd okkar í þessu fólgin og eins og Guð þurfum við að elska til að finna til. Því ef Guð myndi hætta að elska myndi hann hætta að vera kærleikur og hætta að vera Guð. Hann er fullkomlega bundinn sköpunarverki sínu og okkur í kærleika. Við mannfólkið þurfum að elska og tjá okkur, eins og Guð tjáir sig við okkur, og að skapa, og helst af öllu viljum við skapa litlar manneskjur í okkar mynd. Fyrir mér er það í þessu sem Guðs mynd birtist.“ Davíð Þór segir ekki hægt að tala Guð inn í hjartað á öðru fólki. „Ég hef engar sannanir fyrir því að Guð sé til enda starfar Guð ekki þannig. Ég get hins vegar sagt að mér finnist betra að trúa að Guð sé til og haga lífi mínu samkvæmt því þótt ég hafi ekki sannanir fyrir því heldur. Ég trúi á Guð vegna þess að mér finnst það betra. Ég hef prófað hitt og það var verra. Líka vegna tilfinningar í hjarta mínu. Ég get ekki sannað fyrir neinum að ég elski konuna mína; ég bara finn það í hjarta mínu. Sannar það að ég elski hana hvað ég gef henni dýrar gjafir eða vegna þess að við búum saman og eigum saman börn? Það gætu vissulega verið vísbendingar, og ég gerði það varla ef ég elskaði hana ekki, en ekkert af því sannar ást mína á konunni minni. Ástin er bara í hjarta mér og ég trúi því að hún sé þar, og sem betur fer trúir konan mín því líka, án þess að hægt sé að færa sönnur á ást mína.“Guð er kærleikur Guð birtist Davíð Þór hvarvetna í lífi hans og tilveru. „Ég skynja Guð í þeim gnægðum sem hann hefur gefið mér í lífinu. Í börnunum mínum og fólkinu mínu, traustinu sem ég nýt og velvildinni sem ég mæti. Líf mitt er umvafið Guði og ég held að Guð og hið góða séu samstofna orð, með sömu merkingu og sömu grunnhugmynd,“ segir Davíð Þór. Og það besta við að vera prestur segir hann vera þakklætið. „Ég hef stundum verið spurður hvort það sé gaman að vera prestur. Það er er það oft en alls ekki alltaf. Maður er oft með fólki á mjög erfiðum stöðum í lífi sínu en ég hef aldrei sagt svo fyndinn brandara eða átt svo gott uppistand að þakklætið sem ég uppskar hafi jafnast á við þakklæti syrgjenda sem þakka mér samfylgdina í því erfiða ferli sem sorgin er, eða þegar fólk leitar sálgæslu hjá mér og ég sé það ganga út aðeins uppréttara en það kom inn. Það er góð tilfinning að geta orðið annarri manneskju að liði. Það er að vera í Guði. Guð er kærleikur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ég hlakka til að mæta aftur til vinnu á nýársdag en á sama tíma fylgir því tregi að fæðingarorlofinu ljúki því við feðgar höfum átt svo yndislegan tíma saman,“ segir Davíð Þór og faðmar Ægi, tíu mánaða son sinn, fast að sér í jólaljósunum. Ægir fæddist í febrúar á þessu ári en fyrir áttu þau Þórunn Gréta Sigurðardóttir dótturina Signýju sem þeim fæddist 2016. „Þórunn fór eðlilega strax í fæðingarorlof en eftir á að hyggja hefði ég átt að gera það líka, enda í nógu að snúast með tveggja ára barn og hvítvoðung. Ég var því ekki nógu mikið til staðar og sagði við Þórunni að næst gerðum við þetta ekki svona. Hún horfi á mig: „Næst? Láttu þig dreyma!“,“ rifjar Davíð upp og hlær. „Við erum svo sem ekki að plana frekari barneignir en ég er ekki heldur að lýsa því yfir að við séum hætt.“ Davíð Þór er fæddur það herrans ár 1965 og á þrjú uppkomin börn á aldrinum 27 til 35 ára. „Ég á líka fjögur dásamleg barnabörn sem eru eldri en mitt yngsta barn. Það er sagt að þetta geri mann ungan á ný en ég segi að þetta geri mann aðallega vansvefta,“ segir Davíð sposkur. „Það er ákveðið dejavú að vera kominn aftur með lítil börn því nú er ég með stelpu og strák þar sem eru tvö ára á milli en þannig var það líka með Ísold mína og Núma 1990 og 1991. Mér verður því stundum á að kalla litlu krílin mín Signýju og Ægi Ísold og Núma,“ segir Davíð en fyrir átti hann dótturina Huldu sem er fædd 1983.Guð birtist okkur sem barn Það er aðfangadagur og Davíð Þór hlakkar til að eiga jól eins og hann þekkti áður en hann varð prestur. „Jól mín sem prestur snúast um vinnutörn. Ég er vanur að vera með þrjár messur á aðfangadag og eina á jóladag sem þýðir að jólafrí með fjölskyldunni byrjar á annan í jólum. Því finnst mér notalegt í fæðingarorlofinu að geta átt mín gömlu hefðbundnu jól í faðmi fjölskyldunnar, tekið pakkarúntinn og haft tíma til að elda rjúpurnar í kvöld, borða heimatilbúinn ís, hlusta á aftansöng í útvarpinu og leggjast undir sæng með nýja bók á jólanótt.“ Davíð Þór hlakkar líka til að opna jólapakka með börnum sínum, enda er fæðing Jesúbarnsins samofin einlægri gleði jarðneskra barna um jól. „Hvað sjálfan mig varðar kemur Guð til mín á jólum, nálgast mig og frelsar, eins og aðeins nýfætt barn getur gert þegar maður fær það í fangið. Þá þarf maður að setja sjálfan sig í annað sætið, leggja egóið til hliðar og þjóna öðrum. Svo sagði Jesús sjálfur þegar hann var kominn til vits og ára: „Hver sá sem ekki tekur á móti Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma.“ Því er barnsleg jólagleðin sem maður fyllist á þessum árstíma og langt fram á fullorðinsaldur þörf upprifjun á því hvernig á að taka á móti Guðs ríki og þess vegna birtist Guð okkur sem barn sem þarf á okkur að halda.“Ást eftir þriðju sýn Leiðir Davíðs Þórs og Þórunnar Grétu lágu saman í þrígang áður en ástin sigraði þau árið 2005. „Við hittumst fyrst þegar Þórunn var í Menntaskólanum á Egilsstöðum og fékk það verkefni að sækja mig og skila út á flugvöll þegar ég var pantaður austur sem kynnir á tónlistarhátíð. Árum seinna flutti hún til Reykjavíkur með sínum þáverandi, í stigaganginn við hliðina á mér þar sem ég bjó með minni fyrrverandi. Enn árum síðar sótti hún um vinnu hjá mér sem þýðandi þar sem ég stjórnaði talsetningu teiknimynda í Stúdíó Sýrlandi. Þar tók ég eftir því hvað hún var flink, vel máli farin og með góðan húmor, og eitt leiddi af öðru. Þegar við hittumst í þriðja sinn fann ég að þessu var ætlað að gerast en það er þó ekki hægt að segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn heldur byrjaði allt á faglegum samskiptum og virðingu sem varð að væntumþykju og aðdáun sem varð að ást,“ upplýsir Davíð Þór og allt er svo sannarlega þegar þrennt er. „Þrír er heilög tala sem inniber allt; allan tíma, fortíð, nútíð og framtíð; sköpunarverkið í heild sinni, dýraríkið, jurtaríkið og steinaríkið; og hina heilögu þrenningu, föður, son og heilagan anda.“ Þau Davíð Þór og Þórunn Gréta eru þó ekki búin að hnýta hnútinn í heilögu hjónabandi. „Við erum gift hvort öðru í hjörtum okkar þótt enn eigi eftir að ganga frá formsatriðinu. Hún er konan mín af því að hún er kona og hún er mín. Hún er konan mín vegna þess að ég varð ástfanginn af henni, sá í henni eitthvað sem hreif mig. Mig langaði að hafa hana sem hluta af lífi mínu og sem þátttakanda í því. Hvað það var er órætt og ósnertanlegt; kannski bros eða glit í auga, einhver andleg bylgjulengd, greind, húmor og grundvallar lífsviðhorf sem við deilum.“Feðgarnir Davíð Þór og Ægir hafa notið þess að vera saman í fæðingarorlofi síðastliðna sex mánuði. MYND/EYÞÓREkki í satanískri pönkgrúbbu Sumarið 2016, þegar Davíð Þór og Þórunn Gréta voru í fæðingarorlofi með Signýju, stofnuðu þau pönksveitina Austurvígstöðvarnar. Á árinu kom út fyrsta plata sveitarinnar, Útvarp Satan. „Austurvígstöðvarnar er alls ekki satanísk heldur þvert á móti mjög kristileg pönkgrúbba, þótt platan sé nefnd eftir einu lagi hennar sem fjallar um útvarpsstöð með satanískan boðskap um að hata náungann og óttast þá sem standa höllustum fæti í þjóðfélaginu,“ útskýrir Davíð Þór sem semur alla lagatexta og flestar tónsmíðar Austurvígstöðvanna, ásamt því að vera aðalsöngvari með Díönu Mjöll Sveinsdóttur. „Hljómsveitin var hugsuð sem skemmtilegt hobbí en hún vatt fljótt upp á sig og varð miklu betri en til stóð. Við byrjuðum þrjú en erum nú orðin sex og ég er sérstaklega stoltur af kynjahlutfallinu því konurnar eru þrjár og þar af Þórunn mín. Það er rosa fínt að vera saman í hljómsveit. Þórunn er afbragðs hljómborðsleikari og stórkostlega ofmenntuð til að vera í pönkgrúbbu, með meistaragráðu í klassískum tónsmíðum, en við erum í þessu til að hafa gaman af því og þetta er skemmtilegt,“ segir Davíð Þór sem stefnir á nýja plötu á nýju ári. „Yrkisefni mitt í lagatextum eða sú staðreynd að ég sé prestur kemur Austurvígstöðvunum ekki meira við en að Díana Mjöll sé rútubílstjóri. Í hugum margra er óljóst hvenær prestsembættinu sleppir og prívatpersóna prestsins tekur við. Hins vegar er ég engu að síður borgari í lýðfrjálsu landi sem hefur rétt á því að hafa skoðanir, tjá þær og taka þátt í þjóðfélagsumræðum og pólitík.“ Textar Davíðs Þórs með Austurvígstöðvunum eru beittir og berorðir. „Vitaskuld eru textarnir settir fram í svolítilli kaldhæðni en boðskapurinn er samt sem áður nokkurn veginn sá sami og ég kem á framfæri í kirkjunni og við annað fólk. Að við séum góð hvert við annað, hættum að vera hrædd hvert við annað, og að við hlustum ekki á þá sem reyna að sundra okkur og vekja úlfúð okkar á milli.Tók ekki prestvígslu í bríaríi Þegar Davíð Þór hóf guðfræðinám árið 1991 var það vegna áhuga hans á heimspeki og siðfræði. „Á þeim árum hafði ég litla trúarsannfæringu og lítið sem ekkert persónulegt vitundarsamband við æðri mátt. Það hafði lengi blundað í mér að verða leikari og eftir tvö ár í guðfræðináminu opnaðist gluggi og ég varð eftirsóttur skemmtikraftur og endaði í skemmtanabransanum í þrettán ár,“ útskýrir Davíð Þór sem lenti ungur í slagtogi með Bakkusi en hætti að drekka 2005. „Það var erfitt fyrir mig að horfast í augu við það að ég væri ekkert sérstakur og bara týpískur alkóhólisti. Saga mín er því eins og saga næstum allra alkóhólista; byrjaði sem rosa fjör þegar ég kynntist Bakkusi sem yndislegum þjóni en áður en ég vissi af var ég orðinn þjónn hans og þræll og hann ömurlegur húsbóndi. Ég var sumsé mjög skemmtilegur með víní í tuttugu ár en drakk í 25 ár. Það skiptir svo engu máli hvað maður játar með munninum því maður sýnir með atferli sínu á hvað maður trúir. Þegar Bakkus er sá sem maður dýrkar er það vínandi sem gefur lífinu tilgang og ekki pláss fyrir annað. Því var nálgun mín við Guð aðeins heimspekilegt og faglegt viðfangsefni en ekki einhver sem ég gat átt í persónulegu sambandi við, átt samtal við og haft sem hluta af lífi mínu,“ segir Davíð Þór sem í sporavinnu AA-samtakanna þurfti að horfa inn á við og í eigin barm. „Þá rifjuðust upp kynni mín við æðri mátt sem urðu allt í einu einlægari og persónulegri en ekki fræðileg og fagleg eins og þau höfðu verið í fyrstu atrennu minni í guðfræðinni.“ Það var Þórunn Gréta sem rak Davíð til þess að ljúka við guðfræðinámið. „Upphaflega planið var þá að klára BA-prófið til að vera ekki titlaður fyrrverandi guðfræðinemi til æviloka, eins og verið hafði, en í náminu fann ég hvernig áhuginn blossaði upp og eftir að starfa við afleysingar sem æskulýðsprestur á Egilsstöðum eftir útskrift 2011 fann ég sterkt hvað ég vildi gera við síðustu tuttugu árin af starfsævinni,“ segir Davíð sem var skipaður sóknarprestur í Laugarneskirkju árið 2016 en var vígður í embætti héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi 2014. Þá bjó hann á Eskifirði í tvö ár. „Ég held að fólk sé búið að fatta að mér sé alvara með þessu. Að jafnvel ég hefði ekki úthald í svo langdreginn brandara svo löngu eftir að hann hætti að vera fyndinn,“ segir Davíð Þór sem viðurkennir að fyrsta kastið hafi hann fundið að fólk vissi ekki hvernig það ætti að taka honum sem presti. „Ég veit að margir héldu að guðfræðiáhugi minn væri stælar eða tiktúrur en ég held að fólk átti sig á því núna að ég tók ekki prestvígslu í neinu bríaríi heldur af því ég hafði köllun til kirkjulegrar þjónustu og þegar ég tala um trú mína og æðri mátt er mér einlæg alvara með því.“ Davíð Þór hefur að keppikefli að vinna vinnu sína vel frekar en að eltast við vinsældir. „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir presta að þora að vera óvinsælir og þeir þurfa að þora að segja fólki til syndanna þegar með þarf. Ég veit að meðal hlustenda ákveðinnar útvarpsstöðvar, sem ég í söngtexta kalla Útvarp Satan, er ég sennilega óvinsælasti prestur landsins,“ segir Davíð Þór og vísar í Útvarp Sögu. „Þar hafa stjórnendur kallað mig geðsjúkling, eiturlyfjasjúkling og kynferðisafbrotamann á öldum ljósvakans vegna þess að ég hef óhikað gagnrýnt þá fyrir að dreifa lygum og hatri um innflytjendur og hælisleitendur. Ég hef fengið það tífalt til baka en á sama tíma hef ég litlar áhyggjur af því að fólk með fullu viti hlusti á þá útvarpsstöð.“Hafnar ekki trúararfi sínum Í fæðingarorlofi með Ægi litla hefur Davíð Þór setið við skriftir og unnið að bók með trúarljóðum. Hann á líka sálm í nýrri og væntanlegri sálmabók þjóðkirkjunnar, við lag Arngerðar Maríu Árnadóttur. „Ef einhver hefði áður sagt að ég ætti eftir að verða sálmaskáld hefði ég sennilega skellt upp úr. Ég hef dálítið fengist við að yrkja sálma og þykir mikill heiður að pláss sé fyrir sálminn í nýju sálmabókinni,“ segir Davíð Þór um sálm sinn Í svörtum himingeimi sem var frumfluttur á Sálmafossi í Hallgrímskirkju á Menningarnótt í fyrra og hefur farið sigurför síðan. „Sálmurinn er sterk vist- og sköpunarguðfræði sem leggur áherslu á ráðsmennsku mannsins yfir jörðinni og skyldu mannsins sem ráðsmanns Guðs; kristileg nálgun að loftlagsvánni og vandanum sem mannkynið stendur frammi fyrir og mikilvægi þess að standa vörð um sköpunarverkið svo að reikistjarnan okkar verði byggileg í framtíðinni,“ útskýrir sálmaskáldið Davíð. „Ég hef verið spurður hvernig ég, sem skynsamur og greindur maður, geti verið kristinn og trúað því að Biblían sé full af sannleika en önnur trúarbrögð ekki. Þá er mitt svar að ég er ekki kristinn af því ég er svo sannfærður um að allt annað sé þvættingur. Ég efast ekki um að hefði ég fæðst í Bagdad væri ég múslimi en af hverju hefði ég átt að rísa upp gegn trúararfi mínum og umhverfi sem ég sá ekki ástæðu til að gera í Reykjavík? Ég fann mig knúinn til að velja mér leið til að rækta mitt andlega líf og trúarlíf og þetta var sú leið sem ég valdi, enda er ekki hægt að fara allar leiðir,“ segir Davíð með festu. Á honum brennur að við getum búið saman í friði og borið virðingu hvert fyrir öðru, óháð trú, trúarbrögðum eða skorti á trú, og að við hættum að tala af yfirlæti um þá sem ekki deila með okkur trúar- eða lífsskoðunum. „Nafn mitt kemur úr Biblíunni, það er kross í fánanum og kirkja hinum megin við götuna mína. Ég hefði getað gerst hindúi og farið yfir hálfan hnöttinn til að finna vatnið sem rennur í bæjarlæknum mínum, en ég gerði það ekki. Þetta er sú leið sem ég valdi og ætla að halda mig við. Ég hef ekkert í höndunum sem segir að hún sé betri eða verri en aðrar leiðir. Mig langar heldur ekki að hreykja þjóðkirkjunni eða kristnidómnum á kostnað annars. Fyrir mér snýst þetta ekki um að hafa rétt eða rangt fyrir sér um heimsmyndina heldur að vera andlega ríkur og manneskja sem á sér andlegt líf og ræktar það. Það er engin manneskja enn svo fáfróð að hún geti vænst þess að vera við góða líkamlega heilsu án þess að gera nokkurn tímann neitt fyrir hana. Það sama á við um andlegt heilbrigði og andlegt líf; maður getur ekki vænst þess að vera andlega heill ef maður gerir ekkert fyrir andlegt heilbrigði sitt. Þar kemur trúin inn í líf mitt og ég hef mikla trú á trúnni. Ég hef hins vegar ekki mikla trú á trúarbrögðum, enda eru þau aðeins vettvangur til að iðka trú. Að halda að maður verði sáluhólpinn af því að aðhyllast trúarbrögð er eins og að halda að maður verði hraustur af því að eiga íþróttaleikvang. Það þarf að nota hann til að öðlast heilsu.“Betra að trúa á Guð en ekki Að verða prestur segir Davíð Þór hafa gert sig að betri útgáfu af sjálfum sér. „En það hefur ekki breytt skopskyni mínu eða lífsviðhorfum. Það gaf mér ný verkefni og viðfangsefni sem þarf að nálgast á annan hátt en ég hef nokkru sinni gert áður,“ segir Davíð Þór. „Ég tala stundum um það við skírnir og hjónavígslur að við séum sköpuð í Guðs mynd. Hvað þýðir það? Í mínum huga er það ekki að okkur svipi til Guðs að ytra útliti, enda er erfitt að ímynda sér að Guð hafi ytra útlit, en í Biblíunni segir að Guð sé kærleikur og kærleikurinn verður að beinast að einhverju. Hann getur ekki snúist um sjálfan sig því það sem snýst um sig í tómi er ekki kærleikur. Kærleikurinn verður að hafa viðfang og ekki hægt að elska nema að elska eitthvað eða einhvern. Fyrir mér er Guðs mynd okkar í þessu fólgin og eins og Guð þurfum við að elska til að finna til. Því ef Guð myndi hætta að elska myndi hann hætta að vera kærleikur og hætta að vera Guð. Hann er fullkomlega bundinn sköpunarverki sínu og okkur í kærleika. Við mannfólkið þurfum að elska og tjá okkur, eins og Guð tjáir sig við okkur, og að skapa, og helst af öllu viljum við skapa litlar manneskjur í okkar mynd. Fyrir mér er það í þessu sem Guðs mynd birtist.“ Davíð Þór segir ekki hægt að tala Guð inn í hjartað á öðru fólki. „Ég hef engar sannanir fyrir því að Guð sé til enda starfar Guð ekki þannig. Ég get hins vegar sagt að mér finnist betra að trúa að Guð sé til og haga lífi mínu samkvæmt því þótt ég hafi ekki sannanir fyrir því heldur. Ég trúi á Guð vegna þess að mér finnst það betra. Ég hef prófað hitt og það var verra. Líka vegna tilfinningar í hjarta mínu. Ég get ekki sannað fyrir neinum að ég elski konuna mína; ég bara finn það í hjarta mínu. Sannar það að ég elski hana hvað ég gef henni dýrar gjafir eða vegna þess að við búum saman og eigum saman börn? Það gætu vissulega verið vísbendingar, og ég gerði það varla ef ég elskaði hana ekki, en ekkert af því sannar ást mína á konunni minni. Ástin er bara í hjarta mér og ég trúi því að hún sé þar, og sem betur fer trúir konan mín því líka, án þess að hægt sé að færa sönnur á ást mína.“Guð er kærleikur Guð birtist Davíð Þór hvarvetna í lífi hans og tilveru. „Ég skynja Guð í þeim gnægðum sem hann hefur gefið mér í lífinu. Í börnunum mínum og fólkinu mínu, traustinu sem ég nýt og velvildinni sem ég mæti. Líf mitt er umvafið Guði og ég held að Guð og hið góða séu samstofna orð, með sömu merkingu og sömu grunnhugmynd,“ segir Davíð Þór. Og það besta við að vera prestur segir hann vera þakklætið. „Ég hef stundum verið spurður hvort það sé gaman að vera prestur. Það er er það oft en alls ekki alltaf. Maður er oft með fólki á mjög erfiðum stöðum í lífi sínu en ég hef aldrei sagt svo fyndinn brandara eða átt svo gott uppistand að þakklætið sem ég uppskar hafi jafnast á við þakklæti syrgjenda sem þakka mér samfylgdina í því erfiða ferli sem sorgin er, eða þegar fólk leitar sálgæslu hjá mér og ég sé það ganga út aðeins uppréttara en það kom inn. Það er góð tilfinning að geta orðið annarri manneskju að liði. Það er að vera í Guði. Guð er kærleikur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira