Erlendir ferðamenn með kortin á lofti í nóvember Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2018 11:09 Erlend kortavelta í verslun jókst um 17,5% á á milli ára og nam 2,4 milljörðum króna í nóvember. FBL/Anton Aukning varð í flestum útgjaldaflokkum kortaveltu erlendra ferðamanna í nóvember en aukningin mælist í heildina 8,4% á milli ára og var heildarvelta erlendra korta 15,6 milljarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar en þar segir að hlutfallslega aukningin sé mun meiri í raun en færsluhirðing korta innlendra flugfélaga hefur undanfarið ár færst frá innlendum færsluhirðum og því horfið úr þeim tölum sem eru birtar. Þannig var aukningin 18,2% ef litið er fram hjá flugþjónustu en það jafngildir 1,1% aukningu í kortaveltu á mann á föstu gengi. Heildarveltan án flugþjónustu var um 15 milljarðar kr. í nóvember síðastliðnum. Erlend kortavelta í verslun jókst um 17,5% á á milli ára og nam 2,4 milljörðum króna í nóvember. Rannsóknarsetrið segir að kortaveltan hafi aukist mest hjá gjafa- og minjagripaverslunum í nóvember eða um 45% frá sama mánuði í fyrra og í flokknum önnur verslun um ríflega 20,8% en flokkurinn inniheldur sérvöru ýmiskonar. Veltuaukning þessara tveggja flokka samanlagt frá nóvember í fyrra nemur 218 milljónum. Hækkunin er nokkuð rífleg en gengi krónunnar hefur lækkað um 12,7% á sama tímabili og kaupmáttur ferðamanna hérlendis þar með hækkað. Hugsanlegt er að með hagstæðara gengi hafi erlendir ferðamann ákveðið að kaupa eitthvað til jólanna hérlendis, líkt og minjagripi fyrir vini og vandamenn. Þá jókst erlend kortavelta dagvöruverslana um 10,7% í nóvember samanborið við nóvember í fyrra. Greiðslukortavelta í gistiþjónustu jókst um 18,7% á milli ára í nóvember en krónutöluhækkunin nam tæpum 573 millj. kr. Mest var aukningin í hótelgistingu, sem kemur vart á óvart sé tekið mið af árstíma. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fjölgaði ferðamönnum um 3,7% á milli ára í nóvember á meðan verðlagshækkun gistingar samkvæmt Hagstofunni var tæpt 1% frá fyrra ári. Þá fjölgaði gistináttum samkvæmt Hagstofunni aðeins lítillega, eða um 1% á milli ára í liðnum mánuði. Ein skýring á hærri vexti greiðslukortaveltu en fjölgun gistinátta felst í því að margir gististaðir verðleggja og selja þjónustu sína í erlendum gjaldmiðli en líkt og áður kom fram hefur gengi krónunar gefið talsvert eftir. Velta erlendra greiðslukorta í flokknum ýmis ferðaþjónusta, sem nær yfir hinar ýmsu skipulögðu ferðir, jókst um 22,1% í nóvember samanborið við fyrra ár. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var tíðarfar í nóvember síðastliðnum almennt nokkuð gott, snjólítið var á flestum stöðum og fremur hlýtt í veðri. Sem gæti hafa ýtt undir meiri veltu í flokknum. Kortavelta í flokki veitingaþjónustu hækkaði í nóvember síðastliðnum um 16,5% á milli ára. Þá jókst erlend kortavelta í sölu eldsneytis talsvert á milli ára, var veltan 25,4% hærri í nóvember í ár, samanborið við fyrra ár. Eldsneytisverð hefur verið að hækka á árinu sem er að líða, það er þó til marks um meira umfang að greiðslukortavelta í flokki bílaleiga hækkaði einnig í nóvember síðastliðnum, um 9,5% á milli ára. Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
Aukning varð í flestum útgjaldaflokkum kortaveltu erlendra ferðamanna í nóvember en aukningin mælist í heildina 8,4% á milli ára og var heildarvelta erlendra korta 15,6 milljarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar en þar segir að hlutfallslega aukningin sé mun meiri í raun en færsluhirðing korta innlendra flugfélaga hefur undanfarið ár færst frá innlendum færsluhirðum og því horfið úr þeim tölum sem eru birtar. Þannig var aukningin 18,2% ef litið er fram hjá flugþjónustu en það jafngildir 1,1% aukningu í kortaveltu á mann á föstu gengi. Heildarveltan án flugþjónustu var um 15 milljarðar kr. í nóvember síðastliðnum. Erlend kortavelta í verslun jókst um 17,5% á á milli ára og nam 2,4 milljörðum króna í nóvember. Rannsóknarsetrið segir að kortaveltan hafi aukist mest hjá gjafa- og minjagripaverslunum í nóvember eða um 45% frá sama mánuði í fyrra og í flokknum önnur verslun um ríflega 20,8% en flokkurinn inniheldur sérvöru ýmiskonar. Veltuaukning þessara tveggja flokka samanlagt frá nóvember í fyrra nemur 218 milljónum. Hækkunin er nokkuð rífleg en gengi krónunnar hefur lækkað um 12,7% á sama tímabili og kaupmáttur ferðamanna hérlendis þar með hækkað. Hugsanlegt er að með hagstæðara gengi hafi erlendir ferðamann ákveðið að kaupa eitthvað til jólanna hérlendis, líkt og minjagripi fyrir vini og vandamenn. Þá jókst erlend kortavelta dagvöruverslana um 10,7% í nóvember samanborið við nóvember í fyrra. Greiðslukortavelta í gistiþjónustu jókst um 18,7% á milli ára í nóvember en krónutöluhækkunin nam tæpum 573 millj. kr. Mest var aukningin í hótelgistingu, sem kemur vart á óvart sé tekið mið af árstíma. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fjölgaði ferðamönnum um 3,7% á milli ára í nóvember á meðan verðlagshækkun gistingar samkvæmt Hagstofunni var tæpt 1% frá fyrra ári. Þá fjölgaði gistináttum samkvæmt Hagstofunni aðeins lítillega, eða um 1% á milli ára í liðnum mánuði. Ein skýring á hærri vexti greiðslukortaveltu en fjölgun gistinátta felst í því að margir gististaðir verðleggja og selja þjónustu sína í erlendum gjaldmiðli en líkt og áður kom fram hefur gengi krónunar gefið talsvert eftir. Velta erlendra greiðslukorta í flokknum ýmis ferðaþjónusta, sem nær yfir hinar ýmsu skipulögðu ferðir, jókst um 22,1% í nóvember samanborið við fyrra ár. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var tíðarfar í nóvember síðastliðnum almennt nokkuð gott, snjólítið var á flestum stöðum og fremur hlýtt í veðri. Sem gæti hafa ýtt undir meiri veltu í flokknum. Kortavelta í flokki veitingaþjónustu hækkaði í nóvember síðastliðnum um 16,5% á milli ára. Þá jókst erlend kortavelta í sölu eldsneytis talsvert á milli ára, var veltan 25,4% hærri í nóvember í ár, samanborið við fyrra ár. Eldsneytisverð hefur verið að hækka á árinu sem er að líða, það er þó til marks um meira umfang að greiðslukortavelta í flokki bílaleiga hækkaði einnig í nóvember síðastliðnum, um 9,5% á milli ára.
Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira