Vill fjármagna vegaframkvæmdir með lánum sem greiðist með vegtollum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2018 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Sigurður Ingi sagði í viðtali við að RÚV að stefnt sé að því að fjármagna þær framkvæmdir sem mest liggi á með lánsfé. Lánin yrðu síðan greidd með veggjöldum að loknum verktíma, sem Sigurður Ingi segir að verði í fyrsta lagi árið 2024. Ráðherrann segir að brýnast sé að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að aðskilja akstursstefnur, annars vegar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes og á Suðurlandsvegi austur fyrir Selfoss hins vegar. Aðspurður sagði Sigurður Ingi ekki enn hafa verið útfært hvaðan lánsféð til Vegagerðarinnar muni koma. Ríkinu bjóðist hagstæð lántaka og að nokkrir aðilar hafi þegar boðist til þess að taka þátt í verkefninu, meðal annars lífeyrissjóðir og norrænir bankar. Nefndi hann þar Norræna fjárfestingabankann sem dæmi.Ekki enn ákveðið hvernig gjaldtöku verði háttað Í viðtalinu sagði Sigurður enn óákveðið hvernig gjaldtöku í umferðinni yrði háttað. Hann nefndi þó kerfi sem stólar á myndavélar sem líklega lausn. Rafrænar myndavélar muni þá taka myndir af þeim bílum sem aki um svæði þar sem gjaldtakan komi til með að fara fram og eigendurnir fengju senda rukkun. Þannig myndi gjaldtakan geta gengið án þess að hindrun yrði í vegi ökufólks. Ef fyrirætlanir ráðherrans verða að veruleika má ætla að fyrstu framkvæmdir í framkvæmdahrinunni sem fyrirætluð er hefjist árið 2020. Segist Sigurður vongóður um að geta notað næsta ár til þess að klára útfærslur á áætlunum og frumvarp sem ráðgert er að þingið taki fyrir í mars. Í kjölfarið yrði svo hægt að hefja leit að fjármagni í verkin. Borgarbyggð Lífeyrissjóðir Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Sigurður Ingi sagði í viðtali við að RÚV að stefnt sé að því að fjármagna þær framkvæmdir sem mest liggi á með lánsfé. Lánin yrðu síðan greidd með veggjöldum að loknum verktíma, sem Sigurður Ingi segir að verði í fyrsta lagi árið 2024. Ráðherrann segir að brýnast sé að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að aðskilja akstursstefnur, annars vegar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes og á Suðurlandsvegi austur fyrir Selfoss hins vegar. Aðspurður sagði Sigurður Ingi ekki enn hafa verið útfært hvaðan lánsféð til Vegagerðarinnar muni koma. Ríkinu bjóðist hagstæð lántaka og að nokkrir aðilar hafi þegar boðist til þess að taka þátt í verkefninu, meðal annars lífeyrissjóðir og norrænir bankar. Nefndi hann þar Norræna fjárfestingabankann sem dæmi.Ekki enn ákveðið hvernig gjaldtöku verði háttað Í viðtalinu sagði Sigurður enn óákveðið hvernig gjaldtöku í umferðinni yrði háttað. Hann nefndi þó kerfi sem stólar á myndavélar sem líklega lausn. Rafrænar myndavélar muni þá taka myndir af þeim bílum sem aki um svæði þar sem gjaldtakan komi til með að fara fram og eigendurnir fengju senda rukkun. Þannig myndi gjaldtakan geta gengið án þess að hindrun yrði í vegi ökufólks. Ef fyrirætlanir ráðherrans verða að veruleika má ætla að fyrstu framkvæmdir í framkvæmdahrinunni sem fyrirætluð er hefjist árið 2020. Segist Sigurður vongóður um að geta notað næsta ár til þess að klára útfærslur á áætlunum og frumvarp sem ráðgert er að þingið taki fyrir í mars. Í kjölfarið yrði svo hægt að hefja leit að fjármagni í verkin.
Borgarbyggð Lífeyrissjóðir Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15