Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna, Bára og Magga Stína settust á hátíðarrökstóla og gerðu upp árið. Þær eru ólíkar, þekkjast ekki, en eiga það sameiginlegt að vera baráttukonur. Fréttablaðið/Ernir Það hefur verið óvanalega annasamt undanfarið hjá þeim þremur sem setjast á rökstóla á Kexi hosteli að kvöldi til nú rétt fyrir jól. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er með ótal mörg járn í eldinum. Hún er ritari Sjálfstæðisflokksins, þingmaður og sinnir formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis. Eflaust vantar eitthvað í þessa upptalningu en bæði samherjar og andstæðingar í pólitík segja hana afspyrnu iðjusaman þingmann. Hún hefur lagt fram þrjú frumvörp til laga í vetur. Eitt um beitingu nálgunarbanns svo hún verði ekki eins þung í vöfum. Annað um að nemendur sem hafa lokið sveinsprófi eigi þess kost að fá inngöngu í háskóla og að lokum lagði Áslaug Arna fram frumvarp þess efnis að afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Bára Halldórsdóttir hefur staðið í ströngu í héraðsdómi. Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason kanna hvort þau geti höfðað dómsmál gegn henni vegna þess að hún tók upp samtal þeirra og tveggja annarra þingmanna og sendi fjölmiðlum. Magga Stína var fyrr í vetur kjörin formaður Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. Hún hefur bent á að margir leigjendur borgi ? af launum sínum í leigu og eigi erfitt uppdráttar og kallar eftir lagabreytingum á húsaleigulögum. Samtök leigjenda munu leita til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf og hún væntir mikilla breytinga í húsnæðismálum yfirleitt.Efni í góðan hljóðmann Þegar blaðamaður stillir síma á upptöku stenst Bára ekki mátið og leggur orð í belg.Bára segir litla iðrun Miðflokksmanna einskis virði.Bára: Ertu að taka okkur upp? Jeminn einasti. Veistu hvað það er hættulegt? Þú getur lent fyrir héraðsdómi.Já, það er greinilegt. Hvernig tekur fólk því annars þegar þú tekur upp símann Bára?Bára: Fólk er alltaf að spyrja mig hvort ég sé að taka upp. Ég er alltaf að finna ný svör. Núna spyr ég bara hvort það vilji að ég taki það upp. Ég er að hugsa um að sækja um sem hljóðmaður einhvers staðar, ég er augljóslega hæf. Magga Stína: Mjög hæf!Hafið þið hist áður?Magga Stína: Ekki svona augliti til auglitis. Mér líður samt alltaf eins og ég þekki miklu fleiri en ég geri. Bara af því að hafa gengið upp og niður Laugaveginn árum saman. Kannski þekki ég líka fleiri en ég geri! Bára: Ég gæti hafa hitt ykkur einhvern tímann. Minni mitt er sko algjörlega hundrað prósent. Í gæsalöppum dauðans.Hætti að æpa á útvarpiðÁrið sem er að líða. Hvað stendur upp úr hjá þér Magga Stína?Magga Stína: Það urðu svo sem engir stórviðburðir í lífi mínu persónulega svo ég muni á þessu ári. Hver dagur er nú samt dáldið viðburðaríkur. En ég tók nú samt stórt skref þegar ég tók að mér formennsku í Samtökum leigjenda. Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir og ligg ekki á þeim svona heima við en ég hef samt hingað til einbeitt mér að því að æpa frekar á útvarpið en að tjá mig á opinberum vettvangi. Í þessu tilviki með Samtök leigjenda leiddi eitt af öðru. Einhvern veginn varð það allt í einu rétt skref að taka að fara út í það að stíga fram sem leigjandi og lýsa aðstæðum, hætta að æpa á blessað útvarpið og beita öðrum aðferðum. Nú er ég orðin fimmtíu ára, hef alið upp þrjú börn, mestmegnis á leigumarkaði og ég get svo svarið að ég hef sitthvað um þau mál að segja.Með marga bolta á lofti En hjá þér, Áslaug?Áslaug hefur haldið mörgum boltum á lofti í ár.Áslaug: Ég held það standi upp úr hjá mér að hafa náð að halda mörgum boltum á lofti. Að vera alþingismaður, sinna því að vera ritari Sjálfstæðisflokksins þar sem ég ferðast um landið, auk þess að þurfa að sinna miklum alþjóðastörfum á vegum þingsins sem formaður utanríkismálanefndar. Þegar ég lít til baka og á það hvernig verkefnin gengu upp og hvað þau áttu vel saman þá finnst mér það góð tilfinning.Við fjölluðum í Fréttablaðinu um streitu nýverið. Ertu meðvituð um álagið sem fylgir verkefnum þínum? Áslaug: Já. Ég hef lent á vegg, en ég hef líka ástríðu fyrir því sem ég er að gera og verkefnin sem ég sinni vil ég að séu stór hluti af mínu lífi. Ég reyni að gleyma því ekki að hugsa um sjálfa mig, ég veit að það er mikilvægt, þá er ég stolt af þeim málum sem ég hef lagt fram í þinginu.Þú lagðir fram frumvarp um breytingu á lögum um háskóla sem gæti þýtt mög breytta möguleika fyrir iðnnema.Áslaug: Þetta er lítil breyting á lögum en samt svo stór. Ég vona að hugsun fólks breytist. Það að fara í iðnnám á ekki að loka neinum leiðum fyrir ungt fólk. Áherslan hefur verið of mikið á bóknám. Mér finnst það ástæðulaust og mig langar til að jafna þessar áherslur. Stúdentshúfan á alls ekki að vera upphaf alls.Sýna enga iðrun Og Bára, stóð Klaustursmálið upp úr? Bára: Klaustursmálið er auðvitað búið að vera stórmál. En það sem stóð hins vegar upp úr í mínu lífi er að ég tók þátt í ferðalagi um Evrópu í rútu sem var kölluð The Event Bus. Þar voru einstaklingar sem lifa við fátækt að benda á misræmi á milli bóta og tekjuviðmiða. Ekkert Evrópuland gefur einstaklingum það sem þeir þurfa að lágmarki til að lifa af. Ef við gerum það búum við til aðstæður þar sem öryrkjar hafa miklu meiri möguleika til að bæta lífsgæði sín. Mér tókst að taka þátt í svona starfi í tvær vikur þrátt fyrir veikindin og fékk einnig tækifæri til að ferðast um heiminn. Það er mjög verðmæt reynsla. Það er svo mikið ennþá í gangi í Klaustursmálinu. Ég hef þá tilfinningu að þingmennirnir haldi áfram. Sú litla iðrun sem þeir sýndu er einskis virði þegar þeir snúa sér svona eins og þeir gera í þessari skrýtnu sókn gegn mér. Ef þeir ætla í alvörunni að sækja mig til saka fyrir að upplýsa um innihald samtals þeirra í stað þess að taka ábyrgð, þá verða þeir að taka því áliti sem fylgir. Ég reyni bara að standa mig af veikum mætti. En er sem betur fer umkringd vinum og góðu fólki.Myndir þú gera þetta aftur?Bára: Já, hiklaust.En þið? Hefðuð þið tekið þá upp?Enginn hefði trúað þessu Magga Stína: Ég veit ekki hvort ég hefði áttað mig á því. Að grípa í símann og taka upp. Ef ég þekki mig rétt, þá hefði mér misboðið eins og öllum öðrum og hefði líklega gengið út. Ég dáist einlæglega að hugrekki Báru og hárréttum viðbrögðum og þrautseigju við að sitja undir þessum viðbjóði.Magga Stína segir sína kynslóð hafa unnið skaða með græðgi og frekju.Bára: Mér fannst erfitt að ganga ekki út. Ég áttaði mig samt á því mjög fljótlega að enginn hefði trúað mér ef ég hefði sagt frá því sem ég varð vitni að og mér fannst svo alvarlegt að þyrfti að greina frá því. Ég hef upplifað það svo oft sem öryrki að það er ekki tekið mark á mér. Það er oft komið fram við okkur af virðingarleysi. Magga Stína: Já, virðingarleysinu eru engin takmörk sett í viðhorfum þessa fólks allavegana og fullkomlega óhugsandi að það sitji áfram á þingi. Fullkomlega ömurlegt fyrir samstarfsfólk þessara manna að þurfa að mæta þeim á vinnustað. Virðing þingsins er ekki með æskilegasta móti fyrir og hvað þá eftir þetta og aðrir þingmenn líða og munu líða að sjálfsögðu fyrir.Ómakleg gagnrýni á þingið Áslaug: Mér fannst ómaklegt að snúa þessari hegðun að þinginu. Setja lykkju á afsökunarbeiðnina með þeim hætti. Kúltúrinn á Alþingi er alls ekki svona. Ég á í ótrúlega góðu samstarfi við þingmenn og starfsmenn Alþingis og hef aldrei nokkurn tímann orðið vitni að eða vitað um viðlíka hegðun og þeir urðu uppvísir að. Það er svo mikilvægt að geta unnið með ólíkum einstaklingum hvar sem þeir standa í pólitík. Og bera virðingu fyrir fólki með fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn. Það er nú það sem við erum að reyna að gera í þessari ríkisstjórn og hefur verið áskorun ársins. Að prófa þetta ólíka form ríkisstjórnar, hafa ólíka flokka innanborðs. Skoðanir þjóðarinnar eru mismunandi, og skoðanir þessara flokka. Það er áskorun að gera málamiðlanir en það er líka þarft því við höfum öll sömu markmið. Við viljum öll það sama, betri lífsgæði fyrir alla þótt við höfum mismunandi hugmyndir um leiðir að markmiðunum.Erum við samt ekki að breytast? Eru gömlu stjórnmálin kannski á leiðinni út? Magga Stína: Ég vona það sannarlega. Stundum bara þyrmir algerlega yfir mann og vonleysið tekur öll völd því tilfinningin er oft sannarlega sú að mín kynslóð og eldri kynslóðir hafi unnið hrikalegan skaða með græðgisvæðingu og frekju, við sem höfum sofnað á verðinum og unað því að botnlaus gróðahyggja hins vestræna heims er langt komin með að eyðileggja jörðina. Bára: Ég segi við son minn: Þú og þín kynslóð eigið að láta í ykkur heyra. Þegar þú ert orðinn gamall þá þarftu að búa við afleiðingar þess sem nú er gert. Áslaug: Mér hefur fundist gott að búa að reynslu eldri þingmanna. Reynsla er dýrmæt. En þeir þurfa líka að setja sig í spor okkar sem yngri erum. Það er ekki alltaf rétta lausnin að gera hlutina eins og þeir voru gerðir áður. Magga Stína: Já, svo sannarlega. Í heimi þar sem hlutirnir breytast svo hratt getur gamaldags hugsun beinlínis verið hættuleg, sérstaklega í stjórnmálum þar sem stórar ákvarðanir eru teknar í krafti valdsins. Heimurinn á fleygiferð, hinn karllægi valdsmannslegi hugsunarháttur er ekki lengur í boði og það er okkar að fylgja því eftir.Andinn almennt góður Bára: Og hugmyndir fólks breytast líka. Þeir sem áður nutu forréttinda gera það ekki lengur og sumir streitast á móti. Mér finnst það oft minna á son minn þegar hann var lítill. Ég var að venja hann af því að borða of mikið sælgæti. Hann var ósáttur í búðarferðum og öskraði af frekju. Og svo aftur og aftur. En svo vandist hann þessu hlutskipti sínu. Magga Stína: Og það er augljóst hverri siðaðri manneskju að þeir sem geta ekki sætt sig við að fylgja lágmarks siðferðisviðmiðum, þeir eiga ekki að hafa ákvörðunarvald í samfélagi. Þeir eiga að fara að gera eitthvað annað en starfa fyrir þjóðina á Alþingi. Bára: Já, ég er sammála. Framkoma þeirra hefur áhrif á það hvernig við horfum á þingið og mér finnst það leiðinlegt því þar starfar einnig margt gott fólk af heilindum. Eins og Áslaug. Það er falleg bylgja í gangi í samfélaginu. Fólk er komið með nóg af þessu. Nú er ég knúsuð fjörutíu sinnum á dag ef ég fer út úr húsi. Ég vil miklu frekar einbeita mér að því. Áslaug: Andinn í samfélaginu er almennt góður þrátt fyrir það sem hefur á undan gengið síðustu vikur. Þeir sem ætla að ala á neikvæðni verða á endanum undir. Það skilar aldrei neinu til lengri tíma. Það er miklu líklegra til farsældar að horfa á björtu hliðarnar og vera opin fyrir breytingunum. Við erum svo lítið samfélag, þó að við séum efst á ýmsum mælikvörðum þá viljum við stefna miklu hærra. Mér finnst þetta einkenna okkur sem þjóð.Grátið í sósunaEruð þið með einhverjar jólahefðir sem þið viljið halda í?Magga Stína: Ég græt alltaf ofan í sósuna. Til að bragðbæta hana. Bára: Mér finnst þetta falleg pæling hjá þér, Magga Stína. Ég á svo frábæra mömmu, ég kem í mat til hennar og hún segist vera að prófa eitthvað í fyrsta skipti en svo er það bara fullkomið. Ég verð í mat hjá henni á jólunum. Ég er með þrjár fastar hefðir. Í fyrsta lagi þá verð ég að hlusta á lögin Jóla hvað? og Last Christmas. Svo er það auðvitað að setja upp jólatréð. Í þriðja lagi er það að upplifa jólin með mömmu. Einhvern tímann mögulega, ef við fáum að lifa í margar aldir fyrir tilstilli vísindanna, þá kannski næ ég því að verða jafngóð og mamma að elda.Gott að gera ekki neitt Áslaug: Ég er ekki með margar hefðir á jólunum. Ég er mjög afslöppuð gagnvart því að eitthvað þurfi að vera eins ár eftir ár. Mér finnst þetta góður tími til að líta til baka. Velta tilverunni fyrir mér. Horfa fram. Gera ekki neitt. Það er algjörlega vanmetið að gera ekki neitt. Magga Stína: Það er listgrein að setjast niður og gera ekki neitt.Ertu góð í því? Magga Stína: Uhhhh … Nei, reyndar ekki. Bára: Ég er svo heppin og óheppin að vera með sjúkdóm sem hamlar mér. Ég er líkamlega neydd til þess að gera lítið og láta streitu ekki hafa of mikil áhrif á mig. Það hefur tekið mig mörg ár að finna jafnvægi.Hvernig verður árið 2019? Áslaug: Árið 2019 verður gott, en eins og með alla góða hluti þarf að hafa fyrir þeim, þannig að ég geri alls ekki ráð fyrir að árið verði án áskorana. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Það hefur verið óvanalega annasamt undanfarið hjá þeim þremur sem setjast á rökstóla á Kexi hosteli að kvöldi til nú rétt fyrir jól. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er með ótal mörg járn í eldinum. Hún er ritari Sjálfstæðisflokksins, þingmaður og sinnir formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis. Eflaust vantar eitthvað í þessa upptalningu en bæði samherjar og andstæðingar í pólitík segja hana afspyrnu iðjusaman þingmann. Hún hefur lagt fram þrjú frumvörp til laga í vetur. Eitt um beitingu nálgunarbanns svo hún verði ekki eins þung í vöfum. Annað um að nemendur sem hafa lokið sveinsprófi eigi þess kost að fá inngöngu í háskóla og að lokum lagði Áslaug Arna fram frumvarp þess efnis að afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Bára Halldórsdóttir hefur staðið í ströngu í héraðsdómi. Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason kanna hvort þau geti höfðað dómsmál gegn henni vegna þess að hún tók upp samtal þeirra og tveggja annarra þingmanna og sendi fjölmiðlum. Magga Stína var fyrr í vetur kjörin formaður Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. Hún hefur bent á að margir leigjendur borgi ? af launum sínum í leigu og eigi erfitt uppdráttar og kallar eftir lagabreytingum á húsaleigulögum. Samtök leigjenda munu leita til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf og hún væntir mikilla breytinga í húsnæðismálum yfirleitt.Efni í góðan hljóðmann Þegar blaðamaður stillir síma á upptöku stenst Bára ekki mátið og leggur orð í belg.Bára segir litla iðrun Miðflokksmanna einskis virði.Bára: Ertu að taka okkur upp? Jeminn einasti. Veistu hvað það er hættulegt? Þú getur lent fyrir héraðsdómi.Já, það er greinilegt. Hvernig tekur fólk því annars þegar þú tekur upp símann Bára?Bára: Fólk er alltaf að spyrja mig hvort ég sé að taka upp. Ég er alltaf að finna ný svör. Núna spyr ég bara hvort það vilji að ég taki það upp. Ég er að hugsa um að sækja um sem hljóðmaður einhvers staðar, ég er augljóslega hæf. Magga Stína: Mjög hæf!Hafið þið hist áður?Magga Stína: Ekki svona augliti til auglitis. Mér líður samt alltaf eins og ég þekki miklu fleiri en ég geri. Bara af því að hafa gengið upp og niður Laugaveginn árum saman. Kannski þekki ég líka fleiri en ég geri! Bára: Ég gæti hafa hitt ykkur einhvern tímann. Minni mitt er sko algjörlega hundrað prósent. Í gæsalöppum dauðans.Hætti að æpa á útvarpiðÁrið sem er að líða. Hvað stendur upp úr hjá þér Magga Stína?Magga Stína: Það urðu svo sem engir stórviðburðir í lífi mínu persónulega svo ég muni á þessu ári. Hver dagur er nú samt dáldið viðburðaríkur. En ég tók nú samt stórt skref þegar ég tók að mér formennsku í Samtökum leigjenda. Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir og ligg ekki á þeim svona heima við en ég hef samt hingað til einbeitt mér að því að æpa frekar á útvarpið en að tjá mig á opinberum vettvangi. Í þessu tilviki með Samtök leigjenda leiddi eitt af öðru. Einhvern veginn varð það allt í einu rétt skref að taka að fara út í það að stíga fram sem leigjandi og lýsa aðstæðum, hætta að æpa á blessað útvarpið og beita öðrum aðferðum. Nú er ég orðin fimmtíu ára, hef alið upp þrjú börn, mestmegnis á leigumarkaði og ég get svo svarið að ég hef sitthvað um þau mál að segja.Með marga bolta á lofti En hjá þér, Áslaug?Áslaug hefur haldið mörgum boltum á lofti í ár.Áslaug: Ég held það standi upp úr hjá mér að hafa náð að halda mörgum boltum á lofti. Að vera alþingismaður, sinna því að vera ritari Sjálfstæðisflokksins þar sem ég ferðast um landið, auk þess að þurfa að sinna miklum alþjóðastörfum á vegum þingsins sem formaður utanríkismálanefndar. Þegar ég lít til baka og á það hvernig verkefnin gengu upp og hvað þau áttu vel saman þá finnst mér það góð tilfinning.Við fjölluðum í Fréttablaðinu um streitu nýverið. Ertu meðvituð um álagið sem fylgir verkefnum þínum? Áslaug: Já. Ég hef lent á vegg, en ég hef líka ástríðu fyrir því sem ég er að gera og verkefnin sem ég sinni vil ég að séu stór hluti af mínu lífi. Ég reyni að gleyma því ekki að hugsa um sjálfa mig, ég veit að það er mikilvægt, þá er ég stolt af þeim málum sem ég hef lagt fram í þinginu.Þú lagðir fram frumvarp um breytingu á lögum um háskóla sem gæti þýtt mög breytta möguleika fyrir iðnnema.Áslaug: Þetta er lítil breyting á lögum en samt svo stór. Ég vona að hugsun fólks breytist. Það að fara í iðnnám á ekki að loka neinum leiðum fyrir ungt fólk. Áherslan hefur verið of mikið á bóknám. Mér finnst það ástæðulaust og mig langar til að jafna þessar áherslur. Stúdentshúfan á alls ekki að vera upphaf alls.Sýna enga iðrun Og Bára, stóð Klaustursmálið upp úr? Bára: Klaustursmálið er auðvitað búið að vera stórmál. En það sem stóð hins vegar upp úr í mínu lífi er að ég tók þátt í ferðalagi um Evrópu í rútu sem var kölluð The Event Bus. Þar voru einstaklingar sem lifa við fátækt að benda á misræmi á milli bóta og tekjuviðmiða. Ekkert Evrópuland gefur einstaklingum það sem þeir þurfa að lágmarki til að lifa af. Ef við gerum það búum við til aðstæður þar sem öryrkjar hafa miklu meiri möguleika til að bæta lífsgæði sín. Mér tókst að taka þátt í svona starfi í tvær vikur þrátt fyrir veikindin og fékk einnig tækifæri til að ferðast um heiminn. Það er mjög verðmæt reynsla. Það er svo mikið ennþá í gangi í Klaustursmálinu. Ég hef þá tilfinningu að þingmennirnir haldi áfram. Sú litla iðrun sem þeir sýndu er einskis virði þegar þeir snúa sér svona eins og þeir gera í þessari skrýtnu sókn gegn mér. Ef þeir ætla í alvörunni að sækja mig til saka fyrir að upplýsa um innihald samtals þeirra í stað þess að taka ábyrgð, þá verða þeir að taka því áliti sem fylgir. Ég reyni bara að standa mig af veikum mætti. En er sem betur fer umkringd vinum og góðu fólki.Myndir þú gera þetta aftur?Bára: Já, hiklaust.En þið? Hefðuð þið tekið þá upp?Enginn hefði trúað þessu Magga Stína: Ég veit ekki hvort ég hefði áttað mig á því. Að grípa í símann og taka upp. Ef ég þekki mig rétt, þá hefði mér misboðið eins og öllum öðrum og hefði líklega gengið út. Ég dáist einlæglega að hugrekki Báru og hárréttum viðbrögðum og þrautseigju við að sitja undir þessum viðbjóði.Magga Stína segir sína kynslóð hafa unnið skaða með græðgi og frekju.Bára: Mér fannst erfitt að ganga ekki út. Ég áttaði mig samt á því mjög fljótlega að enginn hefði trúað mér ef ég hefði sagt frá því sem ég varð vitni að og mér fannst svo alvarlegt að þyrfti að greina frá því. Ég hef upplifað það svo oft sem öryrki að það er ekki tekið mark á mér. Það er oft komið fram við okkur af virðingarleysi. Magga Stína: Já, virðingarleysinu eru engin takmörk sett í viðhorfum þessa fólks allavegana og fullkomlega óhugsandi að það sitji áfram á þingi. Fullkomlega ömurlegt fyrir samstarfsfólk þessara manna að þurfa að mæta þeim á vinnustað. Virðing þingsins er ekki með æskilegasta móti fyrir og hvað þá eftir þetta og aðrir þingmenn líða og munu líða að sjálfsögðu fyrir.Ómakleg gagnrýni á þingið Áslaug: Mér fannst ómaklegt að snúa þessari hegðun að þinginu. Setja lykkju á afsökunarbeiðnina með þeim hætti. Kúltúrinn á Alþingi er alls ekki svona. Ég á í ótrúlega góðu samstarfi við þingmenn og starfsmenn Alþingis og hef aldrei nokkurn tímann orðið vitni að eða vitað um viðlíka hegðun og þeir urðu uppvísir að. Það er svo mikilvægt að geta unnið með ólíkum einstaklingum hvar sem þeir standa í pólitík. Og bera virðingu fyrir fólki með fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn. Það er nú það sem við erum að reyna að gera í þessari ríkisstjórn og hefur verið áskorun ársins. Að prófa þetta ólíka form ríkisstjórnar, hafa ólíka flokka innanborðs. Skoðanir þjóðarinnar eru mismunandi, og skoðanir þessara flokka. Það er áskorun að gera málamiðlanir en það er líka þarft því við höfum öll sömu markmið. Við viljum öll það sama, betri lífsgæði fyrir alla þótt við höfum mismunandi hugmyndir um leiðir að markmiðunum.Erum við samt ekki að breytast? Eru gömlu stjórnmálin kannski á leiðinni út? Magga Stína: Ég vona það sannarlega. Stundum bara þyrmir algerlega yfir mann og vonleysið tekur öll völd því tilfinningin er oft sannarlega sú að mín kynslóð og eldri kynslóðir hafi unnið hrikalegan skaða með græðgisvæðingu og frekju, við sem höfum sofnað á verðinum og unað því að botnlaus gróðahyggja hins vestræna heims er langt komin með að eyðileggja jörðina. Bára: Ég segi við son minn: Þú og þín kynslóð eigið að láta í ykkur heyra. Þegar þú ert orðinn gamall þá þarftu að búa við afleiðingar þess sem nú er gert. Áslaug: Mér hefur fundist gott að búa að reynslu eldri þingmanna. Reynsla er dýrmæt. En þeir þurfa líka að setja sig í spor okkar sem yngri erum. Það er ekki alltaf rétta lausnin að gera hlutina eins og þeir voru gerðir áður. Magga Stína: Já, svo sannarlega. Í heimi þar sem hlutirnir breytast svo hratt getur gamaldags hugsun beinlínis verið hættuleg, sérstaklega í stjórnmálum þar sem stórar ákvarðanir eru teknar í krafti valdsins. Heimurinn á fleygiferð, hinn karllægi valdsmannslegi hugsunarháttur er ekki lengur í boði og það er okkar að fylgja því eftir.Andinn almennt góður Bára: Og hugmyndir fólks breytast líka. Þeir sem áður nutu forréttinda gera það ekki lengur og sumir streitast á móti. Mér finnst það oft minna á son minn þegar hann var lítill. Ég var að venja hann af því að borða of mikið sælgæti. Hann var ósáttur í búðarferðum og öskraði af frekju. Og svo aftur og aftur. En svo vandist hann þessu hlutskipti sínu. Magga Stína: Og það er augljóst hverri siðaðri manneskju að þeir sem geta ekki sætt sig við að fylgja lágmarks siðferðisviðmiðum, þeir eiga ekki að hafa ákvörðunarvald í samfélagi. Þeir eiga að fara að gera eitthvað annað en starfa fyrir þjóðina á Alþingi. Bára: Já, ég er sammála. Framkoma þeirra hefur áhrif á það hvernig við horfum á þingið og mér finnst það leiðinlegt því þar starfar einnig margt gott fólk af heilindum. Eins og Áslaug. Það er falleg bylgja í gangi í samfélaginu. Fólk er komið með nóg af þessu. Nú er ég knúsuð fjörutíu sinnum á dag ef ég fer út úr húsi. Ég vil miklu frekar einbeita mér að því. Áslaug: Andinn í samfélaginu er almennt góður þrátt fyrir það sem hefur á undan gengið síðustu vikur. Þeir sem ætla að ala á neikvæðni verða á endanum undir. Það skilar aldrei neinu til lengri tíma. Það er miklu líklegra til farsældar að horfa á björtu hliðarnar og vera opin fyrir breytingunum. Við erum svo lítið samfélag, þó að við séum efst á ýmsum mælikvörðum þá viljum við stefna miklu hærra. Mér finnst þetta einkenna okkur sem þjóð.Grátið í sósunaEruð þið með einhverjar jólahefðir sem þið viljið halda í?Magga Stína: Ég græt alltaf ofan í sósuna. Til að bragðbæta hana. Bára: Mér finnst þetta falleg pæling hjá þér, Magga Stína. Ég á svo frábæra mömmu, ég kem í mat til hennar og hún segist vera að prófa eitthvað í fyrsta skipti en svo er það bara fullkomið. Ég verð í mat hjá henni á jólunum. Ég er með þrjár fastar hefðir. Í fyrsta lagi þá verð ég að hlusta á lögin Jóla hvað? og Last Christmas. Svo er það auðvitað að setja upp jólatréð. Í þriðja lagi er það að upplifa jólin með mömmu. Einhvern tímann mögulega, ef við fáum að lifa í margar aldir fyrir tilstilli vísindanna, þá kannski næ ég því að verða jafngóð og mamma að elda.Gott að gera ekki neitt Áslaug: Ég er ekki með margar hefðir á jólunum. Ég er mjög afslöppuð gagnvart því að eitthvað þurfi að vera eins ár eftir ár. Mér finnst þetta góður tími til að líta til baka. Velta tilverunni fyrir mér. Horfa fram. Gera ekki neitt. Það er algjörlega vanmetið að gera ekki neitt. Magga Stína: Það er listgrein að setjast niður og gera ekki neitt.Ertu góð í því? Magga Stína: Uhhhh … Nei, reyndar ekki. Bára: Ég er svo heppin og óheppin að vera með sjúkdóm sem hamlar mér. Ég er líkamlega neydd til þess að gera lítið og láta streitu ekki hafa of mikil áhrif á mig. Það hefur tekið mig mörg ár að finna jafnvægi.Hvernig verður árið 2019? Áslaug: Árið 2019 verður gott, en eins og með alla góða hluti þarf að hafa fyrir þeim, þannig að ég geri alls ekki ráð fyrir að árið verði án áskorana.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira