Aldrei fleiri beðið þess að komast inn á Vog Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. desember 2018 06:15 Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. VÍSIR/VILHELM 622 einstaklingar bíða þess nú að leggjast inn á Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. „Við höfum séð það undanfarin ár að það dregur lítið eitt úr aðsókn í meðferð um hátíðarnar, en aðsóknin þyngist svo verulega strax eftir áramót.“ Arnþór sér þannig fram á að biðlistinn lengist enn frekar á nýju ári. Hann bætir þó við að þeir sem eru yngstir, þeir sem séu veikastir og þeir sem séu að koma í sína fyrstu meðferð bíði skemur en aðrir. „Konur bíða einnig skemur, enda hafa rannsóknir sýnt að þær sjálfar draga það á langinn að fara í meðferð.“ Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu er 35 ár. Arnþór segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta. Örvandi efni valdi oftar geðrofi en önnur vímuefni og meiri geðhvörfum. Neysla slíkra efna valdi meiri taugaskaða en önnur vímuefni. Þá fylgi örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð, til dæmis lifrarbólga og HIV. Arnþór segir tímabært að gripið verði inn í til þess að hjálpa þessum hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlega örvandi vímuefnafíkn, hafa eingöngu verið skorin niður.” Hann segir vandann vaxandi. „Hann er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. Á síðustu 20 árum hefur 2.851 karlmaður á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu með örvandi vímuefnafíkn. Af þeim var 121 látinn í lok ársins 2017.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
622 einstaklingar bíða þess nú að leggjast inn á Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. „Við höfum séð það undanfarin ár að það dregur lítið eitt úr aðsókn í meðferð um hátíðarnar, en aðsóknin þyngist svo verulega strax eftir áramót.“ Arnþór sér þannig fram á að biðlistinn lengist enn frekar á nýju ári. Hann bætir þó við að þeir sem eru yngstir, þeir sem séu veikastir og þeir sem séu að koma í sína fyrstu meðferð bíði skemur en aðrir. „Konur bíða einnig skemur, enda hafa rannsóknir sýnt að þær sjálfar draga það á langinn að fara í meðferð.“ Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu er 35 ár. Arnþór segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta. Örvandi efni valdi oftar geðrofi en önnur vímuefni og meiri geðhvörfum. Neysla slíkra efna valdi meiri taugaskaða en önnur vímuefni. Þá fylgi örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð, til dæmis lifrarbólga og HIV. Arnþór segir tímabært að gripið verði inn í til þess að hjálpa þessum hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlega örvandi vímuefnafíkn, hafa eingöngu verið skorin niður.” Hann segir vandann vaxandi. „Hann er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. Á síðustu 20 árum hefur 2.851 karlmaður á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu með örvandi vímuefnafíkn. Af þeim var 121 látinn í lok ársins 2017.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira