Loka tveimur verksmiðjum Finnur Orri Thorlacius skrifar 20. desember 2018 10:00 Frá höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automobiles. Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verksmiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkjunum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Charger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæðan fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrysler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíðarnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent
Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verksmiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkjunum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Charger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæðan fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrysler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíðarnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent